Vikan


Vikan - 25.03.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 25.03.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 12, 1943 ICiuar H. Kvaran segir m. a. i bókinnl „Vestan um haf" un þessa grein Stephans: „Þessi yndislega grein, sem hér er bent á, „Jökulgöngur", er, auk þess sem hún er viðvörun við mammonsdýrkuninni, lofgerð um íslenzka svéit, fegurð hennar, og lífs- gleðina, alúðina, gestrisnina og gróðurinn í hugum mannanna. Það er Mývatnssveit- in og fólkið þar, sem hann er að lýsa, Höfundurinn kemur þangað austan af öræfum og heyannir eru að byrja. En um f immtíu manns koma á möti honum til þess að fagna honum, og hirða ekki um annríkið þann daginn. Sú höfðinglega alúð, sem þá kom fram hjá Mývetninguin, hefir óneitanlega svarað vei kostnaði, þar sem hún varð ekki eingöngu til þess að gleðja Stephan svo hjartanlega, heldur varð lika tilefni til þess að bókmenntir vorar auðguðust að annari eins grein og „Jökulgöngum" ..." Svo er frá sagt, að Ibsen hafi kveðist myndi hafa kastað sprengikúlu und- ir örkina, ef hann hefði upp verið, þegar Nói og hans lið á að hafa fleytzt lifandi úr flóðinu. Með því móti myndi „á hafa orðið að ósi stemmd" — það er að segja: mannkynið úr sögunni, með að þurrka út upprunann, þessa einu kynkvísl, sem enn tók land. Gremju-djarfmælum göfugra manna svipar all-oft saman, þó f jarlægðir, tungu- mál og tímar sé f jörður milli frænda, sem engin orð bárust yf ir. Við Islendingar gæt- um teygzt til að hálf-trúa því, að Ibsen hlyti að bergmála Bjarna okkar Thoraren- sen, sem heimtaði af ættjörð sinni að sökkva í sæ af tur, gæti hún ekki varið börn sín fyrir útlendri vesöld og ódyggð. List- dómarar hafa borið Ibsen á brýn á hans eigin máli, að hann leiddi mann „paa Glet- scherne", sem líklega þýðir það, að hann gangi með mann á jökla, svo kaldranalegt sé útsýnið, sem hann yrkir yfir. Við get- um sagt með sama rétti, að Bjarni sé reiðubúinn til að bylta okkur fyrir borð í botnlausan sjó. — Þettá var svo hastar- lega sagt, að við hrukkum saman, og rann svo í skap. Þegar við náum okkur aftur, f innum við vel, að þetta voru aðeins blöskr- unarorð góðviljans til mannanna, svo að þeir fyrirfari sér ekki — djarftefli í skák- inni við dauðann, þegar það, sem manni er kært, hefir lagt aleigu síha undir og teflir um höfuð sitt. Við vitum, að sömu menn- irnir, sem svona segja, myndu ef til kæmi, fara að eins og Abraham í hebresku sög- unni, biðja guð sinn að vægja þessu kyni og þessari þjóð, ef til væru þar 50 rétt- látir menri, og smá-lækka tölu þeirra pfan í einn tug, svo einskis væri ófreistað til að bjarga, jafnvel borg, sem ekki hefði öðrum dyggðum til að tjalda en gestrisni, í einu einasta húsi. Eitt sinn var ég staddur við sveitar- sýning, heima vestan hafs. Þangað kom múgur og margmenni af vænu og vel búnu fólki. Það ætlaði að skemmta sér við ein- tóm búmannsþing — furðulega feit svín og uxa af aðalsnauta ættum. Ymsir urðu um síðir þreyttir á því, og tóku upp á, sér til afþreyingar, að gerast ginningar- fífl tjaldbúða-trúðanna, og gjalda þeim fé fyrir að villa sér sýn. Alit varð að auglýs- ing, en lítið að unaði. Að vísu er þetta ein tegund af ættjarðarrækt, en ein sér og á jökulgöngu. Mér varð það minnisstætt, sökum orðánna, sem einhver svaraði mér þarna. Ég hafði sagt eitthvert hrósyrði Stephan G. Step- hansson var f ædd- ur 3. október 1853 á Kirkjubóli í. Skagafirði. Hann fluttist vestur um 1873 og var þar bóndi alla tíð, en kom einu sinni í heimsókn til Is- lands. Hann var í hópi mestu andans manna íslenzku þjóðarinnar. Kvæði hans eru vel kunn hér á landi, en miklu síður það, sem hann samdi í óbundnu máli og er þó flest af þvi með snilldarbrag. Stephan