Vikan


Vikan - 25.03.1943, Qupperneq 12

Vikan - 25.03.1943, Qupperneq 12
12 VIKAN, nr. 12, 1943: aetjizt héma hjá mér og segið mér eitthvað akemmtilegt,“ og hún benti á legubekkinn hjá sér. „Ég er ekki rétti aðilinn til þess að tala um neitt skemmtilegt," sagði hann og þrýsti hönd þá, er hún rétti honum, en stóð kyrr fyrir framan hana. „Ö, þér getið verið reglulega skemmtilegur, þegar þér bara viljið. En ef til vill geymið þér það skemmtilega í bækur yðar. Eruð þér að skrifa nokkuð nýtt?“ spurði hún svo. „Nei, ekki sem stendur," svaraði hann fremur kuldalega. „Ég vissi ekki, að þér þekktuð fólkið héma," hélt hún áfram og snéri sér svo að Madeline. „í>ér hafið aldrei sagt mér það, Madeline mín, að þér þekktuð Wynne." Madeline lét sem hún heyrði þetta ekki og beygði sig yfir teketilinn til þess að fela hið föla andlit sitt. West gamli, sem af orðum lafði Rachel heyrði, að Wynne var maður, sem ætlaði sér að komast áfram í heiminum, og að hann skrifaði greinar, sem rætt var um, kallaði á hann og bað hann að setjast hjá sér og segja sér, hvað nú væri um að vera í heiminum. Gamla manninum geðjaðist augsýnilega vel að Wynne, og slík „ást“ við fyrstu sýn var óvenju- leg hjá honum. Madeline rétti manni sínum tebolla eftir beiðni föður síns og sá mállaus af undrun þessa tvo menn sitja hvom við annars hlið og tala um stjómmál, og vora skoðanir þeirra þar einkenni- lega líkar. Henni fannst sem hún sæi kiafta- verk ske fyrir augum sér. Prú Leach var það strax ljóst, að hér var eitthvað óvenjulegt á seyði. Gat það verið, að maður þessi væri sá, sem —? Nei, það var óhugsandi, hann var að öllu leyti hinn gjörvi- legasti, og engin ástæða fyrir Madeline til þess að leyna sambandi sínu við hann. Auk þess virt- ist hann ekki gefa ungfrú West mikinn gaum, þótt hún einblíndi stöðugt á hann og gæti varla svarað réttu til, er hún var spurð að einhverju. Nei, þetta var ekki hinn leyndardómsfulli vinur; Madeline hafði ekki verið svo heppin. En hann var kannske vinur þess manns og kom með skilaboð frá honum. Lafði Rachel sem langaði til þess að tala við Lawrence, settist hjá honum og gamla mann- inum og fór að taka þátt i samræðunum, sem vora mjög fjöragar. En þar sem þeim þótti báðum gaman að tala, fékk Lawrence tækifæri til þess að líta í kring- um sig í hinu skrautlega herbergi, sem frá öllum hliðum virtist hrópa til hans: „Peningar, pening- ar og aftur peningar!“ Og Madeline ríkti hér sem drottning; fyrir allt þetta hafði hún fómað honum og Harry litla, já, yfirgefið hann, fómað honum, það voru réttu orðin yfir það. Á meðan Madeline lék við lítinn hund, er lá í kjöltu hennar, og sýndi gestunum hann, svo að þeir gætu dáðst að honum og gaf honum mat, annaðist bóndakonan bamið hennar, bam Made- line, sem ekki þekkti móður sína, þá sjaldan það sá hana. Það virtist sem Robert West og hinn nýji vin- ur hans, hefðu mikið að tala um, og þeir höfðu ekki nærri lokið samræðunum, er gestirnir hver af öðram kvöddu og fóra. Madeline vissi, að Lawrence mundi bíða þar til þeir væru allir famir. Um leið og hann lét frá sér kaffibollann, hvislaði hann að henni: „Ég bíð þar til allir eru famir, ég þarf að tala augnabiik við þig eina." Að lokum var hann einn eftir, klukkan var hálf sjö, og hann stóð upp og kvaddi húsbóndann. West kvaddi hann mjög vingjamlega, og sagðist vona, að þeir hittust fljótlega, er hann kæmi aftur heim. Lawrence snéri sér nú að Madeline. „Herra Wynne hefir mikið yndi af málverk- um, pabbi, má ég sýna honum litlu sjaldgæfu myndina, sem þú keyptir um daginn," sagði hún við gamla manninn og hélt svo áfram um leið og hún benti á hliðarherbergið: „Viljið þér koma með mér hingað inn, herra Wynne, myndin hangir hér.“ Þegar þau voru komin inn, hvíslaði hún: „Komdu, stattu héma fyrir framan myndina, og segðu, hvað þú vilt mér.“ Það var mjög dimmt inni, og litla sem enga birtu bar á myndina; en það gerði ekkert til; ungi maðurinn stóð þar sem honum var sagt og mælti mjög alvarlega: „Ég er kominn, til þess að svara bréfi þínu munnlega." „Hvílík heimska, Lawrence! Þá er það, sem ég gerði bamaleikur. Hvernig þorir þú að koma hingað! Það var næstum liðið yfir mig, er ég sá þig koma inn.