Vikan


Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 7
VIKAJM, nr. 14, 1943 7 .'r.-;.-.: -■rrvr Myndlistarsýningin. t'ramliald af forsíðu. stutta tíma í lífi þjóðarinnar og hvar við erum staddir í dag á þessu sviði menn- ingarmnar. Ýmsar ástæður valda því þó, að sýningin getur ekki orðið eins fullkomin til yfirlits, eins og æskilegt væri. Mér fþinst tilefni til að fagna þessari sýningu, af fleirum en einni ástæðu. Bókin hefir þann útbreiðsluhæfileika, að hana má margfalda í svo mörgum eintök- um og selja svo vægú verði, að fjölmörg- um gefst kostur á að eignast eintak af henni — og eru öll eintökin jafn góð. Hún fer ekki rúmfrek, auðvelt að flytja hana með sér, lána hana öðrum til lesturs, þýða hana á framandi mál o. s. frv. Frum- myndin, hvort sem er málverk eða högg- mynd, er ein. Eigandinn varðveitir hana, aðallega fyrir sjálfan sig. Hún er oft rúm- frek og dýr, samanborið við bókina.. Ódýrar eftirmyndir af henni er ekki hægt að gera, svo njóti sín eins vel og frum- myndin. Hún hefir ekki útbreiðsluhæfi- leika bókarinnar. Sýning sem þessi bætir hér nokkuð úr skák, þótt hún sé opin aðeins stuttan tíma. Eina fullnægjandi úrbótin væri gott safnhús, sem opið sé allt árið. Við fáúm hér nokkurt tækifæri til að kynnast þess- um unga íslenzka menningarþætti. Hér dvelja nú í landinu óvenjulega margir er- lendir menn. f hópi þeirra geta verið menn, sem bera gott skyn á myndlist. Þeim gefst tækifæri til þess að kynnast því á hverju stigi íslenzk myndlist stendur. Þeir lista- mannarma, sem enn eru starfandi, komast í meira samband við almenning. Eins og útbreiðsla og lestur bóka, og dómur les- endanna um þær, getur orðið skáldinu eða rithöfundinum hvöt til nýrra og betri átaka, eins getur slík sýning orðið mörg- um listamanninum sams konar hvöt. Eins og dómur almennings getúr orðið lista- manninum mikils virði, eins getur það orðið almenningi mikils. virði að fá tæki- færi til að dæma. En dómur um listir er vandasamur, ef hann á að vera réttlátur og sanngjarn. Þetta á ekki sízt við um myndlistina. Þar ræður smekkurinn mestu. Það væri ekki að furða, þótt við vær- um þroskalitlir á því sviði, svo ný sem myndlistin er hjá okkur. Finnst mér myndin falleg eða ljót? Finnst mér hún lík því, sem hún á að sýna? Mundi mig langa að hafa hana í híbýlum mínum? Á þessu líkum forsend- um, og þeim eingöngu, hættir mörgum við að byggja dóm sinn á myndlistinni. En vel getur verið mn listaverk að ræða, máske mikið listaverk, þótt myndin full- nægi engri þessara frumstæðu smekk- krafa áhorfandans. Og svo eru viðjar van- ans eða tízkunnar. Margir hafa þótt litlir listamenn, ef þeir fylgdu ekki nógu vel í fótspor þeirra, sem tízkan hafði tekið á arma sína — og öfugt. Seinna finnstmöpn- um myndir þessara sömu manna skara fram úr. Menn hafa séð seinna, að þeiíi voru að ryðja nýjar brautir, betri þeim,i sem áður þekktust. 1 þessum hóp eiga þó| ekki heima aðrir en þeir, sem ég vil kalla sanna listamenn. Menn, sem gæddir eru listgáfu, nægri þekkingu og tækni og hafa; áræði og djörfung til þess að leggja í Sveinn Björnsson, ríkisstjóri. myndina það, sem þeir vij_a sannast og bezt, Sem þora að afhjúpa sjálfa sig í allri sinni nekt, ef svo mætti að orði kom- ast. Hvort mér þykir! myndin falleg eða ljót, lík eða ólík,; girnileg til híbýlaprýði eða ekki, þetta mun ráða því, hvort mig lang- ar til að fórna einhverju til þess að eign- ast myndina. En það eitt verður ekki ávallt fullnægjandi og sanngjarn dómui- I um listagildi myndarinnar. / Fyrir meir en tveim áratugum dvaldi ég um tíma í Madrid á Spáni. Ég bjó í nágrenni við Pradolistasafnið, sem ýmsir telja meðal dýrmætustu listasafna heims. Eg varði allmörgum tómstundum í safn- húsi þessu. Þar var oft margt um mann- inn, fólk á öllum aldri, af öllum stéttum og mörgum þjóðernum. Menn gengu þar um, stóðu og sátu hljóðir og hátíðlegir, eins og í kirkju. Töluðu saman lágum rómi og dáðust að listaverkunum, hver af sínu viti og hver af sínum smekk. Ég hefi sjald- an átt kost á að finna jafn átakanlega og í Pradosafninu, hve mikill er menningar- máttur myndlistarinnar fyrir allan al- menning, ef hann á kost á að kynnast henni við góðar kringumstæður. Að virða fyi’ir sér í ró og næði, í þessu kyrrláta og hátíðlega andrúmslofti, ýms listaverk, opnuðu manni nýja heima. Lík áhrif kann- ast sjálfsagt margir við, sem hafa átt þess kost að skoða listasýningar eða listasöfn erlendis. Það er von mín og ósk, að sýning þessi megi verða sem flestum þeirra, sem fá kost á að sjá hana þann takmarkaða tíma, sem hún verður opin, menningarlind af því tagi, sem ég hefi stiklað á. Og að hún megi eiga sinn þátt í því að hrinda í framkvæmd hugsjóninni um myndlistasafn í Reykja- vík, sem ekki má dragast of lengi, ef við eigum að verðskulda að teljast menning- arþjóða í ekki allt of þröngum skilningi. Fyrr en slíkt safn er komið upp fær al- menningur ekki nægilegt tækifæri til að svala þorsta sínum úr þessari tæru lind. Með þessum orðum lýsti ég sýninguna opnaða. -Á Alaskabrautínni. Þessl mynct er tekln á hlnum nýlagða vegi milli Alaska og Canada. Jóarna sjást nútíma farar- tæki, stóru herflutnlngabifreiOarnar, og hundasleðínn, farartækið, sem lengst hefir verið notað á þessujn slöðum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.