Vikan


Vikan - 25.03.1943, Qupperneq 10

Vikan - 25.03.1943, Qupperneq 10
10 VIKAN, nr. 12, 1943 u in iii m i i II ! nci i iii i LIU Matseðillinn. Blómkálssúpa. 2 1. vatn, 500 gr. blómkál, 50 gr. smjörlíki, 50 gr. hveiti, 1—2 eggjarauður, salt, pipar. Blómkálið er lagt í kalt vatn, sem í er látið 1 teskeið edik og 1 teskeið salt. Síðan soðið þar til það er meyrt. Smjörið er brúnað, bakað upp með hveitinu og soðinu af blómkálinu. Síðast jafnað með eggjarauðunum. Sé blómkálið niðursoðið er það not- að eins og það kemur fyrir. „Frikandeau“. 1 y2 kg. læri, 50 gr. flesk, 50 gr. smjör. l’/i dl. vatn, % 1. rjómi, 10 gr. sagomjöl, salt, gulrætur. Kjötið er þvegið sinar og himnur teknar burt, skorið í sneiðar og barið með kjöthamri. Pleskið skorið i smá- ræmur, dregið með flesknál i sneið- amar, salti stráð yfir. Smjörið er brúnað, kjötið brúnað á sama hátt Óg ,,koteíettur“. Þegar það er vel brúnt, hellir maður heitu vatni yfir og lætur sjóða í 5 mínútur. Þá er rjómanum hellt í og soðið nokkrar mínútur. Kjötið tekið upp úr og sós- an jöfnuð með sagómélinu. Kartöfl- ur og grænmeti, ef til er, borið með. Rússneskar pönnukökur. 125 gr. hveiti, 125 gr. smjör eða smjörlíki, 2% dl. rjómi eða mjólk, 2% dl. vatn, 25 gr. sætar möndlur, sítróndropar, 5—6 egg, 50 gr. sykur. Smjörið er brætt, hveitið sett þar útí, þynnt út með sjóðandi vatni, tekið af eldinum og eggjarauðumar, sykrinum og vel söxuðum möndlun- um hrært útí, og síðast vel þeyttum eggjahvitunum og rjómanum, einnig þeyttum. Bakað á pönnu í þrennu lagi. Síðan er sulta látin á milli, flór- sykri stráð á efstu kökuna. Vorklæðnaður. Dragtin er úr dökkbláu ullarefni, pilsið með þremur fellingum, bæði að framan og aftan, jakkinn aðskorinn, kragalaus. Peysan er úr ljósgulu ull- argami. Þegar þér notið eggjarauður, hvort heldur er i súpur eða sósur, skuluð þér ávallt þeyta þær á sama hátt og hvítumar. Hverju spegillinn fékk áorkað. ====—= Eftir ALBERT FANCHER. ===== Sagan hefst á skrifstofu leynilög- reglumanns. Hann er á fimmtugs- aldri, þroskaður, reyndur, harðger, en jafnframt góðmenni, sem skilur mannlega neyð. „Fyrir skömmu siðan,“ sagði hann við mig, „kom til mín maður, fertug- ur eða þar um bil. Ég hafði þekkt hann nokkuð lengi, en aldrei séð hann neitt svipaðan því sem hann var þennan dag. Hann var í vandræðúm, og það svo miklum, að hann sá enga aðra leið út úr þeim en þá — að henda sér út um skrifstofugluggann hjá mér. Hann sagði mér sögu sína, með framúrskarandi hreinskilni. Hann var atvinnulaus. Skuldaði öllum. Var ósáttur við konu sína og fjölskyldu. Ég sárvorkenndi manninum. Allt í einu datt mér dálítið í hug. Ég sagði við hann. Taktu nú eftir. Er stór spegill í svefnherberginu þínu? Hann-sagði svo vera. Fyrir- tak. Farðu nú heim, og á leiðinni þangað, ferðu inn i einhverja bóka- búð og kaupir bók, er lýsir því, hvemig maður eigi að eignast vini. Hún kostar fimm krónur — hefur þú ráð á að eyða svo miklu? Hann sagðist hafa það. Ágætt. Hafðu bókina með þér inn í svefnherbergið. Aflæstu hurðinni. Farðu að speglinum og segðu sjálfum þér þetta, sem þú hefir sagt mér. Segðu það nákvæmlega eins og þú sagðir mér það og athugaðu þig gaumgæfilega í speglinum á meðan. Svo skaltu taka bókina, fletta upp einhverjum kaf la í henni og lesa hann áður en þú ferð að sofa. Gerðu þetta nokkrum sinnum og komdu svo aft- ur hingað til min. Það liðu um það bil-tveir mánuðir, þar til hann kom aftur. Þvílík breyt- ing. Ég ætlaði varla að þekkja hann. Hann var vel klæddur. Ánægja og lífsgleði lýstu úr svip hans. Hann sagði mér, að þegar hann hefði litið i spegilinn, hefði hann ætlað að sækja þangað meðaumkun — en ekki ráð- leggingu. Hann er gjörbreyttur maður. Nú hefir hann góða atvinnú. Skuldar engum og er sáttur við konuna sina. -— Það eina, sem ég gerði fyrir hann var þetta: Ég hjálpaði honum til þess að sjá sjálfan sig, eins og hann kom mér fyrir sjónir, daginn sem hann hugðist að fremja sjálfsmorð. Spegillinn kemur manni mest að gagni, ef maður athugar sig í hon- um, þegar liðan manns er verst — skapið slæmt, heilsan slæm, og manni finnst að öllum standi á sama um mann. Hvada árangri viltu ná? Það var sunnudagsmorgun, og Bert - vinur minn hafði lofað mér að koma klukkan níu, að hjálpa mér að búa til leikföng. Ég hafði allt tilbúið klukkan hálf átta og beiö. Klukkan varð níu og hún varð tíu, en enginn Bert kom. Mér fór að renna í skip, ég þaut i símann og hugsaði mér að láta Bert vita, hvað ég hugsaði um hann og öll hans loforð. Þá sagði afi mjög rólega: „Horace, ég ætla ekki að ásaka þig þó að þú sért reiður. En áður en þú hringir, skaltu spyrja sjálfan þig tveggja spuminga: „Hvaða árangri viltu ná? Og hvernig nærðu honum bezt ? Ef þig langar mest til að gera Bert ösku- vondan, svo að hann sé þér reiður í viku, þá segðu honum, um fram allt, hvað þú hugsar um hann. Ef þú á hinn bóginn vilt helzt fá hann til þess að hjálpa þér, væri þá ekki skyn- samlegra, að spyrja hann mjög kurteislega, hvort hann gæti ekki alveg eins komið í kvöld?" Hvernig hann sagði þetta — ekki sem skipun, heldur sem ráðlegging — hreif mig. Margoft síðar hefir það bjargað mér frá ýmiskonar vandræð- um, að spyrja sjálfan mig: „Hvaða árangri viltu ná? Og hvemig nærðu honum bezt?“ Avallt fyrirliggjandi. Einkaumboð: Jóh. Karlsson & Co. Sími 1707 (2 línur). SVErtBtoi) VESTURGÖTU 14 - Sími 3632 Hefir ávallt fyrirliggjandi: KÖKUK, BRAUÐ, KRINGLUR, TVlBÖKUR o. fl. Sendum gegn póstkröfu um land allt. • Góðar vörur. • Sanngjarnt verð. ! Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinn að ánægju. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.