Vikan


Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 4
VTKAN, nr. 13, 1943 HEIGULLINN. <§77iásaga frá ffffeaícó. ÞAÐ er ekki skemmtilegt að vera. á þessum stað með annarri eins bleyðu og þér.“ Box var öskuvondur. Carlton anzaði ekki. Hann hneig niður í einu horni klef- ans, lamaður á sál og líkama, og hafði ekki þrek til að andmæla. Félagi hans, hár og þrekinn, gekk yfir í hitt horn klef- ans, staðnæmdist við gluggann og horfði át á milli grindanna. Carlton virti hann fjrrir sér. Fangavörðurinn, lítill, feitur og leggja- stuttur, sat fyrir utan járngrindahliðið á einhverju, sem líktist stól. Öðru hvoru ýtti hann þessu fram og aftur, og við það þeyrðist urgandi hljóð. Þetta hljóð verk- aði eins og nálarstunga í opið sár á taug- ár vesalings Carltons. Boz hafði reynt að fá hann til þess að flýja með sér. Hann ætlaðist til, að Carl- ton létist vera veikur, og á þann hátt fepgju þeir fangavörðinn til þess að koma inn í klefann. Er þangað kæmi, mundu hin- ar stóru hendur Boz fljótlega gera hann óvirkan um stundarsakir; en Carlton þorði ekki. Það var ástæðan — hann hafði ekki kjark til þess. Hann.var viss um að þetta mistækist. Og þó ... Það var eitt- hvað, sem þrengdi að kverkum hans, og virtist ætla að kæfa hann. Fangavörður- inn hafði sagt þeim, að það ætti að skjóta þá í fyrramálið við sólarupprás. Boz mundi hafa framkvæmt þetta verk einn, hefði hann getað; en hann vissi, að fangavörðurinn hræddist hann óstjórn- lega mikið og hataði að sama skapi. Hann mundi því láta hann deyja, án þess að koma honum til hjálpar eða sækja lækni. Það varð hljótt í klefanum. Dagur leið að kvöldi. Eftirlitsmaðurinn kom og gægð- ist inn á milli grindanna og lagði nokkr- ar spurningar fyrir fangavörðinn, er svar- aði þeim játandi. Að því búnu kveikti hann á skítuga olíulampanum fremst í gangin- xim og fór. Tíminn leið og óðum styttist til sólar- uppkomu. — Carlton var að' verða frá- vita af hræðslu. Allt í einu heyrði hann á andardrætti Boz, að hann var sofnaður. Áð geta sofið, eins og á stóð! Carlton reyndi að sofna, en hugsunin um það, sem ske átti í dögun — gönguferðin, á meðan allir aðrir svæfu — gröfin, dimm og köld -— fyrirskipanir — hljóðið, þegar gikkur- ánn yrði dreginn upp. Æ, æ! Hann hrökk upp og starði óttaslegnum augum fram fyrir sig. Er hann renndi augunum í áttina til járagrindanna, sá hann fangavörðinn nálgast, hratt og hljóðlaust. Carlton spratt upp. Gat það verið,. að hann sæi sýnir? Var hann að dreyma, að fangavörðurinn gæfi honum bendingu? Nei, hann var vakandi! .Skjálfandi á beinunum gekk hann hægt yfir klefagólfið í áttina til dyr- anna, sem vörðurinn opnaði hægt og hljóðlega. Fangavörðurinn benti honum fram hálf- dimman ganginn, og hvíslaði með sinni einkennilegu röddu: „Flýttu þér! Hún bíður.“ Án þess að skilja, hvað um var að vera, þaut Carlton fram ganginn, vitandi það eitt, að þarna beið frelsið hans, ef hann ætti að öðlast það á annað borð. Um leið og hann kom út, sá hann eitthvað nálgast sig. Lítil hönd þreif í handlegg hans og dró hann með sér gegnum myrkrið, út úr ganginum, í gegnum þétta bambusrunna, að opnum dyrum, inn í uppljómað her- bergi. Er hann áttaði sig, starði hann í andlit ungrar konu. Hún hrópaði upp og hörfaði aftur á bak, er hún sá hann. „Ó, þér eruð ekki Boz! Eg ætlaði að bjarga honum! Ó, hvað hefir komið fyrir.