Vikan


Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 13, 1943 Seðillinn er tekinn af kistunni, áður en hún fer frá London — og í vasa Austins Harvey fann ég seðil merktan Southend—London, — einmitt þann sem vantaði. Austin fyigir þeim á brautarstöðina. Gat hann hafa tekið seðilinn ? Og hvenær hefir hann skrif- að stafina á kistuna? Hvers vegna hafði hann gert það? Jíg náði í bréfið frá honum og bar skrift- ina á þvi saman við skriftina á kistunni, og fann ekkert sameiginlegt; stórt H í bréfinu var einna likast prentstöfum. Francois benti mér á rithandarsérfræðing, sem ág lét svo athuga skriftina, þó ég væri mjög van- trúaður á slíka menn. Þessi franski rithandarfræðingur, gaf strax þnan úrskurð, að Philipp Harvey hefði ekki skrifað stafina á kistunni. Frá sérfræðilegu sjón- armiði var mismunurinn auðsær. Hann áleit ekki heldur, að Austin hefði gert það. Eftir að ég hafði borgað honum fór ég að leita að ungfrú Simpkinson, því væri þess nokkur kostur varð ég að hafa tal af henni. XXII. KAFLI. Alit ungfrú Simpkinson. Lögreglan gat ekki haft ungfrú Simpkinson í varðhaldi; það höfðu engar nýjar kærur borizt á hendur henni. Eftir að hún fékk kistuna sina frá London, kom í ljós, að allt sem þjónustustúlkan hennar hafði sagt, var rétt. Lögreglan i London reyndi eftir beztu getu að hafa upp á þeim, er komið hafði með kistuna til Dover. Frii Simpkinson fékk mjög slæmt taugaáfall, og læknirinn lagði blátt bann við, að hún væri yfirheyrð strax. Ég gat ekki annað en brosað illgirnislega, er ég heyrði, að lögreglan elti á röndum gamlan, sköllóttan mann, sem var á leið til New York. Nii sá ég, að það var mikils virði, að nafn Phil- ipps stóð hvergi í bókum leðurvöruverzlunarinn- ar. Fyrr eða síðar hlaut þó að koma að því, að þeir uppgötvuðu að Philipp var einn í húsinu með frænku sinni morðnóttina, og það varð líka, en of seint. Þegar loks mátti yfirheyra frú Simp- kinson, gaf hún strax þær upplýsingar, að lík- legast væri Philipp morðinginn. Ég komst að því í París, að lögreglan átti mjög erfitt með að fá nokkrar upplýsingar hjá Austin Harvey. ,,Hann veit ekkert um þetta mál,“ sagði lög- reglustjórinn við mig. Hvernig gat staðið á þesr.u, að Austin Harvey, sem vár svo örlátur á allar upplýsingar við mig, virtist helzt vilja, að lögreglan leitaði alveg í blindni ? Lögreglan franska gaf leyfi til þess, að ung- frú Simpkinson flytti í gistihús skammt frá sjúkrahúsi því, er móðir hennar lá i. Þar hitti ég hana aftur, og mér brá i brún, er ég sá hana. Hún hafði augsýnilega liðið mikið. Ég gerði mér háar vonir um árangurinn af þessu samtali. Hún bauð mér mjög virðulega sæti og beið þess að ég spyrði hana. Gr augum hennar skein angist og kvíði. ,,Ég er hér með Philipp Harvey ungfrú," sagði ég um leið og ég settist. „Einmitt það, sagði hún og strauk fellingamar á kjólnum sínum. ,,Til hvers kom Harvey hingað ?“ „Hann er að flýja frá Englandi." „Hvers vegna og hvert?" „Fyrst vil ég svara seinni spurningunni. Hann vonast eftir að komast óhindrað til Marseille, í fyrramálið, og þaðan ætlar hann til Suður- Ameríku. Komist hann þangað —.“ „Er þetta satt,“ hrópaði hún, og missti nú alla stjórn á sér. — „Það vona ég.“ „Guði sé lof!“ sagði hún hlýlega. „1 hreinskilni sagt, góða ungfrú, þá hefði lögreglan átt að vera búin að handtaka hann fyrir löngu — en sem betur fer er það nú ekki, en maður veit aldrei, hvað fyrir kann að koma.“ „Við skulum vona, að honum takist að flýja.