Vikan


Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 2
VTKAN, nr. 13, Í943 Pósturinn Ksera Vika! Mig: langar að biðja þig að gera svo vel, ef unnt er, að gefa mér upplýsingar um, hvar ég fæ bækur um leikrit, eða um ævi og starf þekktra leikara. Bækurnar verða helzt að vera á islenzku eða þýzku. Mega þó vera á ensku eða einhverju Norðurlanda- málanna. Með fyrirfram þakklæti fyrir fljótt svar og birtingu. Leiklistaráhugamaður. Svar: Á þessu sviði er ekki um auðugan garð að grisja i íslenzkum bókmenntum. Engin einstök bók er hér enn til um þessi mál, en við höf- um áreiðanlegar fregnir um það, að Lárus Sigurbjörnsson rithöfundur sé búinn að semja sögu leiklistarinnar á Islandi og mun hún væntanlega koma út á þessu ári. Þá er og vert að benda á það, að Lárus hefir skrif- að leiklistargreinar. í Eimreiðina og mun þeirra að leita í tímaritinu allt frá árinu 1934. Svo má og fá ýmsan fróðleik í Leikhúsmálum Haraldar Bjömssonar. — Á dönsku er til leik- listarsaga eftir Karl Mantzius og gæti hugsast, að hún væri til hér í söfnum. Leiklistarsaga eftir Cheney mun hafa fengizt hér í bókaverzlun- um. Á þýzku er hægt að benda á bók eftir Joseph Gregor. Kæra Vika! Vilt þú vera svo góð, að segja mér, hvað orðin „Prince Noir“ þýða, og hvernig á að bera þau fram? Virðingarfyllst, Inga. Svar: „Prince Noir“ þýðir hinn srvarti prins og er framborið Prins noar. Kauptu! (ekki keyptu). Sú villa hefir slæðst inn í svar við bréfi í síðasta {lósti að segja eigi keyptu. Þetta er auðvitað rangt. Rétta myndin er kauptu. — Aftur er rétt að segja: Þessu keyptu þeir, og hann skal komast að því keyptu. Eskifjörður, 23/3 1943. Kæra Vika! Viltu svara þessari spurningu. Hvaða íslendingar komust í úrslit á Olympiuleikjunum í Berlín. , Högni. Svar: Okkur er tjáð, að í úrslit hafi enginn Islendingur komizt. En Sigurður Sigurðsson hafði náð svo góðum árangri í þrístökki, að hann fékk að halda áfram keppninni eftir fyrstu þrjú stökkin. Til þess að fá það urðu menn að hafa stokkið yfir 14 metra. En einungis fjórir þeir beztu komust í úrslitakeppnina. Dr.lheol. JÓN IIELGASON: Árbækumar skýra frá öllu því helzta, er gerzt hefir í Reykja- vík i 150 ár. Ekki er allt gull, sera glóir. Ungur piltur, 19 ára eða þar um bil, mætti til herskráningar, klædd- ur svartri regnkápu og með skip- stjórahúfu á höfðinu. Þegar hann fór úr kápunni, kom í ljós á ermi hans merki óbreyttra liðsmanna. „Hvað ert þú eiginlega?" spurði sá, sem átti að skrá. „Hvað ég er? Ég er Smith merkis- beri?" „Hvers vegna ertu með skipstjóra- húfu?“ „Ö, er það skipstjórahúfa ? “ svar- Maðurinn á myndinni er einn af fjórtán blindum mönnum, sem vinna í flugvélaverksmiðju nokkurri i Kaliforníu. .Hundurinn hans fylgir hon- um frá og til vinnu. aði pilturinn. „Ég vissi það ekki. Ég keypti einkennisbúninginn i fyrra- dag, og húfuna tók ég af því að mér fannst hún fallegri en þessar alveg sléttu, svo var hún ekki nema fjór- um dollurum dýrari." Pasteur og silki-iðnaðurinn. . Imyndunaraflið er gullnáma mann- anna, sé því beint í rétta átt. Hér fer á eftir eitt dæmi. Pasteur, sýklafræðingurinn mikli, var fenginn til þess að bjarga silki- iðnaðinum frangka. Silkiormurinn spann ekki lengur lirfuhýðin, sem silkið er unnið úr. Á ormana voru komnir litlir, brúnir blettir, sem rétt aðeins sáust. i Pasteur vissi ekkert um silkiorma. Hann var vísindamaður, sem lagði stund á gerlafræði. En hann kunni að notfæra sér smásjána betur en sérfræðingarnir i silkiormarækt kunnu. Hann komst að því, að þessir blettir voru lifandi dýr, sem eyði- lögðu ormana. Hann fyrirskipaði að leita áð ormum með engum blettum og að hirða aðeins þeirra egg, eyði- leggja öll önnur. Með þessu bjargaði hann silki-iðnaðinum. HEILBRIGT LIF, hið merka tímarit Rauða kross íslands, er ný- komið út, 1.