Vikan


Vikan - 25.03.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 25.03.1943, Blaðsíða 7
VLKAN, nr, 12, 1943 LCCWCUR E^tih. StepAcm Q. StepAansson Framhald af bls. 3. rís getspeki mín loks á réttan kjöl: Þetta er ekki kaupstaðarferðafólk — það er ís- lenzk gestrisni að fagna komu íerðamann- anna! Þó eru heyannir að hefjast, upp- skerutími íslenzka bóndans, örstuttúr og veltandi á veðrinu, en sem allflestar árs- bjargir héraðsbúa hvíla á. Þenna dag er gott vinnnveður, að hálfu eytt í gestrisni! - Vestrænni aðsjálni finnst það nærri skylduverk að f júka upp og mótmæla, ef það héldi ekki aftur, að hún stendur aug- liti til auglitis við lífsgleðina, sveitar-alúð- ina, héraðsfegurðina. Ekki er að vita, nema það sé einmitt þetta skemmtilega, áhyggjulausa örlæti með góðviðrisstund- irnar stundum, sem veitir þessum vinnu- lýð þrek og þol, til að leggja saman nærri nótt og dag við örðugt erfiði, ef á þarf að halda. Svo gengur maður varla grun- laus'um það, að íslenzk gestrisn'i tæki sér nærri, ef gestur hennar gæti um, að hún tæki sér of mikið í mein sín vegna; hún finnur ekki til þess fyrir unaði þeim, sem hún sjálf hefir af sinni eigin alúð. Af skarðsbrúninni opnast sveitarsýning niður í sólskinsmóðu sumarsins. Inni í tíð- bránni bregður fyrir ýmsum hillingum utan úr fortíð og út í framtíð, eins og hálfkveðinni vísu, hér og þar. Sveitin eins og úthöggvið ker, dvergasmíð í landslags- Mst Frosta og Funa. Vatnið á botni þess, stafað eyjum og ósum. Baugurinn kring- um það smelltur iðgrænum engjum og tún- um, bæjum og byggð. Barmarnir uppi, skornir úr hnjúkum og hrauni. Það er sem hér hefði rekið konungsgjöf einhvers Ein- ars skálaglamms úr liði landvætta, þegar ísland var yrkisefni þeirra — eða að hér sé bikar Boðnar, sem mannafaðir geymir „mjöðinn góða" í — hálf-tæmt stundum af hallærum og harðindum, svo tvísýnt var, hvers hlutur kæmi upp, lífs eða landauðn- ar, eða nærri brotinn saman í helgreipum landskjálfta og hraunflóða. Einhversstaðar í byggðar-hringnum þarna er bærinn Neslönd, þó ókunnugt auga rati ekki þangað í rétta átt, né hug- urinn gegnum tíðbrá tveggja alda. Hann er heldur ekki höfuðból, og ber líklega lágt. En á sömu öldinni sem Shakespeare hefir lokið við Hamlet, á þar heima ís- lenzkur bóndi, Illhugi Helgason, og hefir sér það að dægradvöl, að kveða rímur út af sömu sögunni sem Shakespeare gróf upp gullið í leikrit sitt, Amlóðasögu. Báðir fundu þeir, að það var lýsigull í þessum leir,. en ávöxtunaraðstæður þeirra gerðu gæfumuninn; íslenzki hagyrðingurinn gekk þar ekki jáfn heill til skógar eins og enski snillingurinn, hann átti ekkert leiklistar- fólk né hugskyggna áhorfendur að bak- hjarli, þó jafnvel Shakespeare hafi stund- um orðið líka að taka niður fyrir sig, til að þóknast þeim. Illhugi kvað fyrir þann aldaranda, sem leit á mannlífið líkt og Hanilet hjá Shakespeare, þar sem Hamlet slítur tryggðum við unnustu sína, Opheliu, með þessum orðum: -------„Komdu þér í klaustur! Kýstu að hlaða á heiminn syndabörnum?" Allt lífið er ein óhjákvæmileg stórsynd, eina vonin dauðinn og dómsdagur. Illhugi átti öðrum fremur úr flokki að tala. Sjálf- ur hafði hann erft ótilunna ættarfylgju, Mývatns-Skottu, eða Illhuga-Skottu. Hánn gekk með kvilla sumra manna, sem vita það, að andarnir hafa mikil mök við sig, hann var