Vikan


Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 10
xo VIKAN, nr. 14, 1943 ; ■ :■ . ■' '•■ "-TV nmn m C IIIII L I U ■■■■■■■■■■■■ Matseðillinn. . Hænsnafrikassé. 2 kg. hænsnakjöt, 1% 1. vatn, 50 gr. smjör eða smjörlíki, 50 gr. hveiti. 250 gr. „asparges", gul- rsetur eða blómkál, einnig er ágætt að blanda öllu þessu sam- an. „Persille" til að skreyta með. Salt. Kjötið er þvegið, sett i pottinn, ásamt vatni og salti; soðið um 40 mínútur. Ef grænmetið er nýtt er það soðið með síðustu tíu minút- umar. Kjötið tekið upp úr og soðið siað. Smjörið brætt, hveitið sett út I og bakað upp með soðinu; soðið i 10 mínútur. Kjötinu og grænmetinu raðað á fat, sósunni hellt þar yfir, skreytt með söxuðu „persille". Sé notað niðursoðið grænmeti, er soðið af því notað með í jafninginn. Rauðgrautur. % 1. saft. % i. vatn. 25 gr. möndlur. 60 gr. sagóméi eða kartöflumél, sykur. Vatnið og saftin er sett i pott, sykur og vel saxaðar möndlumar sett þar í. Sagómélið hrært út i köldu vatni og þvi hellt út í þegar sýður. Suðan aðeins látin koma upp. Látið kólna. Mjólk eða rjómabland borðað með. Húsráð. Avallt fyrirllggjandi. Einkaumboð: jóh. Karlsson & Co. Simi 1707 (2 línur). Kápur eins og þessi á myndinni, eru kallaðar „Chesterfield“-kápur. Kápan er brún, með dökkbrúnu „persian" skinni. Húfan er einnig úr skinni. Sitjið ekki á pels yðar, þegar þér •ruð í bíó eða á veitingahúsi, og íorðist að styðja olnbogunum á.borð, þegar þér eruð i honum. Tóma léreftspoka undan hveiti og sykri er gott að nota í bolla- og glasaþurrkur. Til þess að ná burtu prentstöfunum er gott að sjóða pok- ana úr sóda og sápuvatni. Eina mat- skeið af sóda í pott af vatni. Te má búa til á satna hátt og kaffi. Teblöðin eru sett I pokann, vatninu hellt yfir, og þá sleppið þér við öll teblöð í tepottinum. eymið vel leyndarmálin! Eftir E L 1 N O R R/C E. Mér þótti vænt um Amy, og þegar hún sagði mér, að allt væri ekki í sem beztu lagi hjá henni og Dan, varð ég áhyggjufullur. Þess vegna minntist ég á þetta við Sue. Hún er ekki þannig gerð, að hún gangi manna á milli og segi slúðursögur. „Amy sagði mér þetta í trúnaði," sagði ég. „Þú segir engum frá þessu?" „Auðvitað ekki," sagði Sue. „Þér er óhætt að treysta mér.“ Hálfum mánuði seinna mætti ég Amy og Dan. Þau leiddust og voru. bersýnilega mjög hamingjusöm. Ég heilsaði þeim, en mér til mikillar undrunar létu þau sem þau sæju mig ekki. Ég þreif í handlegginn á Amy. „Eg veit ekki af hverju þetta staf- ar,“ sagði ég, „en hitt veit ég, að þú ferð ekki án þess að gefa mér ein- hverja skýringu." Amy var fokreið. „Ég sagði þér i trúnaði, hvemig ástatt var á milli mín og Dan. Engri lifandi veru ann- arri en þér trúði ég fyrir þessu — og þú hleypur með þetta um alla borgina. Það var bara sérstakt lán, að þú varðst ekki völd að því, að við skildum fyrir fullt og allt.“ Eg hafði engum sagt þetta nema Sue og ég komst að þvi, að hún hafði ekki heldur borið söguna út. Hún hafði aðeins sagt manninum sínum þetta. „Eg segl Harry alla skapaða hluti," sagði Sue. „En það hefir ekkert að segja. Gera ekki allar kon- ur það ?“ Ég ákvað að rekja spor sögunnar. Það var ekki erfitt, þvi að, þótt und- arlegt sé, enginn hafði slúðrað. Allir höfðu þagað yfir leyndarmálinu, að þeim sjálfum fannst. En hver ein- stakur hafði, og það af éintómum áhyggjum út af Amy og Dan, talað um þetta við einhvem annan, ein- hvem, sem algjörlega mátti treysta, að því er þeim þótti. Maður Sue draþ á þetta við með- eiganda sinn; meðeigandimi svo aftur við konu sina; konan við beztu vin- konu sina — en hún vann á skrif- stofunni hjá Dan. Og einn morguri hafði hún svo klappað á öxlina á Dan og sagzt vera viss um, að hans hjöna- band væri eitt af þeim, sem reist væri á bjargi. Eg lærði mikið á þessu og það ekkí án kostriaðar. Ég missti tvo góða vini og við sjálft lá, að ég eyðilagði hjónaband Amy gjörsamlega. Mörg ógæfan hefir átt sér stað af ekki meiri illvilja en mínum. Alltaf síðan, ef einhver seglr: „En þetta er algert leyndarmál, í guðs- bænum segðu engum lifandi manni það,“ haga ég mér öðru vísi. Nú veit ég, að eina leiðin til þess að varð- veita leyndarmál, hvort heldur þín eigin eða annarra, er; Segðu engum neitt, gerðu enga undantekningu frá þeirri venju. Þessi kona 1 Californíu hefir fengið titilinn, „duglegasta konan í her- gagnaiðnaðinum árið 1942." Maður- inn hennar er fangi Japana á Phii- ippseyjum. Kona nokkur grunaði mann sinn um, að aðrar konur hringdu til hans. Dvöld eitt, er hringt var til hans, heyrði kona hans hann segja: „Halló, Georg. Ert það þú, Georg? Vissulega. vil ég það, Georg. Auðvitað, Georg Nei, Georg. Bless, Georg." Síðan snéri hann sér að konu sinni og sagði: „Þetta var Georg, vina mín.“ MILO tfniifluniiM: lini iðaisoa 11111111» • Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinn að ánægju. Agnar Norðfjörð & Co.h.f, Helldsölubirgðir: Siml 3183. Nýkomið: Battersby-hattar. Bindi. Hálsklútar. Skyrtur. Peysur og VestL H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.