andaðist 10. ágúst 1927. um manninn, sem mesta virðinguna hlaut, tók við flestum verðlaununum, og varð eins konar „konungur dýranna" í kvíun- um. „Ojæja," laumaði einhver náungi að mér, sem nálægt mér stóð, „en ég veit varla, hvað segja skal, þegar sjálfur fóst- urfaðirinn er verst ræktaða skepnan í hjörðinni." Þessu hefi ég aldrei getað gleymt. Hvort sem það var sagt af keskni, öfund eða glöggsýni, hitti það naglann á höfuðið, svo vel vissi ég um aht atgjörvi bóndans, sem heiðurinn hlotnaðist. En þessi mannf undur var ekki til annars sett- ur. Hér var saman komin öll sveitar- áhyggjan. Ljósmyndarar kváðu hafa leikið sér að því, að taka mynd af margra manna and- litum, hverja ofan á aðra, og ætlast á, að þau einkenni, sem sameiginlegust væru og sterkust, settu svipinn á síðustu myndina. Sömu aðferð hafa skáldin notað, frá alda öðli, til að draga upp sálir, mannanna, í sögum sínum og kvæðum.,Ástæðurnar og ævikjörin gera eins við okkur. Jafnaldri €f&r <§>tephan 2^ <§>fephansson„ minn og ég, báðir unghngar þá,. urðum samferða til Ameríku. Svo fórum við sína leiðina hvor. Fjörutíu ár voru hðin, áður en mín leið lá um hérað hans. Ég hitti hann heima hjá sér, ríkisbónda, en út- taugaðan öldung, og eigulausan af ann- ari ánægju en efnum sínum. Börn hans voru flúin til borgar. Sveit hans var fögur og búsæl, sjálfur var hann sanngjarn og listhreifur að eðlisfari og vildi yel, en öll hans æska hafði yfirgefið hann fyrir langalöngu. Hann átti framar engar þrár útum vallargarð sinna eigin jarða, nema ef vera kunni verðlaun fyrir vöxtulegast búsílag, á sveitasýning. 1 huga mínum bar ég unglinginn saman við öldunginn, og svo fjárhamingjusnauður sem ég var, í samanburði við hann, hefði ég ekki kosið kjaraskipti, jafnvel þó mér hefði boðizt sannvirði alls hans auðs í milligjöf. Ég næstum las mér lof Faríseans: „Ég þakka þér, guð, að ég er ekki sem þessi toll- heimtumaður!" Sá sálmur er ekki ætíð jafn óguðlegur. Það breytir honum, hvort með hann er farið af sjálfbirgingsskap eða meðaumkun. Ég sá, að þessi síðasta mynd af þessum forna leikbróður mínum var marg-öfaníkrassað vélaverk ljósmyndar- ans, sem heitir landsháttur, og hittir oft ekki hugfeldara efni í hátíða-ræðu en hagskýrslur, sem getur talið þann löst verstan í ráði frumbýlinga sinna fyrstu, sem brutust til landa tómhentir út í eyði- mörk, að þeir keyptu sér ekki í öndverðu bústofn af kynbótakúm. „Jeg har selv hört med til laget," kvað Eiríkur gamli Bögh, í spaugi um annað efni. Ég hefi sjálfur verið viðstaddur! Þó hefi ég ekkert' horn í síðu nytsemdarinnar, sé hún ekki and- legt einæti, tel ekki ómaksverða illdeilu við nokkurn mann, þó hann héldi þvr fram, að fjórða bænin ætti að standa fremst í „Faðirvorinu", svo fastlega sem ég trúi hinu: „að maður lifir ekki af einu saman brauði" til að ná fullum þroska. Ég hefi aldrei jöklana klifið, ég er ekki brattgengur. En komið hefi ég af öræfum ofan í íslenzka sveit, og átt svo góðar ferðafylgjur, að þær sóttu að héraðsbúum með hátíðahug. —¦ Þarna frammi í grjóta götunni, morgunmegin í hlíðinni, þar sem þau stingast í stúfa, byggð og bruna- hraun, kemur upp lausríðandi lest, hálft hundrað karla og kvenna, líklega á leið til einhvers mannamóts. Ég er Vestmaður og hugsa allt á verzlunarveg og gríp til minn- inga úr fornu fari, kemur því helzt í hug, að héraðið sé komið á hestbak áleiðis i kaupstaðinn, en gleymi hinu, að kaup- staðir standa við sjó, en ekki uppi á ör- æfum. Þessi þyrping stígur af baki og bíður. Ég ríð fram í flokkinn, niður í skarðsbrúnina, þangað sem víðfeðmi vatns og sveitar breiðist út á báðar hendur. Þar Framfaald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.