Vikan


Vikan - 25.03.1943, Qupperneq 5

Vikan - 25.03.1943, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 12, 1943 ' 5 F ramhaldssaga: | Líkið í ferðakistunni | ‘ e 1...Sakamálasaga eftir Dr. Anonymous . „Og þó hafið þér komið mei hótanir í henn- ar garð.“ „Já en það hefir aldrei verið í alvöru. JÉg varð oft reiður, er hún var að reyna að siða mig, og einu sinni sagði ég við stúlkuna, sem Austin er trúlofaður, að komið gæti fyrir að ég færi illa með gömlu konuna.“ „Sögðuð þér það við stúlkuna? Þetta skýrir margt.“ „Eigið þér með því við, að ungfrú Simpkin- son hafi haldið, er hún sá líkið í kistunni, að ég hafi gert alvörur úr hótun minni? Það segir bróðir minn í það minnsta," sagði Philipp bitur- lega. „Þér getið ekki álasað hana fyrir það,“ sagði ég ákveðinn. „Hvað gat hún haldið annað?" „Nei, það er satt," sagði Philipp dauflega. „Ég hlýt að hafa gert það. Ég hefi aldrei ætlað mér að gera það, en það er satt að ég reifst við hana þetta kvöld. Austin hefir á réttu að standa — ég hlýt að hafa gert það. Nú er hann að leita að bókunum í Southend; ef þær eru þar, þá liggur málið í augum uppi. Ég hefi gert það — það hlýtur að vera svo.“ Hann talaði frekar við sjálfan sig en mig, en ég hafði unnið traust hans. Hann var óhamingju- samur og einmana og gladdist við að hafa mig hjá sér. Þessi orð hæfðu vel þeim kenningum um morð- ið, sem ég hafði myndað mér siðan um morgun- inn. Ég hafði augsýnilega verið á réttri braut alveg frá byrjun: Philipp Harvey hafði framið glæpínn án nokkurs meðseks. En var hægt að kalla hann morðingja? Ég trúði statt og stöð- ugt á hreinskilni hans og sannsögli, og hann hlaut að hafa framið glæpinn i einhverri vímu — vímu áfengis og deyfilyfs. — Skýring þessi var að visu mjög undarleg, en ekki ótrúleg. 1 starfi mínu hafði ég kynnzt ofdrykkju í hinum ýmsu myndum hennar, og ég vissi vel, hvílíkar ofsjónir og ímyndanir ofnautn áfengis getur leitt yfir taugaslappa og hugmyndaflugsríka menn. Ég hefi einnig séð, hve deyfilyf hafa truflandi áhrif á starfsemi heilans, og einu sinni hafði ég séð mann í slíku ástandi framkvæma margt það, sem hann hafði ekki hugmynd um daginn eftir. Þess vegna fannst mér skilningur Austins Har- vey á þessu mjög eðlilegur, þar sem hann hafði auk þess talið fram fleiri þess háttar atvik úr lífi bróður sins. Ég var fyllilega sannfærður um, að Philipp Harvey hefði drepið frænku sína, en á hinn bóginn var ég einnig sannfærður um, að hann hefði ekki verið sér þess meðvitandi. Það varð að skýra þetta einhvern veginn, og þetta fannst mér bezta skýringin. Samtímis sagði ég við sjálfan mig, að enski kviðdómurnin mundi eiga erfitt með að fallast á þetta. 1 Frakklandi voru miklu meiri mögu- leikar á því að fá hann sýknaðann. Það þurfti ekki annað en ná í Charrot — frægan lækni í París, sem var sérfræðingur í taugasjúkdómum. Frakkar trúa á öll sálfræðileg undur, ef Charcot útskýrir þau fyrir þeim. Og hvað Charcot við- kemur, þá var hann öllu er að sálarfræði laut svo kunnur orðinn, að á því sviði var honum ekkert ómögulegt. En að eiga að sannfæra þessa tólf, þunglamalegu Englendinga um það, að menn gætu framið morð, án þess að vita af