Vikan


Vikan - 25.03.1943, Qupperneq 6

Vikan - 25.03.1943, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 12, 1943 í hótunum og segja, að hún réði öllu um þetta sjálf." „Sagði hún það?“ „Já, já, mörgum sinnum! En þrátt fyrir allar ákvarðanir frænku minnar, varð það frú Simpkin- son sem réði að lokum." Við þögðum báðir góða stund; ég rifjaði upp í huganum fyrirspurnirnar í leðurvöruverzluninni, og spurði sjálfan mig, hvort nægar sannanir væru fyrir því, að ferðakistan tilheyrði Philipp Harvey. „Hvernig ætli standi á því, herra Harvey," spurði ég „að það skuli hvergi sjást í bókum verzlunarinnar, að þér hafið keypt ferðakistuna." „Af mjög «infaldri ástæðu," svaraði hann. „Ég las tilkynningu frá Brown & Elder, og eftir lýs- ingunni voru þetta nákvæmlega eins ferðakistur og ég vildi fá, en af tilviljun var ég staddur þarna rétt hjá, svo ég fór inn, keypti eina, borgaði hana út í hönd og' tók hana með mér í bifreið." „Hvenær var þetta? Og hvert fóruð þér með kistuna?" „Það eru liklega tveir mánuðir síðan; ég ók beint til Greenwich, ég bjó þá þar og bý ennþá.“ „Það er nokkuð langt að fara það í bifreið," sagði ég að vera vantrúaður tilheyrði starfi mínu. „Já, vissulega, en þar sem ég hafði keypt margt fleira, fannst mér þægilegast að taka það allt heim í bifreiðinni.“ „Hvað oft hafið þér haft kistuna með yður í ferðalög?" „Aðeins tvisvar! Fyrst frá Greenwich til South- end, siðan frá Southend til Dover. Þegar ég ætl- aði að opna kistuna hérna, varð ég var við að lykillinn gekk ekki að skránni, svo ég lét brjóta hana upp. 1 henni var ekkert annað en mynda- vél, er ég þekkti strax að ungfrú Simpkinson átti; ég lét gera við skrána og sendi henni kist- una daginn eftir. Ég þóttist vita, að hér væri um misskilning að ræða, því ég hafði ráðlagt Edith að kaupa sér svona kistu, og skrifaði því bróður minum. Það var mjög áríðandi fyrir mig, að hún fengi ekki að sjá bréfin, sem voru efst í kistunni, en við það get ég lagt drengskap minn, að ég hafði enga hugmynd um, að ég hefði myrt frænku mína. Ég hlýt að'hafa gert það í ölæði!!“ „En hvers vegna urðuð þér svona æstur, þegar ég í fyrsta skiptið minntist á frænku yðar.“ „Af því — af því ég'var alltaf hræddur um að ég hefði meitt hana. Eins og þér vissuð, þá mundi ég þetta allt mjög ógreinilega, ég mundi það, að ég hrinti henni, en svo ekki meira.“ „Og álítið þér nú, að þér hafði myrt gömlu konuna?“ „Hvað á ég að halda,“ svaraði hann lágt og það fór hrollur um hann. „Austin álítu'r það og — þér álítið það, og bækurnar sanna það!“ „Þetta sunnudagskvöld var enginn heima nema þér og húsmóðirin? Hafði enginn lykil að hús- inu ?“ „Nei,“ svaraði Philipp. „Ungfrú Raynell hafði lykil að aðaldyrunum — það sagði húsmóðirin mér.“ „Já, það er rétt. Hún fór gönguferðir á morgn- ana, meðan aðrir sváfu. Lykilinn lánaði hiin mér oft á kvöldin." „Hver hafði hann þessa nótt?“ „Ég hafði hann.“ „Hvers vegna hringduð þér dyrabjöllunni, er þér komuð heim?“ „Ja — í sannleika sagt — ég var svo drukk- inn, ég mundi ekki eftir því að ég hefði lykil- inn.“ „En eruð þér alveg viss um, að þér hafið haft hann?“ „Já, þvi morguninn eftir tók ég hann úr vest- isvasa mínum, þaðan sem ég var alltaf vanur að hafa hann.“ Nú virtist öll von úti. „Eruð þér alveg viss um, að ekki hafi verið hægt að komast aðrar leiðir inn í húsið? Var nokkur slá fyrir hurðinni?