Vikan


Vikan - 25.03.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 25.03.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 12, 1943 11 Framhaldssaga: . GIFT EÐA ÓGIFT ■ Eftir Betsy Mary Croker „Er það satt? Ja, hann leit í það minnsta út fyrir að vera heldri maður.“ „Það mun g'leðja hann að heyra, að þér hafið sagt þetta.“ „Ég á við, að hann virðist vera af góðu fólhá kominn, en ekki —“ hér nam hann staðar. „Auð- vitað gæti ég komizt að því, hver hann er, en ég get samt ekki verið að leita mér upplýsinga um þa.ð." „Ég skal seðja forvitni yðar. Hann heitir Wynne." „Hvað rithöfundurinn ? Og þér eruð þá frú Wynne?" „Ég get ekki neitað því.“ „Ja, hann hlýtur að vera ákaflega þolinmóð- ur, eða — „Hvað ætluðuð þér að segja?" „Nei, það er allt of ókurteist." „Þér þurfið ekki að óttast • mig, segið alveg skoðun yðar." „Jæja, eða þá er það svo, að hann er ekki mjög hrifinn af yður. Hefi ég á réttu að standa?" „Þér spyrjið of mikið, Tony lávarður," sagði. Mameiine og leit undan. „Ég skal einhvern tíma kynna ykkur, og þá getið þér spurt hann." „Það skal ég gera. En nú skulum við tala um eitthvað annað. Á frú Leach að fara með ykkur til Miðjarðarhafsins?" „Nei, alls ekki," sagði Madeline óvenju ákveðin. „Það er þá ekki ætlan yðar að vera með henni að staðaldri?" „Nei, hvernig dettur yður slíkt í hug?“ „Hún er iagleg kona, þótt hún sé sennilega komin yfir fimmtugt." „Hún er áreiðanlega ekki meira en þrítug." „Mér þykir leitt að þurfa að mótmæla yður, en ég held fast við staðhæfingu mína.“ „Konur eru aldrei eldri en þær líta út fyrir að vera." „1 því hafið þér á réttu að standa. Eruð þið frú Leach góðar kunningjakonur?" „Ja-á,“ sagði Madeline kuldalega. „Nú, þá er allt gott,“ sagði hann eins og hon- um hefði létt við svar þetta. „Við hvað eigið þér?“ „Pyrirgefið þér, ungfrú West, en nú verð ég að endurtaka svarið, sem þér gáfuð mér áðan: Þér spyrjið of mikið." F O r s ;i !>' a : Madeline er dóttir Wests ® * milljónamærings, sem grætt hefir fé i Ástralíu, en er nú kominn til Englands. Hún hefir, án vitundar föður- síns, gifzt Lawrence Wynne, fátækum lög- fræðingi. Vegna veikinda hans hafa þau átt við mikið basl að striða. Þegar faðirinn boðaði komu sína til Englands og sendi Madeline peninga, fór hún með mann sinn og son upp í sveit og skilur þá þar eftir, þegar hún fer að hitta föður sinn, af því að hún þorir ekki annað en láta hann fyrst um sinn halda, að hún sé ógift. Hún býr við auð og allsnægtir hjá föður sinum, en þegar Lawrence er albata flytst hann til London og tekur upp fyrra starf sitt og gerist auk þess rithöfundur. Madeline þorir ekki enn að segja föður sínum hið rétta, því að hann má ekki heyra annað en hún giftist aðalsmanni. Antony lávarður biður hennar og West er þess mjög fýsandi, að hún taki honum, en hún segir lávarðinum, að hún hafi enga löngun til að verða eigin- kona hans. Faðir hennar verður ákaflega reiður, þegar hann heyrir þetta, en ætlar þó að sjá, hverju fram vindur. West og gestir hans fara i smá skemmtiferð upp í hvilft eina þar nálægt, á leiðinni þaðah trúir Madeline Antony lávarði fyrir þvi, að hún sé gift. Madeline fer í skrifstofuna til Wynne, þegar hún kemur aftur til London, en hann er ekki við sjálfur. Hún skoðar heimkynni hans. Wynne verður hissa, er hann heyrir um heimsókn hennar. West gamli fer úr borginni og Madeline notar ' tækifærið til að heimsækja aftur mann sinn. Hún hittir þar tvo