því, það var ómögulegt. Þár að auki var þessi vesalinga maður svo heimskulega hreinskilinn að játa, að hann hefði rifist við frænku sína og hrint henni Það er á norður-jám- brautaxstöðinni í París. Ungur leynilögreglumaður, sem staddur er þar, verður sjónarvottur að því, að lík finnst í ferðakistu ungrar stúlku. Hann verður áfjáður í að leysa þessa ráðgátu. Hann fer til kunningja sins, sem er lög- reglustjóri og fær þannig tök á að fylgjast með málinu. Fer hann að lesa í gerðabók- inni um yfirheyrzlu á ungu stúlkunni Edith Orr-Simpkinson og þjónustustúlku hennar. Hann athugar líkið og ferðakistuna, leysir af henni álímda miða og sér þá stafina P. H. á miða, sem límt hafði verið yfir. Hann skrifar hjá sér stafina. Hann fær leyfi til þess að tala við ungfrú Simpkin- son; hittir hann hjá henni ungan mann, Austin Harvey prófast, unnusta hennar. Hann segir hina myrtu vera frænku sína. Felur hann leynilögreglumanninum að annast málið. Leynilögreglumaðurinn kemst á þá skoðun, að ungfrú Simpkinson eigi ekki kistu þá, er líkið var í, heldur sé hún að reyna að hylma yfir með ein- hverjum. Austin kemur til hans og missir þá bréf, sem reynist vera frá einhverjum Philipp. Kemst leynilögreglumaðurinn að raun um, að sami maður hafi skrifað bréfið og stafina á ferðakistuna. Leynilögreglu- maðurinn skoðar íbúð þá, sem ungfrú Simpkinson hefir leigt og finnur þar nafn- spjald Philipp Harvey. Síðan fer hann þang- að, sem hin myrta hafði búið. Þar kemst hann að ýmsu um Philipp Harvey. Hann fær bréf frá Austin þar sem hann segist vera búnin að aðvara Philipp um að fara frá Dover, en hann fer þangað engu að síður og hittir Philipp Harvey. Hann talar við hann, en gerir hann reiðan. Morgunin eftir kemur Austin að hitta bróður sinn og taka þeir tal sarrian. Lejmilögreglumaðurinn verður heyrnarvottur að samtali bræðr- anna og að því loknu ákveður hann að reyna að sanna sakleysi Philipps. " út úr herberginu. Ég féllst alveg á skoðun Aust- ins, það eina sem gæti bjargað mannaumingjan- um væri flótti. Þeðar ég vaknaði um morguninn, hafði það verði ásetningur minn, að láta setja manninn i fangelsi. Það hefði aukið stórum álit manna á mér, ef birtar hefðu verið skýrslur min- ar og niðurstöður þær er ég hafði komizt að. Nú ákvað ég að afsala mér þessu, að vísu var það erfitt, en ég vorkenndi vesalings manninum. Samvizka mín var á móti því, að maðurinn yrði dæmdur saklaus. Eg ákvað að gera allt sem ég gæti, til þess að bjarga honum; fjölskylda hans gæti svo borgað mér, eftir því sem þeim þætti sanngjamt. „Hvað bókunum viðkemur, þá getið þér verið alveg rólegur,“ sagði ég. „Þær eru allar í hús- inu. Ég hefi séð þær með mínum eigin augum.“ Ég hafði ekki búist við að þessi tíðindi hefðu jafn mikil áhrif á vesalings manninn, og ótti hans sýndi það greinilega, að fram á síðustu stundu hafði hann vonað, að hægt yrði að sanna sak- leysi hans. „Þá er engin von legur," sagði hann, „Austin hefir á réttu að standa, ég verð að flýja." Hann stóð upp með erfiðismunum, svitinn draup af enni hans. „Þér getíð ekki farið strax.“ Hvert ætlið þér að fara?