“ „Nei það var engin slá fyrir, en hurðin var tví- læst! Þessi svokallaði aðallykill, var bara venju- legur útidyralykill." „Sem sagt, þér yfirgáfuð húsið morguninn eftir, með lík frænku yðar í kistunni. Eruð þér alveg viss um að þér hafið ekkert opnað kist- una um morguninn?“ „Alveg viss! Ég ætlaði að gera það, en fann hvergi lykilinn. Aiistin fann hann seinna.“ „Hvar?“ spurði ég. „1 herbergi frænku minnar. — Það er þýðingar- laust að neita. Sök mín er svo gott. sem sönnuð?“ „Að vissu leyti,“ sagði ég. „Þér fóruð með kistuna frá Southend til London, hitt.uð þar Simp- kinsons mæðgurnar, svo fylgdust þið öll, mæðg- urnar, bróðir yðar og þér frá Charing Cross til Dover?“ „Nei, Austin fylgdi okkur aðeins á brautar- stöðina. Konurnar ætluðu beina leið til París, en ég ætlaði að dvelja nokkra daga í Dover.“ „Og þér munið það, að þér létuð bækurnar ofan í kistuna?" „Já, því á laugardagskvöldið lét ég þær niður, en lokaði ekki kistunni. Á sunnudagskvöldið lét ég bréf þar hjá og þá vorú bækurnar óhreyfðar. Síðan aflæsti ég kistunni og vafði snæri um hana.“ „Hvað segið þér, vöfðuð þér snæri um hana á sunnudagskvöldið ? “ „Já! En ég hefi ekki hugmynd um, hvemig ég gerði það; min einasta hugsun var, að enginn sæi bréfin.“ „Eruð þér örfhentur?" „Nei. Hvers vegna spyrjið þér?" „Hver sá um farangurinn á brautarstöðinni ?“ „Það gerði ég; *én þetta var allt í flaustri, vtð komum svo seint á stöðina." „Hvers vegna og hvenær skrifuðuð þér staf- ina P. H. á kistuna yðar?“ Philipp Harvey leit undrandi á mig. „Ég hefi aldrei skrifað P. H. á kistuna," svar- aði hann. „Ef svo hefði verið, hefðu þessi mistök aldrei átt sér stað.“ „Þér hafið skrifað P. H. á hana. Það er ef til vill eitt af því, sem þér hafið gert drukkinn?" „Ég hefi að minnsta kosti aldrei gert það vit- andi vits,“ sagði Philipp, „en sannleikurinn er sá, að ég veit ekki lengur, hvað ég hefi gert og hvað ekki!“ „Ég fór niður, sótti rithandarprentið af upp- hafsstöfunum, nafnspjald Philipps, bréfið frá hon- um til Austin og bréf Austins til mín, og tók þetta allt upp með mér. XX. KAFLI. P. H. Ég lét borð fyrir framan stólinn, er Philipp sat í, og lagði þar eftirlíkinguna, er ég hafði látið gera af upphafsstöfum Philipps. „Kannist þér við að hafa skrifað þetta?" spurði ég- „Já, þetta er mín skrift. Af hverju spyrjið þér?“ „Þetta er eftirlíking á stöfunum, sem voru á ferðakistunni yðar.“ Ég tók bréfið og spjaldið og bar það saman einu sinni enn, mjög vandlega. Allt í einu hrópaði ég og greip í handlegg skjólstæðings mins: „Hafið þér pappír, blek og penna? Fljótir." „Hvað gengur að yður?“ spurði Philipp. Erla og unnust- inn. Oddur: Nú er ég búinn að ákveða, hvenær við Erla giftumst. Oddur: Ég sé okkur Erlu í huganum í litla sumar- Stjáni: Mér þykir þú vera óhræddur við að steypa þér út í stórræðin. húsinu okkar, ég þvæ diskana, en hún þurrkar þá. Við verðum alein í húsinu og yndislega hamingju- söm .... En til að geta þetta verð ég að spara. Oddur: Elskan min, ég þarf að tala um dá- lítið við þig, það er mjög áriðandi .... Erla: Bíddu augnablik, ástin mín, síntinn er að hringja. Erla (frammi í simanum): Já, frú Fjóla, ég ætla að fá þessa sex kjóla og tíu náttkjóla, en inniskóna tek ég seinna. Erla (enn í símanum): Já, hvíti kjóllinn fer vel við pelsinn, sem ég bað um í gær. Já, já, báða hattana, þennan á hundrað og fimmtíu krónur og hinn á hundrað. Hvað segið þér, er reikningurinn allur ekki nema 3500 krónur. Ágætt, ég sendi ávísun.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.