“ Hún hallaði sér titrandi upp að veggn- um. Carlton riðaði við. Allt í einu skildi hann, hvað hafði komið fyrir. Þetta var dökkeygða stúlkan, sem hann hafði svo oft séð með Boz — dóttir eins af vinum Aguinaldos. Einhver er mátti sín mikils — ekki þó svo, að sá hinn sami þyrði að koma fram opinberlega — hafði komið því þannig fyrir, að Boz gæti sloppið. En vegna mistaka fangavarðarins var það Carlton, sem slapp í hans stað. Hún sá þetta samstundis og hún leit á hann. „Ég ætlaði ekki að hjálpa yður — það lllllllillllllllllllinMllllMlllllllllllllHlllllniiuiiiniinuiiimiiimuMiMimimw | Vitið þér það? I I i j 1. Eftir hvem er þetta erindi: Þá grannar vorir hittast hér, hver þá öðrum bjóða fer hesta kaup og hrossa; það er þeirra eðli og art, ekki láta á meðan spart, kjassmælin og kossa. | 2. Til hvaða tungumála má rekja öll j rómversku málin? | 3. Hver bjó fyrstur í Odda á Kangárvöll- í um? j j 4. Verpa krókódílar eggjum? j 5. Hvaðan er höfðaletrið íslenzka komið ? | j 6. Hver er stærsta eyðimörk i heimi? | 7. Hvenær voru lög fyrst bókfest á Is- = landi ? | 8. Hver er stærsti fugl í heimi? 5 | 9. Hver var stærsti verzlunarstaður á I Islandi á 15. og 16. öld ? | 10. Hvaða forseti Bandarikjanna bjó fyrst | i í Hvíta húsinu? | Z E Sjá svör á bls. 14. i i 3 iiiimunwiiHiuiinMiiiiiniuiiuininwniiwiim iiiiiiihwiwiwiiiiiiww eruð ekki þér, sem ég elska — það hafa orðið einhver mistök,“ stundi hún. Carlton heyrði vindinn ýlfra, hljóðið barst til hans í gegnum vegginn. Vindur- inn kom ofan af hæðunum. Hins vegar við þær, væri hann öruggur. Hann snéri sér í áttina til dyranna — nam staðar — heigull! — Honum flaug skyndilega í hug, hvað Boz hafði kallað hann. „Talaðu við varðmanninn," sagði hann við stúlkuna. „Nei, nei! Ég hafði meðferðis eina skip- un — og hún gilti aðeins fyrir einn. Hann þorir það ekki. Ef þið slyppuð báðir mundi fólkið komast að þessu. — Ó, Boz! —.“ Hann skildi, við hvað hún átti. Tæki- færið var þarna fyrir þann sem slyppi, en hinn sem eftir yrði, hans beið aðeins eitt — dauðinn! Hún þaut skyndilega upp. „Ég læt taka yður fastan!“ Svo var eins og hún áttaði sig allt í einu á, hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir hana sjálfa. Andartak horfðust þau í augu. Svo yfir- bugaðist hún — áður þrekmikil kona, nú grátandi og sorgbitin stúlka. Carlton hall- aði sér stöðugt upp að veggnum og horfði á stúlkuna. Hann vissi, að Boz unni henni af öllu hjarta — því oft áður fyrr, meðan þeir voru vinir, hafði hann talað um þessa stúlku. Hvað átti hann að gera? Hann heyrði stöðugt vindinn úti fyrir, eins og hann kallaði til hans að koma. Hann snéri sér við einu sinni enn, og hélt í áttina til dyr- anna. Aftur heyrði hann greinilega í huga sér rödd Boz, hvassa, kuldalega, segja — heigull! Tennurnar glömruðu í munni hans. Hann snart öxl hennar. „Heyrðu! Ég er ákveðinn að fara aftur í fangelsið. Segðu fangaverðinum frá þess- um mjsgripum, svo að hann láti Boz lausan.“ Andlit stúlkunnar ljómaði af gleði. Hún fylgdi honum sömu leið til baka. Hann varð að taka á allri sinni orku, til þess að geta yfirunnið löngun sína til að hlaupa eitthvað út í myrkrið. I stað þess fór hann aftur inn. Varðmaðurinn gapti af undrun, er hann sá þau koma aftur. Carlton hvíslaði að honum, hvernig í þessu lægi. Hægt og hljóðalaust opnaði hann klefadyrnar. Carlton þreifaði sig yfir í hornið og ýtti við Boz. Hann umlaði eitthvað og reis upp. Carlton benti honum á opnar dymar og varðmanninn. Á næsta augnabliki var Boz við dymar. Varðmaðurinn hvislaði að honum nákvæmlega sömu orðunum og að Carlton áður. Boz hvarf. Dyrnar lokuðust aftur. Carlton hneig örmagna niður á gólfið. Hann átti þá ósk eina, að hann fengi áð deyja fyrir sólaruppkomu. Uti fyrir ýlfr- aði vindurinn stöðugt; en hann lá hreyfr ingarlaus. Pramhald á bla. .14. .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.