Vikan


Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 14, 1943 S F ramhaldssaga: miMiuiuiiiuiuinutmiii Líkið í ferðakistunni 14 Sakamálasaga eftir Dr. Anonymous iiiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiuiuiuiuiiiiiuiiuiiiiuiuuiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiimiiuuiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiiiiiiiiiuiiii Kvöldið; hann sagði okkur að bækurnar, sem Philipp hélt sig hafa haft í kistunni, væru í skáp frænkunnar, sömuleiðis bréfin og . minja- gripirnir og máli sínu til sönnunar, kom hann með þau. Það urðu Philipp sár vonbrigði. Við fylgdum honum á brautarstöðina. Austín fékk honum átján hundruð krónur og lofaði, að þegar til Montevideo kæmi, fengi hann útborg- aðar þrjú þúsund og sex hundruð krónur. — Um leið og iestin rann af stað, kom Philipp út í gluggann og sagði: „Austin, ég get enn þá ekki trúað að ég hafi gert þetta — trúir þú þvi?'‘ Presturinn fór að gráta og gat engu svarað; lestin rann af stað og ég fylgdi Austin Harvey eftir. Þegar við komum á norður brautarstöðina, — við ætluðum með næturlestinni til Englands — spurði ég hann, hvort lögreglan væri ekki enn þá búin að taka í sinar vörzlur húsið, þar sem morðið var framið. „Jú," svaraði Austin, „í gær þegar ég kom þaðan, tók ég eftir manni, sem augsýnlega var þar á verði." „Þá taka þeir hann fastan í Marseille," sagði ég. Austin náfölnaði og þreif i handlegginn á mér. „Er yður alvara?" hrópaði hann. „Yður getur ekki verið alvara!" Nú fór hann að gráta aftur, taugar hans voru augsýnilega þandar til hins ýtrasta. Á brautarstöðinni vildi hann kaupa farseðla fyrir okkur báða. Eg stóð álengdar og horfðl á hann, og mér til undrunar sá ég, að hann tók við farseðlinum, borgaði hann og lét skipti- peningana í vasa sinn, allt með vinstri hendi. — Hversu ótrúlegt sem það virtist, þá var ég upp frá þessari stundu sannfærður um, að Austin Harvey væri morðinginn. XXIV. KAFLI. Fjarvistar sönnunin. Leiðir okkar skildu í London; hann fór aftur til safnaðar síns, en ég ætlaði að bíða fregna af Philipp. „Þai' ex-u engin lög sem skyldi þá til að láta hann lausan, og strax og við vitum, að hann er kominn þar í land, gerum við þetta allt opin-' bert," hafði Austin sagt, á leiðinni i lestinni. „Ætli lögreglan taki þetta ómak ekki af yður," svaraði ég, „þeir verða búnir að birta kæru á hendur honum, löngu áður en hann kemur til Montevideo." „Nú, en hvað eigum við þá að gera?“ Ég gat engu svarað honum, ég var alltaf að velta því fyrir mér. Ég hafði komizt að því, að hann að jafnaði notaði ekki vinstri hendina, held- ur voru þetta eftirstöðvar af barnsvana, sem hann brá fyrir sig, þegar hann var í mikilli- geðshrær- ingu. Heima í íbúð minni tók ég enn að brjóta heil- ann um þessi mál. Gat það átt sér stað, að Austin Harvey hefði myrt frænku sína? Hvenær og hvernig? Það var fullkomlega víst, að Philipp og ungfrú Raynell höfðu verið ein i íbúðinni um. nóttina og Austln ekki heimsótt bróður sinn fyrr en um morguninn, en morðið hins vegar framið mikið fyrr. Þetta varð stöðugt flóknara, og ég var að verða vonlaus um nokkurn -árangur. Þrátt fyrir það gafst ég ekki upp. Það var ekki mín sök, þótt ég frá byrjun hefði máske verið á rangri leið. Allt mælti á móti Phiiipp og það var engin sál, er lét sér til hugar koma, að presturinn væri sá seki. Því yrði aldrei neitað, að sannaðist nú, að Austin væri morðinginn, þá mætti telja hann ein- hvern slungnasta glæpamanninn á Bretlandseyj- um. Hvernig hann hefir haft tækifæri til þess að myrða gömlu konuna, er mér