Vikan


Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 14, 1943 3 „Ég var einu sinni vesalingur, sem vóg að- eins 97 pund/‘ sqjúx CAojiÉqs o4d!as. Fyrir tuttugu árum lýsti tímaritið „Physical Culture“ yfir því, að Charles Atlas vær i bezt vaxni maður- inn í heimi. Hann er nú orðinn 48 ára gam- all, en þrátt fyrir það eni þeir, sem kunna skil á vöðvum og byggingu þeirra, fullir aðdáunar á honum. Hann hefir gætt þess vandlega, að efla ekki vöðva sína fram úr hófi, svo að hvergi sjást á þeim hnútar. Yfirborð líkama hans er með hinum sömu bogadregnu línum og lágir sandhólar. Hann er ekki stór maður, 178 sentímetrar á hæð og vegur 180 pund. Brjóstmál hans er hins vegar 237,5 sentímetrar og upp- handleggur hans er 42,5 sentímetrar í um- mál. Brjóstmál Joe Louis, heimsmeistara í hnefaleik, er hins vegar aðeins 202,5 sentimetrai' og upphandleggur hans ekki nema 35 sentímetrar í ummál. Mitti Atlas er 80 sentímetrar. Háls hans er aðeins 42,5 sentímetrar og hann verður dapur í bragði, þegar hann hugleiðir það, hversu grannur hálsinn er í raun og veru. Atlas fæddist á Suður-ítalíu og heitir réttu nafni Angelo Siciliano. Hann ólzt upp í Brooklyn og var lengi hin mesta hryggð- armynd. Mynd, sem var tekin af honum litlu eftir fermingu, sýnir renglulegan dreng, fjörlausan og úrræðalausan. Fólk, sem átti heima í nágrenni við hann, man vel eftir því, að hann var undarlega veik- byggður. Það er því ekkert ranghermi hjá Atlas, þegar hann segir í tímaritsauglýs- ingum sínum: „Ég var einu sinni vesaling- ur, sem vóg aðeins 97 pund.“ Þegar Angelo var sextán ára gamall, vildi einu sinni svo til, að hann kom í lista- safnið í Brooklyn. Þar kom hann auga á styttu af Herkúles. Hann varð alveg frá sér numinn. Viku síðar byrjaði hann æfing- ar í leikfimihúsi, sem K.F.U.M. átti og hamaðist eins og vitfirringur. Hann reyndi allar venjulegar æfingar, en varð ekki fylhlega ánægður. „Það vantaði eitthvað á,“ segir hann nú. Hann komst að því dag einn, þegar hann var á gangi í dýragarð- inum í Bronx. „Já,“ segir hann, „ég stóð fyrir framan ljónabúrið, þegar sá gamli stendur allt í einu á fætur og fer að teygja sig. Það kom svo mikil hreyfing á vöðv- ana, að það var eins og kanína væri á harðaspretti undir gólfábreiðu. Þá sagði ég við sjálfan mig: „Hefir þessi karl nokkra leikfimikennara ? Nei, herra minn. Hann beitir bara einum vöðva gegn öðr- om.“ Þannig varð Atlas-aðferðin til. Siciliano hinn ungi fór að beita vöðv- um sínum hverjum gegn öðrum á allan hugsanlegan hátt. Hann „stofnaði til reip- dráttar“ milli handanna, greip utan um höfuð sitt og reyndi að sveigja það niður Þessi grein, sem birtist liér allmikið stytt, kom í janúar- íebrúar hefti 1943 tímarits- ins „Úrval“, en það er nú uppselt. Lesið einnig bréf um Charles Atlas í Póstinum á 2. síðu. á bringu, jafnframt því, sem hann beitti kröftum hálsvöðvanna á móti. Stundum var hann búinn að hnýta handleggjunum og fótunum svo saman, að hann gat varla greitt úr flækjunni aftur. En er tímar liðu fram lærðist honum, hvaða vöðva væri bezt að æfa saman, til þess að árangur yrði sem 'beztur og það orsakaði sem minnst óþægindi. Hann var alltaf að æfa sig, heima, í skólanum eða í leikfimihús- inu. Það var aldrei neitt langvarandi vopnahlé í baráttu Sicilianos við