Vikan


Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 1
Nr. 13, 1. apríl 1948. MbbU Nora-Magasin Frceðslumálin á IslandL Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri, hefir skrifað eftirfarandi grein fyrir Vikuna um fyrirkomulag pessara mála hér á landi: ARIÐ 1907 voru samþykkt á Alþingi fyrstu lögin um almenna skólaskyldu og fræðslu barna á aldrinum 10—14 ára. Átti Jón Þórarinsson, skólastjðri í Flensbórg og síðar fyrsti fræðslumálastjóri á Islandi, drýgstan þátt í samþykkt þeirra. Sama ár voru og samþykkt lög um Kennaraskóla íalands. Lög um fræðslu barna hafa verið endurskoðuð og þeim breytt tví- vegis síðan, 1926 og 1936, en meginatriði upp- runalegu laganna frá 1907 eru í gildi enn í dag, og til þeirra á embætti fræðslumálastjóra rætur að rekja, þótt ekki væri sett ákveðin lög um það fyrr en síðar. Með iögunum um skólaskyldu barna, stof'nun kennaraskóla og störf fræðslumálastjóra hófst nýr þáttur i skólasögu landsins. Nú eru á öllu landinu, auk Háskóla Islands, um 300 framhaldsskólar og barnaskólar, kostaðir af rikinu að nokkru eða öllu leyti. Framhaldsskól- arnir eru nálægt 50, en barnaskólar um 250. Stjórn og fyrirkomulag fræðslumálanna er, í ðrfáum orðum sagt, á þessa Jeið: , Stjórn og f járreiður barnaskólanna allra og flestra framhaldsskóla eru aðallegaíhöndumskóla- stjóra og skólanefnda, en nokkrir framhaldsskólar hafa þó engar skólanefndir. Formenn skólanéfnda eru skipaðir af fræðslumálastjórninni og eru um- boðsmenn hennar. Fyrir barnaskólana er skóla- ráð og eiga áæti í því stjórn sambands íslenzkra barnakennara, skólastjóri Kennaraskólans og fræðslumálastjóri, og er hann formaður ráðsins. Fjórir námstjórar ferðast nú um landið og hafa eftirlit með barnaskólahaldinu og starfi skóla- nefnda. Þeir eru fulltrúar fræðslumálastjóra. En fræðslumálastjóri er ráðunautur og aðstoðarmað- ur kennslumálaráðherra um skólamál. En kennslu- málaráðherra hefir, eins og kunnugt er, æðstu völd allra skóla- og kennslumála landsins. Æðsta menntastofnun landsins, háskólinn, er undir stjórn háskóíaráðs og kennslumálaráðherra. — Viðvíkjandi verkahring fræðslumálaatjóra má i stuttu máli taka eftirfarandi fram: Samkvæmt gildandi lögum er kennslumálaráðu- Framhald a bls. 3. Jakpb Kristinsson fræðslumálastjórí.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.