“ „Það er gott, að það varð ekki verra,“ svar- aði hann kuldalega. „En eftir því, sem þú skrif- aðir mér um líðan föður þíns, undrast ég, hversu brattur hann er.“ „Mundú, að það eru fjórtán dagar síðan ég skrifaði." „Já, ég gat ekki svarað fyrr, ég hefi verið að heiman." „Og þér er alveg sama, hvort ég skrifa eða ekki, hvort þú lieyrir frá mér eða ekki.“ „Ég fylgist með öllum þinum gerðum í blöð- unum, hvaða kjólum þú ert í, hvort heldur er í veizlum, kirkju eða þegar þú ferð í búðir. En það er ekki um það sem við þurfum að tala. Ég hefi nú kynnzt föður þínum, og í mínum aug- um lítur hann ekki út fyrir að vera nein mann- æta. Þú sást sjálf, hversu vingjarnlegur hann var við mig, svo ég trúi ekki, að játning þín hafi allt það hræðilega í för með sér, sem þú álítur. Þú dæmir skapgerð hans áreiðanlega rangt. Ég efa ekki, að við verðum góðir vinir áður en lýkur. Og honum mun koma til að þykja vænt um Harry.“ „Þvi miður get ég ekki verið þér sammála," svaraði Madeline. „En við megum ekki eyða tím- anum, Lawrence, og þú héfir ekki ennþá sagt mér, hvers vegna þú komst hingað." „Ég kom, eins og ég þegar hefi sagt þér, til þess að svara bréfi þínu munnlega, og ég er feg- inn að ég kom, nú skil ég betur afstöðu þína. Ég sé að þú ert umvafinn munaði, er hæfa mundi hertogafrú, sé að faðir þinn er ekki hinn sjúki og veiklyndi maöur, er þú hefir lýst fyrir mér, hefi kynnzt aðdáendum þinum, vinum þinum, hefi sem sagt, skyggnst inn í lífskjör þin, og veit nú, hver þau bönd era, sem binda þig hér, svo fjarri mér.“ „Og nú,“ hélt hann áfram, „þarf ég að segja dálítið meira við þig. Viltu núna undireins segja föður þínum sannleikann eða leyfa mér áð gera það. Undir svari hans er það komið, hvort þú ferð með honum til Miðjarðárhafsins eða ekki; því vilji hann taka bæði þig og Harry, þá er ég ekki á móti því að þú farir.“ Madeline hlustaði á hann með vaxandi andúð. Hvað mundu hinir léttlyndu vinir hennar segja — flestir þeirra ætluðu með — þegar þeir, í staðinn fyrir hina töfrandi ungfrú West, sæu fátæklega frú Wynne, einskonar glataða dóttur, er hefði gifst gegn vilja föður sins, og ætti þar að auki bam. Hún gat ekki þolað, að Lawrence hegðaði sér eins og hann væri húsbóndi hennar, er öllu jjéði. Ef hún léti undan nú, yrði hún alltaf að gera það. Því þurfti allan þennan gauragang, þó hún færi í þrjá mánuði með pabba sínum til Mið- jarðarhafsins. „Þú mátt til með að bíða, þangað til við kom- um heim,“ byrjaði hún. „Pabbi þolir enga geðs- hræringu. Að mánuði liðnum, verður hann ef til vill orðinn svo frískur, að ég geti sagt honum þetta.“ „Nei, nú bíð ég ekki lengur, ég er búinn að bíða heilt ár, og þú finnur alltaf einhverjar afsakanir. Þó ég geti ekki boðið þér heimili á borð við þetta, þarftu ekki að búa við neina örbirgð, faðir þinn er svo frískur, að hann getur vel verið án þii;, en bamið þitt þarfnast þín. Auminginn litli er lasinn og þú verður að vera kyrr hér og annast hann. Það er skylda þín. Ef þú vilt, getur þú flutt til Holst og búið þar svo lengi, sem þú vilt Þú varst einu sinni svo hamingjusöm þar, Maddie,“ endaði hann raunamæddur. Madeline svaraði ekki, en leit á hann mjög alvarleg. „Ég skal útvega hús með húsgögnum, i Nor- wood eða hvar sem þú óskar, Madeline," hélt hann áfram, „þangað til við getum fengið hæfi- lega íbúð hér í borginni." Þetta tilboð var hræðilegt í augum Madeline, Ef til vill fengi hún tvær stúlkur og tvær stofur; á bak við húsið svolítill garður, þar sem þurrka mætti bamafötin; Lawrence yrði að heiman allan daginn, og hún hefði ekkert að gera, nema að láta sér leiðast, engin falleg föt í vændum, enga skemmtilega vini, engin heimboð, sem sagt ekkert til tilbreytingar. RAGGI. OG MAGGI 1. Maggi: Afi! Þú braust rúð- una. Við skulum flýja í snatri! Afi: Ó! ó! Raggi: Eigum við ekki að reynaaðberj- ast við hann. 2. Maggi: Afi, komdu, við skul- um flýta okkur héðan! Afi: Ró- legir, drengir! Við verðum kyrr- ir hér og tökum þessu eins og menn, segjum bara manninum, hvað hefir skeð. Raggi: Of seint, hann er að koma. 3. Maðurinn:Ha! ha! ha! Sá sem braut rúðuna, skal svei mér fá á hann! 4. Maggi og Raggi: Afi! Afi! Bíddu eftir okkur!

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.