Vikan


Vikan - 25.03.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 25.03.1943, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 12, 1943 Pósturinn | m Kæra Vika. Hvað heita þeir bátar frá norður- og austurlandi, sem stunda sjóróðra frá Sandgerði á , þessari yfirstand- andi vertíð? — Kær kveðja. Trausti. Svar: Norðanbátarnir heita: Bald- vin Þorvaldsson frá Dalvík, Barði og Vísir frá Húsavík, Kári Sölmundar- son og Brynjar frá Ólafsfirði. — Austanbátarnir heita: Einir, Reynir, Víðir og Hallur frá Eskifirði, og Helgi Hávarðsson frá Seyðisfirði. Kæra „Vika"! Viltu gjöra svo vel og birta í næsta tölublaði heimilisfang mannsins, sem nú nýlega var getið i grein, sem birt- ist í tímaritinu „Úrval" og var kall- aður „bezt vaxni maður í heimi", nafn hans er Charles Atlas. Kraftaaukningar-áhugamaður. Svar: Heimilisfang hans í Ame- ríku vitum við ekki, en í auglýsingu, sem reyndar er ekki ný, í ensku tíma- riti, auglýsir hann það þannig: Charles Atlas (Dept. 25/M), 2, Dean Street, London, W. 1. Þar mun hafa verið einhver deild frá honum, eða í sambandi við hann, en hvortliún er starfandi-ennþá, getum við ekkert sagt um. J _____ Akureýri, 23. marz 1943. Kæra Vika. Við vitum, að þú svarar svo mörg- um spurningum. Okkur langar til að spyrja þig að dáltilu. Er réttara að segja: „Farðu og kauptú einn bjór" en „farðu og keiftu einn bjór"? Við óskum eftir svari sem fyrst. Svar: Það er rétt að segja: „Parðu og keyptu einn bjór"! Siglufirði 8/3 1943. Herra ritstjóri! Viljið þér gjöra svo vel að koma þessu á framfæri: Við undirritaðar óskum eftir að komast í bréfasam- band við pilt eða stúlku á aldrintím 13—16 ára. Helzt úr Reykjavík eða Vestmannaeyjum. Sigríður Júliusdóttir, Háveg 9, Siglufirði. Súsanna Þorláksdóttir, Háveg 10, Siglufirði. . Akureyri .8/3 '43. Kæra Vika! Mér þætti mjög vænt um, ef hægt -væri að leysa úr tveim spurningum mínum við tækifæri. Spurningarnar eru þessar: 1. Hvaða hljóðfæri er „pákur"? Hljóðfærið er í Útvarpstíðindum nefnt meðal annara hljóðfæra "i út- varpshljómsveitinni nýju. 2. (Þes'sa spurningu birtum við ekki fyrr en við svörum henni, ef það verður hægt). Með fyrirfram þökk, og beztu þakkir fyrir margan fróðleik í Vik- unni. Söngelskur. Svar: Eftirfarandi upplýsingar höfum við fengið um þetta hljóðfæri: Pákur eru einskonar pottar á stærð við þvottapotta og eru þeir gerðir úr kopar eða málmblöndu. Yfir opið er strengt skinn, þannig, að strekkja má og slaka á því á víxl. Tónninn er gerður með því að slá á skinnið með kylfum. Tónhæðin markast af strengingu skinnsins. 1 hljómsveit eru venjulega 2—3 pákur í mismun- andi tónhæðum. Dr.theoL.fON HELGASON: Arbækurnar skýra frá öllu því helzta, er gerzt hefir í Reykja- vík i 150 ár. Skrítlur. Drukkinn maður stöðvaði leigubíi, steig inn, en' var þá svo óheppinn að detta út um hinar dyrnar. Hann stóð strax á fætur, snéri sér að bílstjór- anum og sagði grafalvarlegur: „Hvað verður þetta mikið." „Ég er ekki ánægður með þessar myndir. Ég líkis apa á þeim." Mynda- smiðurinn leit hæðnislega á manninn og svaraði: „Þér hefðuð átt að hugsa út í það áður en þér létuð taka mynd- irnar." j Kolanámumaður. Ungur enskur námumaður á vagni á leið niðurí kolanámu elna í Englandi, til þess að sækja þangað „svarta demanta", eins og Englendingar kalla kolin stundum. Ný matreiðslubók eftir HELGU SIGURÐARDÓTTUR: að matbóa Framan við bókina hefir dr. Júlíus Sigurjónsson skrifað kafla um næringarefnafræði. Bókin er mjög mikið aukin og breytt frá fyrri útgáfu og því í rauninni alveg ný bók. Aftan við hana er næringarefnatafla og tafla yfir vitamín og sölt. Bókin er 214 bls. prentuð með smáu en skýru letri á góðan pappír. Tvær nýar bækur: Haralds Níelssonar fyrirlestrar ni: Gunnar Gunnarsson: Siðmenning — Siðspilling. Kostar 3 kr. FOLKS TALES from Iceland and other Countries, eftir H. M. Scargill Ph. D. — 1 þessari litlu bók eru sjö þjóð- sögur íslenzkar og útlendar. Kosta kr. 2.75 FÆST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM. Bókaverxlun fsafoldar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.