Vikan


Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 4
4 I Smísaj^CL C. S. b. | Hann er mikill fyrir sér, en lífið tekur hann ómjúkum tökum. Var nokkuð fallegra en Bern! Hann hét eins og fæðingarbær hans, sviss* neski bærinn, þar sem núverandi eigandi hans hafði keypt hann fyrir ærna peninga, á einni af ferðum sínum. Það rann göfugt blóð í æðum hans. í marga ættliði höfðu forfeður hans lagt leið sma um snævi þakta tinda Alpaf jall- anna, og manna á milli gengu óteljandi sögur um afreksverk þeirra. Allt benti til þess, að Bern mundi halda i heiðri hinum göfugu ættareinkennum. Frá því er hann fyrsta sinni, lítill, loð- inn hnoðri, kom í kaupmannshúsið var hann með þegjandi samþykki kjörinn eftir- lætisgoð allra og yngsti meðlimur fjöl- skyldunnar. Það verður að segjast, sannleikanum samkvæmt, að Bem kunni að notfæra sér þessa aðstöðu sína. Og í hinum rúmgóða bakgarði, þar sem allt var fullt af mat- vörusekkjum, kössum og öðm þessháttar, var hinn ákjósanlegasti leikvöllur fyrir hann, og þar hafði hann í frammi öll sín strákapör. Ef gat sást á hveitipoka eða eitthvað þess háttar, var enginn í vafa um, hver var sökudólgurinn. En hann virtist hafa sérstaklega gott lag á að hverfa, einmitt á þeim tíma, er búast mátti við refsingu. Fyndist svo felustaður hans að lokum, var fólki venjulega runnin mesta reiðin og það sem eftir var, hvarf eins og dögg fyrir sólu er það leit í brún, sakleysisleg augu syndaselsins, er virtust spyrja sem svo: Hvað er nú að? Og svo geispaði hann, rétt svo sem til þess að láta líta út sem hann hefði steinsofið, svo ekki gæti það hafa verið hann, sem óskundann hefði framið. En smátt og smátt hætti Bern öllum strákapörum og varð í hvívetna mesti fyrirmyndar hundur. Bakgarðurinn var ekki lengur dvalarstaður hans. Nú var hann orðinn vörður heimilisins, og hélt sig mest í framgarðinum. Á nóttunum lá hann fyrir framan peningaskápinn inni í skrif- stofu húsbóndans. Ekkert bankahólf gat verið öruggari geymsla — svo þess vegna var kaupmanninum óhætt að geyma þar alla sína fjármuni; það þyrfti enginn að ætla sér, að taka svo mikið sem eitt þerriblað ilr skrifstofunni, ef kaupmaðurinn var ekki viðstaddur. Bern þurfti ekki annað en láta skína lítillega í vígtennurnar, til þess að óboðnir gestir hröðuðu sér sem mest þeir máttu á brott. En eftir því sem áhrif Bems urðu meiri á heimilinu og hann þar ómissandi, eftir því varð hann óvinsælli út á við, vegna ráðvendni sinnar og tortryggni. Óvild manna varð svo almenn gegn hundinum að þótt hann fyrirliti allt slíkt, varð hún honum að falli um síðir. Bern hataði af heilum hug alla ein- kennisbúna menn. Þetta kom sérstaklega hart niður á bréfberum, sem daglega áttu erindi í kaupmannshúsið. Þeir, sem þekktu hættuna, sáu sér venjulega færi að skila af sér póstinum, meðan athygli Berns beindist að einhverju öðru. En það var ékki alltaf, sem þetta tókst. Það var einu sinni, að póstþjónn einn, nýr í embætt- inu lenti alveg í gini íjónsins. Það var strax kallað á kaupmanninn, og þegar hann kom inn í skrifstofuna, stóð veslings maðurinn þar náfölur af hræðslu. Bem hafði lagt framfæturnar upp á axlir hans og starði á hann gapandi gini. Þetta og fleiri atvik þessu lík, urðu mjög til þess að auka á óvinsældir Berns. Nokkru eftir þetta varð sá atburður, er hafði mjög örlagaríkar afleiðingar fyrir Bern og fyllti bikar óvildarinnar gegn honum. Það var þegar sjálfur borgarstjórinn varð fyrir barðinu á Bern. Á nýársdagsmorgun er þessi háttsetti maður klæddur fullum embættisskrúða, gekk um borgina til þess að heimsækja virðulegustu íbúana, varð hann fyrir árás hins samvizkusama varðar kaupmanns- hússins, og það á almannafæri. Borgar- stjórinn varð að flýja inn til nábúa kaup- mannsins, og þaðan var svo hringt til hans, og honum skýrt frá því, er fyrir hafði komið og skipað að sækja hundinn undir eins, svo að borgarstjórinn gætl haldið leiðar sinnar. «»....