“. Ég sá nú, að ef ég átti að verða nokkurs vís- ari, varð ég að ganga hreint til verks. „Ég segi já og amen, við óskum yðar, ungfrú,“ sagði ég kuldalega. „En það verður annað hvort Parquay eða gálginn!“ Hún náfölnaði, en svaraði engu. „Og það er þvi hræðilegra," hélt ég áfram, „þar sem ég álít hann saklausan.“ Hún spratt upp og hrópaði: „Saklaus! Getur það verið? Við hvað eigið þér? Ég vildi gefa aleigu mína, ef þetta væri satt.“ „Alítið þér þá ,að hann sé sekur?“ spurði. ég. „Hvernig get ég annað?" spurði hún. „Hjarta mitt segir mér, að hann sé saklaus, en skynsemin, að hann sé sekur. Mælir ekki allt á móti honum ? Getur það átt ég stað, að dómstólarnir sýkni hann?“ „Ég er hræddur um ekki,“ sagði ég — það fór hrollur um ungfrú Simpkinson, — „og þó trúi ég á sakleysi hans.“ „Og hvers vegna“ spurði hún, iðandi af óþolin- mæði, „og hvem grunið þér?“ „Leyfið mér að leggja fyrir yður eina spurn- ingu. Upp á æm og samvizku, við allt sem yður er heilagt — hafði þér einhvern grunaðan?" „Nei,“ sagði hún undrandi, „engan nema Phil- ipp, þó ég geti varla trúað, að hann hafði gert þetta." Það var eins og að við hefðum nálgast hvert annað, og ég þóttist viss um, að hún vildi hjálpa mér, þó ég á hinn bóginn óttaðist, að hún gæti aldrei orðið mér að miklu liði. „Þér verðið að afsaka, ungfrú, ef ég særi til- finningar yðar, en segið mér nú afdráttarlaust, hvers vegna þér slituð sambandi yðar við Philipp og trúlofuðust Austin bróður hans.“ Hún blóðroðnaði. „Við Philipp vorum aldrei trúlofuð!" Hún' reyndi að leyna geðshræringunni, sem hún var í, en ég varð þess var, að hendur henn- ar skulfu. Það litla, sem hún sagði mér, sann- færði mig um, að það var Philipp,' sem hún elskaði. Hann hefir sennilega sært tilfinningar hennar með stöðugum drykkjuskap, og í hefndar- skyni hefir hún svo trúlofast bróður hans. Það, að móðir hennar vildi þetta hefir eflaust flýtt fyrir. „Það er skoðun mín, að Philipp sé saklaus," sagði ég, um leið og ég stóð upp og bjóst til að fara, ,,en enn sem komið er, veit ég ekki, hver er morðinginn." Allt í einu mundi ég eftir afritinu af stöfunum P. H„ rétti henni þá og spurði: „Er þetta Philipps eða Austins skrift?" „Það get ég ekki séð á tveim bókstöfum," svaraði ungfrú Simpkinson strax. „Fljótt á litið líkjast stafimir því að Philipp hefði gert þá, en að öðru leyti er það líkt hendi Austins." XXIII. KAFLI. Ný spor. Ungfrú Simpkinson lét i ljósi þá ósk, að hana langaði að tala við Philipp, en sökum þess að það gat orðið til þess að lögreglan tæki hann fastan, bannaði ég slíkt. Mér geðjaðist alltaf betur og betur að honum. Ég snéri nú aftur til gistihússins. 1 bili var ekkert frekar hægt að gera. Ég hafði fengið sönnun fyrir því, að Philipp hafði ekki skrifað stafina og margt virtist benda til þess, að Austin hefði gert það. — Nú lá næst fyrir að koma Philipp til Marseille. Austin kom á sunnudags- Erla og unnust- inn. Oddur: Nú á ég ekki grænan eyri, svo að ég verð að ganga alla leið heim til Erlu. Bezt -að hringja um leið og ég fer af stað og segja, að ég komi í bíl, en það verði seint. Erla: Ætlarðu að koma klukkan niu, ástin mín. Taktu með þér pakka, sem ég á í hattabúðinni. TTTl . Oddúr: Þessi búð er ekkert í minni Kaupmaðurinn: Ég vona, að þér hafið nóg rúm í bifreiðinni Oddur: Þó að ég ætti peninga, fengi ég enga ,lei$rjfcg<er orðinn dauðþreyttur. fyrir þessa pakka? bifreið undir alla þessa pakka! Þetta er skemmti- Oddur: t bifreiðinni? — Já, já, nóg rúm. legt eða hitt þó heldur!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.