—2. h. 1943. — Efni þess er sem hér segir: Próf. G. Thoroddsen: Mataræði barnshaf- andi kvenna. Yfirlit um heilsuvemd kvenna um meðgöngutímann („antenatal care“). Einkum gefnar leiðbeiningar um, hvemig afstýra megi meðfæddri veilu bamsins og heilsubilun móður- innar með því mataræði, sem bezt hentar þung- aðri konu. Lýst nýjustu hugmyndum um gildi steinefna og fjörefna fyrir fóstrið og móðurina, og hvernig koma má i veg fyrir meðgöngueitrun konunnar með saltlausum mat og sem minnstri vökvun. — Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir: Berklavamir líkamans. Höf. lýsir almennu við- námi manna gegn sýklasjúkdómum, einkum berklaveiki, og áhrifum erfða, efnahags, viður- væris, atvinnu og bamsþunga á gang sjúkdóms- ins. Ennfremur er sagt frá ónæmi, sem kann að vera meðfætt eða áunnið. Loks lýst bólusetningu gegn berklaveiki, sem berklayfirlæknir hyggur, að muni eiga framtíð fyrir sér, en verður tæp- lega komið við hér á landi fyrr en að lokinni styrjöldinni. — Ritstjóraspjall. Kaflamir eru: i) Heilsuvernd um meðgöngutímann. 2) Ávextir og sælgæti. 3) Náunganskærleiki. 4) Verðlaunuð berjatínsla. 5) Mannsbani, eins eða fleiri (sull- varnir). 6) Er sykur hættulegur? 7) Fyrstu land- nemarnir (lús á lslandi). 8) Islenzkir læknar. 9) Merkjalínurnar (berklarannsóknir í Hafnar- firði o. fl.). 10) Raddir lesendanna. --- Próf. Níels P. Dungal: Virus. Svo nefnast sóttkveikjur, sem em svo smáar, að aðeins þær stærstu sjást í smásjá. Ýmisleg virus valda: Áblástri, bólusótt, inflúenzu, kvefi, mislingum, hlaupabólu, mænu- sótt, útbrotataugaveiki, hundapest, lungnapest, hundaæði og gin- og klaufaveiki. Höf. lýsir þess- um örsmáu lifverum frá sjónarmiði lækna og líffræðinga.— Dr. G. Claessen: Rafsjá (electron- microskop). Þetta er rafmagnstæki, sem stækk- ar margfalt á við smásjá, þannig að bakteríur sýnast risavaxnar, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Vafalítið verður hægt að fi'nna ýmisleg virus (smásýkla) í rafsjá, þótt þeir séu ósýni- legir i smásjá. — Dr. Júlíus Sigurjónsson: Sull- ormar og fleskormar. Lýst báðum lífsstigum ormsins, sem veldur sullaveiki, þ. e. a. s. band- ormi hundsins, og sulli í mönnum og skepnúm. Sagt er frá, hvernig mætti útrýma þeim. Enn- fremur er greint frá hættulegum ormi i holdi svínanna, sem búast má við, að geri e. t. v. vart við sig hér sem annars staðar. — Dr. G. Claes- sen: Steinefni líkamans. Talin upp þau ólífrænu efni (málmar o. fl.), sem fundizt hafa í manns- líkamanum, ætlunarverki þeirra og afdrifum. Sagt frá magni steinefnanna og i hvaða mat þau koma helzt fyrir. — Rauðakross-fréttir m. mynd- um, ásamt smágreinum, ýmislegs efnis, er nefn- istc „Sín ögnin af hverju". — Dr. G. Claessen: Fyrsta aldursárið. Lýst heilsúvernd í Bandaríkj- unum, eins og hún er framkvæmd við bam frá fæðingu, þangað til það er ársgamalt. — Ólafur Geirsson: Ritdómur um „Nýjar leiðir" eftir Jónas Kristjánsson. Bent á ýmislegar fræðilegar villur i þessari bók, en farið loflegum orðum um við- leitni höf. að brýna fyrir almenningi holla íifh- aðarháttu, hreinlæti og reglusemi. Ritdómarirtn leiðréttir þann misskilning sumra manna, a,ð þekkingin um gildi vítamíns o. fl. séu einkaeign sérstakra fræðimanna. — Dr. G. Claessen: Syk- umeyzla í Bandaríkjunum. Birtar hugmyndir manneldisráðsins þar i landi um, að hve miklu leyti sykur sé heppilegur í daglegu fæði, án þess að það komi að sök vegna hörguls á fjörvi og steinefnum. Ekki er minnst á, að krabbamein muni stafa af sykumeyzlú. Utgefandi: VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, fiirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.