Vikan


Vikan - 25.03.1943, Page 15

Vikan - 25.03.1943, Page 15
15 VTKAN, nr. 12, 1943 JÖKULGÖNGUR. Framhald af bls. 7. ,,Merino“ að minnsta kosti, ef hagar þess næðu yfir tvær heimsálfur. Eitt er víst, svona leiðarmót er ekki lagsnauðasti leikurinn í landvörn sveitanna. Þetta fólk verður seint þorparalýður, það hefir sung- ið sig saman við sveitina sína. Allsstaðar gengur sama sagan: borgir eyða byggðum, hér í landi líka, unz þær lenda með iðnaðar-þjóðirnar á alheims- hreppinn, og þar er búist um á sama hátt eins og Svaði gerði í hallærinu forðum, öreigunum hrundið fyrir ætternisstapa styrjaldanna, svo enn verði þeim lengra lífs auðið á afskiptunum, sem öflugastir eru. Synir og dætur sveitanna flytja sig inn í iðnaðarborgirnar, niðjar þeirra flest- ir sökkva þar ofan í sorpið með tímanum. Erum við „Kanada-íslendingar“ ekki til þess ættkjörnir, að fresta þeim forlögum, sem mest við megum, syngja okkur sam- an við sveitirnar okkar? Kanada sjálf á engan þjóðsöng enn, sem leiftrar svo af landshelgi, að birti yfir búskapnum — eins fagurt það er þó og framdreymið. Hér eru engir söngvar til enn í alþýðumunni, sem lyfta vængjum hugsananna yfir sléttan leirinn, engir ómar, sem ekki eru hásir af mörhljóði umsýslu og ábata. Séð hefi ég kafla úr erindi eftir skáld- goða Noregs, Björnson, þar sem hann ágætir Norðmenn, sem eftir sátu, en flýðu ekki land sitt forðum upp úr Hafurfjarðar orustu, eins og Islendingarnir, því þeir hafi ekki svikizt úr leik, að gera garðinn frægan. Farfýsi og metnaður okkar Is- lendinga væri þar, að vísu, búin til mót- mæla. En ef þú kemur einhverntíma, er- lendur og ókunnur orðinn, í syngjandi sveit fornra ættstöðva, myndu tilfinningar þínar finna bót í máli Björnsons, þær "höggva þá svo nærri sjálfum þér, að þér yrði unnt að afsaka, ef ekki réttlæta, þá þjóðrækni, sem lítur á landflóttamanninn næstum eins og trúníðing. Að sönnu hefðu Norðmenn glatað öllu því, sem þeir glöt- uðu, þó íslendingar, þeir fáu sem út fluttu, hefðu allir setið kyrrir, og tvísýnt, að sá Björnson og nýi Norvegur, sem síðar rann upp, hefði til orðið, hefði enginn Snorri komið fram né ísland byggzt. Hversu langir sem vetrar verða, kemur þó ætíð sá dagur, að sumarið syngur: Blessuð sértu, sveitin mín, yfir öllum lönd- um, sunnan frá miðjarðarbaug norður fyrir Greipur Grænlands. Vorhugur ís- lenzkrar tungu og íslenzkra ljóða á sér enn dag, til að verða jafn langkvæður. Tilkynning. Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur 4. þ. mán. var sam- þykkt eftir tillögu heilbrigðisnefndar: Að banna öllum mjólkursölubúðum að nota trektir við mælingu mjólkur og rjóma, og kref jast, að mjólk og rjómi sé einungis afhent í ílát, sem ekki þurfa að snerta mjólk- urmálin. Að fyrirskipa, að afgreiðslustúlkur í mjólkur- og brauðabúðum noti kappa, sem skýli hárinu til fullnustu meðan á afgreiðslu stendur. Ákvæði þessi ganga í gildi 1. apríl n. k. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem reka mjólkur- og brauðsölubúðir hér í bænum. Lögreglustjórinn í Reykjavík. Vélaverkstœði Sig. Simi 5753. Skúlatúni 6 Reykjavík. Sími 5753. FRAMKVÆMIR: Vélaviðgerðir, Vélsmíði, Uppsetningar á vélum og verksmiðjum. Gjörum við oq qjörum upp bátatwóforo. SMlÐUM ENNFREMUR: Síldarflökunarvélar, Iskvarnir, Rörsteypumót, Holsteinavélar. (>:»:»»»»:»:»:»:»:»:»»»»»»:»:»:»:»:»:»:»:»»;•* tautaði hann. Svo rakaði hann, þar Að oska ser ™ til allt var komið á einn stað. „Sérðu? Með þessu móti lætur maður óskir Ég horfði á Jón gamla raka saman sínar rætast,“ sagði hann. „Byrjaðu laufin. Garðflöturinn var stór og Jón bara, og gerðu hlutinn eins og þú lét ekki eitt einasta laufblað verða óskar að hann verði.“ eftir. Þetta atriði festist í minni mér. „Jón,“ sagði ég, „væri það ekki dá- Seinna, er ég rannsakaði lif vísinda- samlegt ef þú þyrftir ekki annað en manna, siðabótamanna og annarra, óska þess, að blöðin færu öll í eina sem afköstuðu ótrúlega miklu, komst hrúgu?“ ég að því, að þeir fylgdu reglu Jóns. „Ég þarf ekki annað," svaraði Allar framkvæmdir þeirra voru hann um hæl. árangur af óskum þeirra — þeir „Gerðu það þá,“ sagði ég. hættu aldrei við hálfunnið verk. „Blöð, farið þið öll í eina hrúgu,“ Isabel B. Moncure. Alþingishátíðin 1930 Þa.r sem í ráði er að gefa út á þessu ári stóra og vandaða bók um alþingishátíðina á Þingvöllum 1930, eru það vin- samleg tilmæli undirritaðs, sem gefur bókina út, til allra þeirra, er eiga kunna í fórum sínum Ijósmyndir frá hátíð- inni á Þingvöllum, ferðalögum hátíðagesta, erlendum skipum í Reykjavíkurhöfn, erlendum eða innlendum há- tíðagestum og öðru varðandi alþingishátíðina, að þeir láni útgefanda myndir sínar til athugunar og birtingar, ef þess er óskað. Þess er fastlega vænst, að allir þeir, sem myndir eiga frá alþingishátíðinni, bregðist vel við þessari málaleitan, til þess að myndasafnið í bókinni geti orðið sem full- komnast. Myndirnar má senda til prófessors Magnúsar Jónsson- ar, Laufásveg 63 (er semur bókina) eða H.f. Leiftur, Tryggvagötu 28, Reykjavík. Allar myndir verða endur- sendar óskemmdar. Æskilegt er, að myndirnar séu greini- lega merktar nafni sendanda, auk þess sem nauðsynlegt er, að tekið sé fram, hvar myndin er tekin. Ef einhverjir kynnu að hafa í fórum sínum eitthvað af þeim opinberu ræðum, sem fluttar voru að Lögbergi, eru þeir vinsamlega beðnir að láta prófessor Magnús Jónsson vita um það. H.F. LEIFTUR. TMSia '1831 ðdíWISTfc

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.