Vikan


Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 6
6 annan tíma að ræða, en frá kortér fyrir tíu, en þá var kristniboðsfundinum lokið, og til hálf ellefu, sem Austin gæti hafa framið morðið á. Hann hlaut því að hafa ekið í bifreið á milli, að öðrum kosti var tíminn of naumur. Ég reyndi nú að komast eftir, hvar hann hefði fengið bifreiðina, en það bar engan árangur og ákvað ég þá að fara til London aftur klukkan sjö. Vonsvikinn, þreyttur og svangur hélt ég því á brautarstöðina. Þegar ég kom til London, voru blaðasöludreng- irnir þar með kvöldblöðin og hrópuðu: „Morðing- inn tekinn fastur!“ Ég keypti eitt og rak strax augun í feitletraða fyrirsögn: „Morðinginn tekinn fastur. — Philipp Harvey var i gærkvöldi handtekinn í hraðléstinni frá. París til Marseille, grunaður um að hafa myrt ungfrú Raynell. Handtakan fór fram á brautarstöðinni i Dijon.“ Með blaðið í hendinni þaut ég heim; þar beið Austin mín. Án þess að heilsa, gekk ég til hans og fékk honum blaðið. Hann las það, og varð óttasleginn á svipinn. „Hvað skeður nú,“ stamaði hann. „Það, sem skeður," svaraði ég biturlega, „er, að morðinginn verður hengdur." Hann svaraði engu, og ég sá, að hann gat það ekki. „En fyrst verða þeir að sanna, að hann sé morðinginn, og á hvaða hátt hann hafi framið giæpinn," sagði ég, og leit á hann rannsakandi. Það fóru krampadrættir um andlit hans. „Auðvitað," stundi hann.með erfiðismunum, „Það er allt of augljóst —“ „Ekki er það í mínum augum, herra Harvey," greip ég fram í, „og því lengur sem ég hugsa um þetta, því flóknara verður það. Ég er langt frá því sannfærður um, að fyrri ályktanir okkar séu réttar.“ Við stóðum augliti til auglitis. Ég þorði ekki að segja meira, var jafnvel hræddur um að ég hefði þegar sagt of mikið. Sannanir varð ég að fá, og vegna handtöku Philipps þoldi þetta enga bið. En hvað gat ég gert? Hvernig átti ég að sanna sök Austins? Við ræddum nú handtöku Philipps og það, sem henni fylgdi. Austin marg endurtók, að hann yrði að fara með næturlestinni til Southend, en ég á hinn bóginn reyndi með öllu hugsanlegu móti, að fá hann til að fara til Parísar. Én hann var ófáanlegur," og endirinn varð sá, að við ákváðum að ég færi þangað, og gerði það, sem hægt væri. Við kvöddumst heima hjá mér, og héldum sinn í hvora áttina. Þrátt fyrir öll þessi ferðalög, fann ég ekki til líkamlegrar þreytu. Ég var sárgram- ur yfir að þurfa að láta hann fara, sökum þess, að því ósennilegra sem það virtist, þvi sann- færðari varð ég um að hann væri morðinginn. Er við fylgdumst niður götuna, þaut maður á hjóli fram hjá okkur. Það brá sem leiftri fyrir í huga mínum. XXVI. KAFLI. Hitti markið. Án umhugsunar snéri ég mér að Austin og spurði: „Þér notið mikið reiðhjól — ekki rétt?“ Hann bölvaði og snéri sér að mér öskuvondur.. „Bölvuð skepnan," hrópaði hann og beit saman tönnunum. „Hvað vitið þér mikið?“ Hann rak mér löðrung og þaut í burt. XXVII. KAFLI. Itauði þráðurinn. Strax og ég var búinn að jafn mig eftir höggið, hélt ég rólega af stað. Ég sá, að það var til- gagnslaust að elta prestinn og þess þurfti ekki heldur með. 1 stað þess að fara til Parísar, eins og ákveðið var, fór ég á hina brautarstöðina og var svo heppinn að ná lestinni til Southend. Ég aðgætti vandlega, hvort presturinn væri hvergi sjáanlegur, en svo var ekki. Ég mátti engan tíma missa, þurfti sem allra fyrst að rann- saka þetta með reiðhjólið. Mér flaug strax í hug, er ég sá manninn á