óskiljanlegt, en um ástæðuna er ekki að villast þvi að hann hefir óttast að frænka hans kynni að taka þá ákvörð- un, að Philipp og Edith skyldu giftast. — Ég vissi, að það yrði erfitt að sanna þessa ályktun mina, en hins vegar var ég ákveðinn í því, að reyndist þetta satt, þá skyldi hann ekki sleppa við gálgann. Hvar var Austin Harvey nóttina, sem morðið var framið ? Ég ákvað strax að fara til Southend, og sendi Austin skeyti og sagði honum, að ég kæmi að finna hann kiukkan fimm, en ég sá strax eftir að hafa gert þetta, þvi að auðvitað þurfti ég fyrst og fremst að rannsaka íbúðina hans, og væi'i þvi miklu meiri þörf á, að hann væri ekki heima, heldur en hitt. Ég sendi því strax annað skeyti, þar sem ég bað hann að koma til London, og ef ég yrði ekki heima, þá að bíða mín til klukkan tíu um kvöldið, þetta væri mjög áríðandi. Ég efaði ekki, að þá hefðum við margt um að tala. Klukkan þrjú um eftirmiðdaginn kom ég til Southend. Mér gekk mjög auð'veldlega að komast að, hvar presturinn væri. Hann bjó mjög afsíðis, en þar eð ég gekk hratt, náði ég þangað á tiu mínútum. Konan, sem Austin bjó hjá, hét frú Hopkins. Það virtust vera forlög, að allir þeir, sem ég þurfti að hafa tal af, byggju í leiguherbergjum. Ég þurfti því stöðugt að tala við húsmæðumar, en mér reyndust þær ekki eins málgefnar og segir í skáldsögunum. Ég spurði eftir Austin Harvey og fékk þær upplýsingar, að hann væri ekki heima og að hún vissi ekki, hvenær hann kæmi aftur. Ég komst með lagni að því, að hann væri á öllum sviðum sérstök fyrirmynd, „svo fallegur og hjartagóður". Frú Hopkins bauð mér inn upp á vín og kökur og kynnti mig fyrir dóttur sinni, Lucy, og bjóst ég við, að það niundi verða mér til mikils gagns, en svo varð ekki og ég sá, að hér sem fyrr yrði bezt að ganga hreint til verks. „Frú Hopkins," sagði ég, „ég er leynilögreglk- maður. Eins og þér vitið, hefir kona að nafni Raynell verið myrt, og Harvey er erfingi hennar. Sennilega er hann ekkert við þetta mál riðinn, og því til sönnunar verð ég að fá að vita, hvort hann var hér heima nóttina, sem morðið var framið." Frúin varð mállaus af undrun nokkur augna- blik, en af því sem hún sagði, þegar hún fékk málið, komst ég að éftirfarandi: Austin hafði messað um kvöldið klukkan átta, að því búnu farið á fund í kristniboðsfélaginu, en verið kominn heim rétt fyrir klukkan hálf ellefu og þá farið strax að sofa. Þetta voru mér mikil vonbrigði, þvi að morðið gat varla hafa verið framíð fyrr en um miðnætti. Ef Austin hefði framið það, hlaut hann því að hafa farið út aftur. „Þetta sannar ekkert," sagði ég, „það, sem ég þai'f að vita, er hvort hann var heima alla nótt- ina." „Auðvitað var hann heima," svaraði frú Hop- kins hneyksluð. „Hvernig dirfist þér að haldá öðru fram? Ég meira að segja vissi, að einmitt þessa nótt var hann með tannpínu, því að um ellefu leytið gaf ég honum kamillute-bakstur. Og dálítið seinna, er ég vitjaði hans, var hann sofn- aður." Hún var stóilega móðguð fyrir prestslns hönd, og þar sem þessi frásögn hennar kollvarpaði öll- um áætlunum mínum, kvaddi ég og fór. En þrátt fyrii' allt vai' ég, með sjálfum mér, aldrei san*.- færðari en nú, að hann væri morðinginn. XXV. KAFLI. Handtakau. Ég aðgætti vandlega fjarlægðina á milli liús- anna, gr Austin bjó i og frænka hans. Kirkjan var hér um bil mitt á milli þeirra. Ef það var satt, sem frú Hopkins sagði, gat ekki verið um Staliiigrad-vígstöðvarnar. Svo langt, sem augað eygir, sést ekki annað eyðilagðir þýzkir skrið- drekar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.