Vikan


Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 01.04.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 13, 1943 leið svo hrygg og einmana, og hugsanirnar æddu sem stormsveipur um huga hennar. Hvað hafði hún verið að hugsa, er hún giftist Lawrence Wynne ? Hún sem gat valið hvem sem var. Hún varð gripin sárri gremju, gagnvart Lawrence, er henni duttu í hug kjörin, sem hún átti við að búa hjá honum, og sem hann vildi nú neyða hana í aftur. Maður jafn ráðríkur og hann var, var ekki við hennar hæfi. Hún vissi auðvitað, að þetta var ekki alvara,. en hann ætti það sannarlega skilið, að hún tæki það þann veg. Það, að maður með fullri skynsemi léti sér detta í hug, að yfirgefa konu sem hana, hafði henni aldrei komið til hugar. Þeim hafði hingað til komið vel saman, og ef svona smámunir ættu að verða til þess að skilja þau, þá það, ekki ætlaði hún að halda í hann. „Látum það þá vera svo,“ sagði hún hátt, dró fram litla festi, er hún bar um hálsinn, tók giftingarhringinn sinn þar af og lét hann detta I eldinn. Að svo búnu flýtti hún sér inn í herbergi sitt, hafði fataskipti, og mætti við borðið á réttum tíma. Eftir kvöldverðinn var hún óeðlilega glöð. Henni fannst sem þungu fargi væri létt af sér. Hún settist við píanóið og söng hvert lagið af öðru, því þrátt fyrir allt, fannst henni nauðsyn- legt að láta ekki á neinu bera. Að kvöldverði loknum fór gamli maðurinn að sofa og spurði einskis frekar. Frú Leach fór lika inn til sín, svo heimasætan var ein eftir. Hún söng dálitla stund, en settist svo fyrir framan arineldinn, og rifjaði upp í huganum allt, er fyrir hafði komið, og komst að þeirri niðurstöðu, að hún hefði breytt fulkomlega rétt. En til þess að geta verið alveg róleg, ákvað hún, að fara næsta dag, að heimsækja Harry litla. Hún gat farið fyrri hluta dags, því þá svaf faðir hennar. Frú Holt til mikillar undrunar kom Madeline klukkan tíu næsta morgun. Harry var vel frískur, og nú þegar allar tennurnar voru komnar, var engin ástæða fyrir móður hans að vera óróleg, þótt hann væri ekki jafn stór og þrekinn og son- ur bóndans. Wynne var alltaf svo hræddur og gerði sér óþarfa áhyggjur útaf drengnum. Madeline tilkynnti frú Holt, að hún hefði ákveð- ið að fara ekki aftur til mannsins síns. „Guð hjálpi mér!“ hrópaði frú Holt og var nærri búin að missa Harry af einskærri hræðslu. „Heyrði ég rétt? Þetta getur ekki átt sér stað, kæra frú Wynne.“ „Jú, þetta er sannleikur, frú mín góð. Þér skul- uð ekki lengur kalla mig frú, héðan í frá er ég ungfrú West.“ „En hvemig getur þetta átt sér stað, þér eruð þó svo sannarlega giftar, nema ...." og hún lækkaði róminn, „nema að þér ætlið að skilja?" „Skilja? Svo langt mun það ekki fara; við höfum komið okkur saman um að lita hvort á annað sem ókunnuga og að gleyma þvi, að við höfum verið gift. Þessu fylgja engin vandræði, því að flestir þekkja mig aðeins sem ungfrú West.“ „Hvemig getið þér talað svona heimskulega? Hvað á svo að verða um drenginn ?“ og nú fékk Madeline að heyra sitt af hverju svo um munaði. Madeline fór hjá sér, og vissi ekki, hverju hún ætti að svara, en hún lét ekki breyta ákvörðun sirmi. „Þér gleymið því, frú Holt, að sérhvert mái hefir tvær hliðar," svaraði hún að lokum. „Ég er viss um, að þér viljið mér vel; en ég verð einnig að taka tillit til föður mins. Hann er veik- ur, og ég er einkabarn hans, og verð því að gera eins og hann vill." Þetta getur vel verið, en ég efa að þér gerðuð það, ef hann væri fátækur." „Vissulega breytir það engu,“ hrópaði Made- line móðguð. „Ég heyri, frú Holt, að þér emð á móti mér, en munið, að biblían segir okkur að heiðra föður og móður.