hjólinu, að á því væri maður fljótari 'en í leigu- bíl, og ég kastaði fram spurningunni upp á von og óvon, en hún kom svo óvænt, að Austin kom upp um sig. — Eftir þessu hlaut hann að hafa myrt frænku sína, á tímabilinu frá kortér fyrir tíu til hálf ellefu, og ekið á hjólhesti á milli. Klukkan ellefu kom ég í annað sinn að húsi frú Hopkins. Það sást hvergi ljós. Ég hringdi ákaft og að lokum opnaöi frú Hapkins glugga, og ég spurði, hvort presturinn væri heima. Hún kvað nei við. Ég skipaði henni að hleypa mér inn, því í nafni laganna þyrfti ég að spyrja hana nokkurra spuminga. Hrædd og forvitin hlýddi hún skipun minni. Augnabliki síðar sátum við tvö ein inni í stofu, með brennandi kertaljós á borðinu. „Frú Hopkins," byrjaði ég, „er til hjólhestur héma í húsinu?“ „Guð hjálpi mér, herra leynilögregiumaður, VIKAN, nr. 14, 1943 komið þér um hánótt til þess að spyrja mig að þessu?“ „Segið mér aðeins, er til hjólhestur hérna eða ekki?“ „Já, það er til hjól hérna." Það lá við að ég ræki henni rembings koss. „Það er hérna gamalt hjól, sem sonur minn átti, en það hefir ekki verið notað i lengri tíma.“ „Viljið þér gera svo vel og sýna mér það?“ Hálf nauðug gerði hún eins og ég bað og fylgdi mér niður i húsgarðinn, og sá ég strax, að það lágu aðrar dyr þangað, en þær, sem við komum inn um. Þarna stóð gamalt reiðhjól, og er ég aðgætti það, sá ég að það hafði verið smurt nýiega. „Þér segið, að þetta hjól hafi ekki verið notað í hálft ár?“ „Nei, sonur minn dvelur í London.“ „En herra Harvey?“ „Herra Harvey — presturinn ? Þaö kemur ekki til mála! Maður í hans stöðu! Nei, nei.“ „Það geta nú verið skiptar skoðanir um það, frú mín góð?“ Ég iét hjólið aftur á sinn stað; það var ber- sýnilegt, að það var vel nothæft. „Hefir Harvey lykil að þessum dyrum,“ spurði ég og benti á bakdyrnar. „Já; þegar hann tók herbergið á leigu, vildi hann fá lykil að aðaldyrunum, en ég vildi það ekki, en við komum okkur saman um, að hann fengi í þess stað bakdyralykil." Að svo búnu kvaddi ég frú Hopkins og hélt af stað að leita mér að gististað. Ég bað hana ekkert að leyna komu minni. Ég var nú svo nærri takmarkinu, að það var aðeins tíma spursmál, hvenær ég gæti látið taka ,Austin fastan. XXVIII. KAFLI. Málið skýrist. Mér tókst nú að álykta, hvemig morðið hefði verið framið. Það var framið viljandi, og fyrir- fram vel undir búið. Ástæðan var ótti við, að ungfrú Raynells dytti í hug að breyta erfða- skránni einu sinni enn. Engan gat grunað Austin, því svó vel var fyrir öllu hugsað. Þetta með tannpínuna sannaði, að hann var heima um nótt- ina, og óhugsanlegt var, að hann hefði komizt þessa löngu leið, drepið frænku sína, losað ferða- kistuna, á þessum þrem kortérum, frá því að fundurinn var búinn og þar til hann var kominn heim. Vegna þess að hann hafði bakdyralykilinn, varð enginn var- við, er hann tók hjólið. Erla og unnust- inn. Erla: Allt í lagi, hjartað mitt, þú kemur þá beint hingað Mangi: Hvað er að sjá þig, maður, siturðu hér á nærföt- af skrifstofunni, við borðum hér og förum svo i bíó. unum! Oddur: Ég sendi fötin mín i pressun — þau hljóta að fara að koma, ég ætla beint til Erlu héðan. Bezt ég hringi og viti um þau. Oddur: Halló, halló! Hvert í logandi, bullandi ... Það er búið að loka! Oddur: Hvemig fer ég nú að? Heim verð ég að komast. Kannske þetta dugi ... Oddur: Aðeins þrjú hús í viðbót, og svo er ég kominn heim ...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.