Siciliano. Þegar hann var orðinn 19 ára gamall, var hann orðinn svo vöðvamikill, að aðrir drengir horfðu á hann með lotningu. Dag nokkurn sagði einn þeirra: „Svei mér þá, ef Angelo er ekki líkur þessari Atlas-styttu þarna á horninu." Það var á þenna hátt sem Atlas fékk nafn það, sem hann ber í dag — beint úr goðafræði Brooklyn- hverfisins. Eftir að hann vann MacFadden-sam- keppnina („Physical Culture") gerði hann það samkvæmt áskorun vina sinna í hópi listamanna, að skipuleggja námskeið í líkamsþroskun og jafnframt stofnaði hann bréfaskriftarkennslu í því. Síðan hefir hann breytt kennsluaðferðum sínum mjög lítið. „Þær voru réttar strax í byrjun,“ segir hann. Aðalatriðið er strangar æfing- ar, en hófsemi á öllum öðrum sviðum. Fyrsta æfingin er að anda djúpt, til að styrkja brjóstið að innan og síðan koma æfingar til að styrkja það að utan. Sú fyrsta þeirra er að leggja hendurnar á tvo stóla og lyfta síðan líkamanum og láta hann síga til skiptis, unz maður fer að mæðast. Æfingarnar til að tefla einum vöðva fram gegn öðrum hefjast á því, að maður setur hnefa annarar handar í lófa hinnar og lætur síðan handleggina reyna með sér, hvor geti hrakið hinn aftur á bak. Ef þetta er gert reglulega, segir Atlas, getur það ekki brugðizt, að það muni þroska alla vöðva fyrir ofan mitti. — Til að styrkja upphand- leggsvöðvann ráð- leggur Atlas mönn- um að reyna að kreppa annan handlegginn, með- an himi reynir að halda honum niðri. Atlas leggur mönn- um einnig lífsregl- urnar um matar- æði. Hann er and- vígur sætum kökum, kaffi, tei og áfengi. Hann vill að menn leggi sér heldur til munns vatn eða mjólk — hvort tveggja vel tuggið! Ef menn, sem koma í skrifstofu meist- arans, fyllast ekki lotningu af myndun- um — 21 samtals —, sem eru þar á veggj- um móttökuherbergisins, þá er næstum víst, að þeir munu fyllast lotningu af honum sjálfum. Hann byrjar ávállt sam- tal með því að fara úr öllu niður að mitti. Þegar hann er seztur við skrifborð sitt, hálfnakinn, getur samtalið byrjað. Störf hans eru aðallega í því fólgin að svara bréfum. Hann ber næstum trúar- lega virðingu fyrir starfi því, sem hann hefir tekið sér fyrir hendur, og því ritar hann löng og nákvæm bréf til hvers sem óskar frekari upplýsinga. I þeim gefur hann mönnum heilræði, eins og þessi: „Farið á fætur jafnskjótt og þér vaknið. Hangsið ekki eða hikið. Farið á fætur!“ og „Það er ágæt hressing í því að stökkva dálitlu vatni á hjartastað sér, þegar farið er á fætur. Ágætt!“ Hann lýkur ávallt bréfum sínum með þessum orðum: „Með beztu óskum og hlýju handtaki, Charles Atlas." Atlas hefir falslausa samúð með öllum, sem eru væskilslegir og vöðvarýrir. Hann fékk einu sinni bréf frá Gandhi og hljóð- aði það á þessa leið: „Eg hefi frétt um hið dásamlega starf yðar og langar til að vita, hvort nokkur leið sé til að stæla vöðva mína. M. K. Gandhi.“ Atlas ráðlagði nokkr- ar léttar æfingar. „Eg gerði þetta fyrir ekkert,“ segir Atlas. „Ég vorkenndi hou- um. Hann er ekkert nema skinin beinin, veslingurinn litli.“ Trú á æskuna. Enski rithöfundurinn Kipling segir á einum stað: „Eg tala til æskunnar, sem getur fi’am- kvæmt allt, af því hún tekur ekki tillit til hins liðna, hlýðnast ekki nútíðinni og óttast ekki framtíðina."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.