“ „Veit ég vel, en það stendur dálítið fleira í biblíunni. Konan á að yfirgefa föður og móður og fylgja manninum. Og þetta stendur ekki ein- ungis þar, heldur eru þetta landslög." Frú Holt reyndi með ýmsu móti að telja Made- line hughvarf, en ekkert dugði. Peningamir höfðu gert vesalings konuna rugl- aða, en seinna mundi hún ábyggilega iðrast þessa; hún, frú Holt, hafði alltaf sagt, að Wynne væri mikið betri en konan hans, og nú yrði Holt tilneyddur að viðurkenna það. Að hugsa sér, að yfirgefa mann og bam, og ætla að fara af landi burt undir öðru nafni. Því- líkt og annað eins! Klukkan ellefu tilkynnti bílstjórinn, að nú yrðu þau að fara, ef hún ætlaði að ná lestinni. Made- line kyssti Harry litla, þurrkaði af sér tárin og sagði: „Ó, hvað ég þrái að mega taka þig með, jafnvel þó að ég yrði að segja, að þú værir sonur stúlkunnar minnar." „Guð hjálpi mér, hvað haldið þér að faðir hans segði við því, sonur vinnukonunnar! Það væri hræðilegt." Madeline bað frú Holt að skrifa sér vikulega. Svo kyssti hún son sinn og ók í burtu. „Það er allt í lagi, kæra Madeline," hvíslaði frú Leach að henni, er heim kom. „Ég sagði pabba yðar, að þór borðuðuð morgunverð hjá greif- anum Caiienteely, og hann spurði einskis frekar." * Viku seinna er Madeline komin í fallegt sumar- hús í Nissa. Hún berst mikið á, hefir tvo vagna til eigin afnota og opið hús einu sinni í viku, fyrir vini sína frá London. Föður hennar fór dagbatnandi, og hann lét rigna yfir hana dýrmætum gjöfum. Karlmenn- imir hópuðust kringum hana og sendu henni blóm, blöðin töluðu um hina fögm ungfrú West á hverjum degi, og henni til mikillar ánægju tók hún eftir því, að ef það hvisaðist, að hún myndi sækja söngskemmtun eða fara í leikhúsið, þá hópaðist fólk þangað. Var ekki lífið dásamlegt? Hún var ánægð með að vera drottning sam- kvæmislífsins, og gamli maðurinn naut þess, að vera faðir hinnar frægu ungfrú West. Með ánægju tók hann eftir hinum forvitnu, öfundarsjúku aðdáunaraugum, sem alltaf fylgdu þeim, er þau óku eitthvað. Og þegar frægir furst- ar og hertogar létu svo lítið að tala við hann, þá vissi hann mjög vel, að það gat hann þakkað hinni yndislegu og. töfrandi dóttur sinni. Hér var allt fullt af útlendingum, kjötkveðju- hátíðin átti að fara að byrja; Madeline naut lifs- ins og svæfði rödd samvizkunnar algjörlega; en fyrsta dag hátíðarinnar vaknaði liún við vondan draum. Henni barst svohljóðandi bréf frá frú Hoit: „Heiðraða frú! Ég verð að tilkynna yður, að Harry litli hefir verið mjög veikur, nú uppá síð- kastið. Ég vildi gjaman, að þér kæmuð hingað. Þetta er tanntaka, og iæknirinn er mjög áhyggju- fullur. Með virðingu. Kathe Holt.“ Þetta var óttalegt. Móðurástin varð öllu öðru yfirsterkari, og hún henti frá sér skartgrpum, samkvæmiskjólum, blómum og hljóp sem fætur toguðu á símastöðina, og sendi svohljóðandi skeyti: ,,Ef honum batnar ekki, legg ég af stað héðan í kvöld. Svarið borgað." Skjálfandi af kvíða kom hún heim, og skipaði Josephine til vonar og vara að láta niður í ferða- töskurnar, því að það gæti skeð, að hún yrði að fara með hraðlestinni áleiðis til Englands í kvöld. Josephine varð alveg undrandi, hún, sem hafði hlakkað svo til grímudansleiksins. Svipur hennar lýsti svo megnri óánægju, að Madaline flýtti sér að segja: „Það er engin þörf á að þér komið með, Joseph- ine, það er bara vinkona mín, sem er veik, og ég þarf að heimsækja hana. Fái ég engin boð um, að henni hafi batnað, þá fer ég í kvöld.“ „En herra West!" hrópaði stúlkan og fómaði höndunum. Ja, hvað átti hún að segja honum? Óttini} um. drenginn var öllu öðm yfirsterkari, svo að hún vatt sér inn til föður síns og sagði, án allra orða- lenginga: „Ég hefi fengið slæmar fréttir frá Englandi, pabbi. Vinkona min er mjög veik, og fái ég.engar fréttir af, að henni sé að batna, verð ég að fara með hraðlestinni í nótt." „Ertu gengin af vitinu, Madeline?" hrópaði West gamli og lagði frá sér dagblaðið. „Þessi veika vinkona þín hlýtur að geta fengið einhvem til þess að hjúkra sér. Hún gerir áreiðanlegá ekki ráð fyrir, að þú komir alla leið frá Suður-Frakk- landi til þess.“ Að svo mæltu þreif hann blaðið og hélt áfram að lesa. Frá hans sjónarmiði var þetta útrætt mál, en. dóttir hans gat ekki fallizt á það. KAGGI og MAGGI. Maggi: Æ, æ! Ég er hræddur, komdu og sofðu hjá mér, afi. — Það er eitthvað undir rúminu. Afi: Svona, góði — svona. Vertu bara rólegur! Afi: Þetta er bara hræðsla í þér!! Þú hefir borðað eitthvað, sem þú hefir ekki þolað. — En nú skal ég aðgæta þetta, vertu al- veg viss!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.