Vikan


Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 10
I Mcimn mn | I ncmiiLiv | VIKAN, nr, 13, 1943 og SbntVL. Eftir BOB DAVIS. Matseðillinn. Napoleons-súpa. 2. 1. tært kjötsoð. Litlar, bakaðar smjördeigskökur eru fylltar með hachi, lifrarkæfu eða spínatsjafningi, hitaðar inn í ofni og bomar með súpunni. Enskt buff. iy2 kg. læri, 125 gr. smjör, pipar og salt. Kjötið er þvegið, himnur og sinar skomar burtu, skorið I 2 cm. þykkar sneiðar og barið með kjöthamri. Salti og pipar stráð yfir. Síðan er kjötið steikt á vel heitri, þurri pönnu. Smjörið er brúnað á eftir og borið með. Ef vill, má hafa brúnaðan lauk með og enskar kartöflur, annars bara venjulegar, soðnar kartöflur. Safthlaup. % 1. saft, 2 y2 dl. vatn, sykur. Vatnið er soðið í 15 mínútur með dálitlu af sykrinum, froðan veidd ofan af, síðan tekið af eldinum og kaldri saftinni hellt saman við, sykur eftir bragði, og þegar það er bráðn- að, er þetta siað í gegnum stykki, sem undið hefir verið upp úr sjóð- andi vatni. Látið í glerskál. Verður stíft á 10—15 minútum. Kremsósa borðuð með. Kremsósa. 3% dl. rjómi, 40 gr. sykur, 3 egg, % st. vanille. Rjóminn, sykurinn og sundurskor- in vanillestöngin er soðið. Eggin eru þeytt mjög vel (rauða og hvíta sam- an) og þegar rjóminn sýður, er hon- um hellt út í og hrært stöðugt í á meðan. Sett aftur yfir eld og látið koma þétt að suðu, en gæta verður þess, að hræra vel í, síðan síað í gegnum sigti. Snotur dragt. Dragtin er úr dökkgrænu ullar- efni, „quiltuð" niður að vösum, sem á myndinni eru skreyttir þrem minka- skottum hver. Hafa má á vasana hvaða skinn sem er. Húsráð. Óhreinn púður-„kvasti“ er hættu- legur fyrir húðina. Þvoið hann þvi ekki sjaldnar en vikulega úr volgu sódavatni, skolið síðan vel og þurrk- ið hann á hreinu stykki. Silkinærföt endast miklu betur, ef þau eru þvegin oft. Sama máli gegnir með silkisokka. Á leið minni til Suður-Afríku, með farþega- og vöruflutningaskipi, hitti ég skozkan skipstjóra, sem verið hafði sjómaður frá barnæsku. Ég bað hann að segja mér eitthvað um þær hættur, sem hann hefði lent í. „Hefi aðeins einu sinni verið hætt kominn," sagði hann, „og það var í höfn. Ég skal segja þér frá því. Fjórtán ára fór ég fyrst á sjó, á fjórmöstruðu skipi frá Glasgow. Það flutti saltfisk til Calcutta. Ég varð hugfanginn af sjónum. 1 sex ár var ég að heiman, mestmegnis í ferðum milli Kína og Japan, og að lokum fór ég á stýrimannaskóla í Panang, og að námi loknu var ég skráður fyrsti stýrimaður á skip, er flutti ýmis- konar vélar til Rio.“ „Þegar ég var tuttugu og tveggja ára varð ég stýrimaður á gufuskipi, er var á leið til Englands. Við áttum að hafa viðkomu í Aden, taka þar meiri vörur og halda' svo sem leið liggur um Rauðahafið, Miðjarðar- hafið, til Gibraltar, Lissabon og Liv- erpool. Skipstjórinn dó, er við vorum út af ströndum Portúgals. Ég tók við af honum og kom skipinu heim, og er þangað kom, varð ég skipstjóri á öðru skipi frá sama félagi. Á því var fjörutíu og fjögra manna áhöfn og leiðin, sem við áttum aðallega að sigla, var milli Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Tuttugu og sex ára kom ég í heimsókn til fæðingarbæjar mins, klæddur svörtum fötum með Það er agætt ao hreinsa innan flöskur, með því að skera sítrónu í smábita og setja í þær. Hálffylla síðan flöskuna af vatni og hrista vel. fjórar gylltar snúrur á erminnl og með skipstjórahúfu á höfðinu. „Svo að þú ert orðinn skipherra," sagði pabbi og leit af mér á mömjnu og systur mína, er leiddu mig á milli sín. „Ég geri ráð fyrir, að þú gangir niður í bæinn eftir kvöldmat, og heilsir upp á gömlu kunningjana. Þeir búast áreiðanlega við þér.“ „Já, herra," svaraði ég virðulega. „Hvenær kemurðu heim aftur, Joe?“ „Um ellefuleytið, heiTa.“ „Gæturðu ekki komið ltlukkari hálf- tíu, drengur minn. Ég ætla að sitja niðri við kertaljós og bíða þín.“ Fleira var ekki sagt um þetta. Pabbi kveikti sér í pípu, tók sér bók í hönd og settist við gluggann, en ég fór að segja mömmu ýmislegt af ferðum mínum. Eftir kvöldmat, en ég hafði ekki haft fataskipti, fór ég út og niður í veitingahúsið, fastráð- inn í því að koma ekki heim fyrr en mig lysti, ef til vill ekki fyrr en undir morgun. Átti ég, skipherra á skipi með fjörutiu og fjögra manna áhöfn, að láta skipa mér eins og barni? Ekki alveg! Móttökurnar, sem ég fékk, voru háværur, hjartanlegar og — ef svo mætti segja — votar. Um níulejrtið voru allir orðnir glaðir, sungið og skálað sem ákafast. Þá datt mér pabbi skyndilega í hug, sitjandi elnn í ruggustólnum sínum við kertaljós. Stundarfjórðung yfir níu ýtti ég frá. mér hálftæmdu glasi og stóð á fætur. „Vinir mínir," sagði ég. „Faðir minn býst við mér heim núna, svo að ég ætla að bjóða ykkur góða nótt. Þið skuluð vera hér kyrrir og drekka eins og þið viljið — ég borga." Að svo búnu stóð ég upp, hneppti að mér jakkanum og fór. Ég hraðaði mér heim að litla húsinu, sem ég ólst uppí, og fór beina leið inn ti) pabba. Þarna sat hann og beið þegs, að mega fylgja syni sínum til sængur. „Komdu, strákur," sagði gamli maðurinn, hélt ljósinu hátt og fór ð undan mér upp stigann. „Góða nótt, Framhald á bls. 15. Ávallt fyrirliggjandi. Einkaumboð: Jóh Karlsson & Co. Sími 1707 (2 línur). VESTURGÖTU 14 - Sími 3632 Hefir ávallt fyrirliggjandi: KÖKUR, BRAUÐ, KRINGLUR, TVlBÖKUR o. fl. Sendum gegn póstkröfu um land allt. • Góðar vörur. • Sanngjarnt verð. Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinn að ánægju. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sími 3183.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.