taugasýktur, geðveikur. Jónas Hallgrímsson hefði sagt hann „fylla breiða byggð með aumlegt þvaður," en hvað um gildir, Illhugi, og íslenzk alþýða þá, kvað af sér geðveikina hálfa með rímum, eins og kraftaskáldin holdsveikina, með sálmum sínum. Illhugi var ekki Shakespeare, en hann var Hamlet sinnar sveitar og tíma, hugur hans fetaði jökulinn á þúfunum, þó hann gengi ekki glerunginn á f jöllunum. En því kemur mér hann í hug, að af þess- ari skarðsbrún finnst mér ég vera í „ætt við það allt", sveit og öræfi, blítt og strítt, „lifandi menn og leidda haugum", jafnvel hraunkarla, sem breyta svip eftir veður- brigðum, sem standa eins og vofur gengn- ar á glapstigu, úti í næturauðninni, en hilla upp í morgunroðann, sem „skógar hug- mynda", sem séu að skapast, yfir tær- ustu lindum, sem til eru á jörð, niðri í bergbrunnum sínum, eða nýgræðingshrísl- una í hundrað hol-lófum. Þó kvað Hlhugi ekki fallegustu vísuna í öllum okkar Ambales-rímum — því fleiri fengust við þær en hann. Til þess varð annar, og á undan honum og í mansöng. Sjálfur Shakespeare sló ekki betur á sama streng: ,,Minn þó komist hugurinn' heim, að hreyfa mærðar-formi: ferst mér eins og fugli þeim, aem flýgur á móti stormi." Þarna er saga íslenzkrar þjóðar í tveimur línum. Hún hefir, í meira eh þúsund ár, „flogið móti stormi", en sífelt syngjandi og kveðandi, og fyrir það hefir hún „komist heim". Syngjandi og kveðandi býður hún þarna við dyrastaf sveitarinnar sinnar, íslenzka æskan, ung og gömul, úti í sumaránægju heimáhagans. Sálmurinn, sem hún syngur byrjar svona: • „Blessuð sértu, sveitin mín! sumar, vetur, ár og daga. Engið, fjöllin, áin þin — yndislega sveitin min! heilla mig og heim til sín huga minn úr fjarlægð draga." Höfundur sálmsins er einn í hópnum, hann, sem náði traustu taki á þessari tilfinning allra barna, sem var unun þeirra en ómálga, unz hann lagði þeim hana í munn með ljóðstöfum. En sést nokkuð út fyrir sveitar-fjöllin, úr þessu skarði þarna? myndi einhver spýrja. Sittu uppi eina nótt á einhverj- um góðum bóndabæ í þessari strjálbyggð, sem þér sýnist sitja hér úti í afskekkju veraldar, og þú verður þess var, að þetta alþýðufólk getur orðið andvaka yf ir spurh- um sjálfs sín, útí þá heima og geima, þess sem helzt er rætt og ritað um, í hópi þeirra, sem taldir eru spekingar og spá- menn fjölmennra þjóða. Sýnist nokkrum, að svona léttúð skorti hæfileikann til að hugsa fram á veginn, stikktu þá í vasa þinn, þegar þú kveður, tímariti, sem stofn- að er af alþýðumönnum innan þessa hér- aðs, taktu það svo upp í tómstund og lestu eitthvað í því, ef þú orkar við það, og hugleiddu, hversu stórt sveitarsvæði við þyrftum að hafa hér vestra, til að tína saman búandi karla, sem stæðu jafnvel að • líku verki! En, slíkt er þó enginn kyhbóta- búskapur! myndu sumir svara. Getur verið — en það gerir kannske góðan bú- þegn, og ef til vill eru mennirnir mætasta kvikféð í hverju landi sem er, og þrátt fyrir svona frátafir, hefir þetta hérað kom- ist yfir að ala sér upp sauðf jár-kyn, Bald- ursheims-féð, sem væri eins víðfrægt og Framhald & bls. 15. Landgangan í Norður-Afríku. Mynd þessi sýnir B andaríkjahersveitir, sem tóku þátt í innrás Banda- maima í Norður-Afríku, eru þær hér að fara í land við Arzeu, nálægt Oran Algeria.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.