“ spurði ég. „Þér verðið að bíða þar til bróðir yðar kemur aftur." Hann hélt í áttina til dyranna. Allt í einu nam hann skyndílega staðar. „Getur flótti minn haft slæm áhrif á málstað Edithar?" spurði hann. „Ég vil hundrað sinnum heldur að þeir hengi mig, en að þeir geri henni mein.“ „Ungfrú Simpkinson er ekki í neinni alvar- legri hættu, þeir hafa engar sannanir gegn henni, og strax og þér sjálfur eruð öruggur, getið þér hreinsað hana af öllum grun. — Eins og stendur komist þér ekki i burtu, skipið er farið. 1 kvöld komist þér til Calais, þaðan til Marseille, reynið svo að fá far með einhverju af skipum þeim, er ganga til Suður-Ameríku." „Honum tekst þetta aldrei,“ sagði ég við sjálf- an mig. „Ef lögregluþjónarnir verða hið allra minnsta nærgöngulir, þá tekst honum þetta aldrei." Hann settist aftur, og bað mig um ofurlítið whisky sér til hressingar. „Nei,“ sagði ég afdráttarlaust. „Nú þurfið þér á allri yðar sálar- og líkamsorku að halda, og whisky veikir yður aðeins. Við skulum athuga þetta allt í ró og næði. Það eru tíu tímar, þar til þér getið lagt af stað, og því rólegri sem þér eruð þangað til, þvi betra." Sjálfum mér til mikillar undrunar, var ég allt í einu orðinn vinur og vemdari þessa manns, er ég síðast liðna fjóra daga hafði elt á röndum sem glæpamann, og þó ég hefði litla von um að flótti hans tækist, vildi ég hjálpa honum allt hvað ég gæti. „Við skulum hjálpa yður," sagði ég, „og þér verðið sjálfur að gera allt sem hægt er.“ XIX. KAFLI. LykUlinn. Við sátum saman að miðdegisverði, ræddum fram og aftur um morðið og biðum þess að það dimmdi. Við og við sneri ég talinu að ýmsu öðru, en þær samræður stóðu aldrei lengi, við gátum ekki um annað hugsað en morðið. Philipp sagði mér, að sambúðin hjá honum og frænku hans hefði verið mjög misjöfn. Ef hún var reið við hann var hún mjög ósanngjöm, en þess á milli vingjarnleg og góð. Eftir þvi sem ég hefi komist næst, hefir hún verið mjög skap- mikil. Undir niðri hefir henni þótt vænt um þenn- an léttlynda frænda sinn, og hann virðist hafa verið sá eini, sem hefir getað fengið peninga hjá henni. Ég komst að því, að ef hún vildi fá frænd- ur sína til þess að hlýða sér, þá notaði hún arf- leiðsluskrána, þannig: „Ef þú ekki gerir þetta eða hitt, fær Philipp allt eftir minn dag,“ eða ,„Ja, ef þú vilt heldur að Austin fái alla mína peninga o. s. frv.“ Og þannig gekk það dag eftir dag. Þessi leikur var hættulegur, og þvi fór sem fór. Þrátt fyrir þetta voru þeir báðir fullvissir um að Austin, sá eldri, væri erfinginn. Það reyndist líka að vera svo. Þegar Austin bað Edithar, gaf frú Orr Simpkinson samþykki sitt, með tilliti til þess áð hann fengi arfinn. Ef Philipp hefði verið erfinginn, mundi hún hafa valið hann sem tengda- son, engu að síður. Vinátta sú er var á milli hans og Edith, fór alveg út um þúfur, skömmu áður en hún trúlofaðist Austin. Frú Simpkinson tal- aði við ungfrú Raynell undir fjögur augu, og kom þvi til leiðar, að gamla konan arfleiddi Austin að öllu. „Ég held,“ sagði Philipp og tottaði pípu sína, „að gamla konan hafi hálf séð eftir þessu, henni fannst að frú Simpkinson hefði gabbað sig til þessa. En hvað um það, hún var vön að hafa

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.