kunningja hans, sem undrast mjög heimsókn hennar. Lawrence er gramur, en hún fær hann með sér í leikhús. Þau hitta Tony lávarð í leik- húsinu. Madeline lofar Lawrence að segja föður sínum allt, en þessa nótt veikist hann hættulega. Frú Leach kemur á heimili West, Madeline til aðstoðar. Ákveðið var, að þau færu til Nissa, þegar föður hennar batnaði. Hún skrifar Lawrence, en er ekki búin að fá svar. Jessop kemur i heimsókn og frú Leach reynir að hlera samtal þeirra, en tekst það ekki. Tony vill fá hana með sér í leikhúsið, en man allt í einu, að hann hitti hana þar með ókunnum manni. „Og þér eruð að hneigjast að einhverju leyni- makki," sagði Madeline, en í sama bili opnaði þjónn einn dyrnar. Robert West kom inn og studdist við frú Leach; á eftir þeim kom þjónn með fangið fullt af púðum og teppum. Þetta var heilmikil fylking. Nú Voru nokkrir dagar þangað til fara átti í ferðalagið. Ungfrú West, faðir hennar og nokkr- ir gestir sátu sarnan í dagstofunni. Búið var að kveikja ljósin, Madeline bjó til te og bar fyrir gestina, en lafði Rachel tók eftir því, að hún var ekki í hinu venjulega, góða skapi sínu. Auðvitað var frú Leach þarna einnig, ennfrem- ur gamall ofursti, ásamt frú Veryphast, konu, sem var i mjög miklu áliti meðal heldrafólksms, og systir hennar. Að síðustu voru þar nokkrir liðsforingja. Frú Veryphast, frú Leach og syst- irin voru að ræða um hið háa verð hjá einni saumakonunni í bænum. Ofurstinn, húsráðandinn og Tony lávarður voru að ræða um hlutabréf og vexti, en liðsforingarnir helguðu dóttur húsráð- andans alla athygli sína. Allir voru því önnum kafnir, er þjónninn opnaði dyrnar og tilkynnti með hárri röddu: „Herra Wynne." Nafnið bar ekkert sérstakt með sér — nema fyrir Madeline og Tony lávarð. Madeline stóð eins og myndastytta. Kom Lawrence ef til vill til þess að gera einhvem hávaða? Ætlaði hann að beita rétti sinum? Hún dró andann djúpt, og henni fannst þessar sekúnd- ur langar sem ár. Hönd sú, er hélt á sykurkar- inu, var stirð og köld af ótta. Svo leit hún á föður sinn, sem ekki hafði hugmynd um, hvað yfir vofði, renndi ekki grun í, að maður sá, er nú þrýsti hönd Madeline, var tengdasonur hans. „Nei, komið þér sælir, herra Wynne," stam- aði Madeline um leið og hún leit hálf hrædd og biðjandi augnaráði á mann sinn. „Pabbi, má ég kynna þig fyrir Wynne?“ Gamli maðurinn varð strax hrifinn af hinni frjálsu og tiginmannlegu framkomu Wynne; fannst allt benda á, að maðurinn væri af góðu fólki kominn. Auk þess var nafnið Wynne gott nafn. Fyrir utan Tony lávarð, vissi enginn, hvað hér var um að ræða. Tony lávarður hélt ósjálfrátt niðri í sér andanum og starði með opinn munninn á hópinn. Er hann sá Madeline kynna mann sinn ofur rólega fyrir föður sínum, varð hann alveg forviða, eins og hann síðar játaði. Allt í einu snéri lafði Rachel sér við, leit á nýkomna gestinn og sagði svo: „Nei, eruð það þér, Wynne ? Er það mögulegt ? Mér datt ekki í hug, að ég mundi hitta yður hérna. Komið og t | I Minnsíu ávallt i I i *; c ! mildu sápunnar Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennurnar hvítar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. NIIFIX varðveitir hár yðar og auðveldar greiðsluna. Eyðirflösu og hárlosi. ^ Eliminðtes SCURF’DANDRUFF Haady.eonvenicntt safe to corry Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Sími 3183. POND’S er prýði kvenna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.