^.....^.^T..TTTT11|1T-tntT1|tttt|n>|||...TtT.m|m|trfrrr,M|[|w||||||HM<||t|| ^ a | ! Vitið þér það? j 1 s I | 2. Hve margir Bandaríkjaforsetar hafa | fengið Nobelsverðlaun ? | 3. Hvað þýðir orðið „axlarfótr"? I 4. ■ Hve mörg böm átti tónskáldið Johann | Sebastian Bach? ; 5. Eftir hvaða skáld er þetta erindi: Líti ég á landabréfið i ljóð er mér í hug. Hreimfögur hrynjandi hefur mig á flug. — Gullfoss og Dettlfoss og Dynjandi. I I 6. Hvaða land meira en tvöfaldaðist að | stærð og íbúatölu eftir heimsstyrjöld- I S ina ? ? 7. Hvaðan er þessi setning: „Jón Jónsson | á mig segir stóllinn"? i 8. Hvaða ítalskur málari skrifaði frá E hægri til vinstri i staðinn fyrir frá : vinstri til hægri? : 9. Um hverja orti Loftur riki Guttorms- I son Háttalykil? | 10. Hvar dó norski landkönnuðurinn Roald ! Amundsen ? : : Sjá svör á bls. 14. S ! 1. Hver sagði: Illt er að eggja óbilgjam- an? VTKAN, nr. 14, 1943 Upp frá þessu átti veslings Bern slasma æfi. Hann var settur í fjötra. En kaup- maðurinn gat ekki, er til lengdar lét, horft. upp á þennan vin sinn í slíku niðurlæging- arástandi, og ákvað því að gefa hann ein- um kunningja sínum, bónda, er bjó nokkr- ar mílur í burtu, og lengi hafði haft auga- stað á honum. Það ríkti soi’g á kaupmannsheimilinu morguninn sem Bern var sóttur og farið var með hann til hins nýja heimkynnis. Kaupmaðurinn lokaði sig inni, og talaði ekki orð við nokkurn mann allan daginn og uppi á lofti lá lítill sex ára snáði og grét hástöfum. Það var yngsti sonur kaup- mannsins, sem þarna missti leikbróður og tryggan vin. 1 langan tíma á eftir syrgðu allir í kaup- mannshúsinu Bern. Núna, er þessi fallegi, gulbrúni. hundur sást ekki framar labba um í garðinum eða búðinni, komu menn smátt og smátt auga á kosti hans. Allir — frá utanbúðarmanninum upp í skrifstofustjórann — hrósuðu hinu fallega dýri og öllum þess góðu eiginleikum. Þeir þreyttust aldrei á að tala um, hvemig hann hefði það og hvort hann mundi nú ekki langa að koma aftur. Jafnvel póst- þjónarnir spurðu af áhuga um hann, og sjálfur borgarstjórinn lét svo lítið að minn- ast glettnislega á árekstur þeirra. Kaup- maðurinn vildi helzt ekki að á hann væri minnst; hann hafði samvizkubit af því að hafa selt hann, og það var honum léttir, * er hann frétti, að núverandi eigandi Berns hefði keypt búgarð á Sjálandi og væri fluttur þangað. Vordag einn, nokkrum árum seinna, lá leið kaupmannsins um einn af suðurjózku kaupstöðunum. Hann var í verzlunarerindum og kom þaraa einmitt þennan dag vegna þess, að það var markaðsdagur. Eftir að hafa lokið erindagjörðum sín- um notaði hann tímann, sem eftir var þar til lestin færi, til þess að skoða bæinn. Allsstaðar var fullt af fólki, smábændur með pípur í munninum stóðu og ræddu um stjórnmál, ungir piltar og stúlkur löbbuðu arm í arm, klædd sínum beztu föt- um. Upp yfir allt gnæfðu svo háværar raddir mangaranna, er þeir sögðu álit sitt á skepnunum, sem þarna gengu kaupum o g sölum. Mestur var hávaðinn á markaðstorginu. Leikið var á marga lírukassa, sitt lagið - á hvera, og hávaðinn og gauragangurinn var svo mikill, að kallararnir hjá trúðleika- tjöldunum urðu að æpa af öllum kröftum, svo að til þeirra heyrðist; frá veitinga- tjöldunum heyrðust hlátrasköll og söngur, og ölþefinn lagði langar leiðir á móti manni. Hringekja var þarna á fleygiferð og glitraði í öllum regnbogans litum. Kaupmaðurinn, er gengið hafði á hljóðin og hávaðann, lenti inni í þvögunni, sem þarna beið eftir að komast að hringekj- unni og stóð fyrr en varði næstur henni. Ekjan snerist og allir æptu og sungu. Framhald á bls. 14. '

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.