Vikan


Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 08.04.1943, Blaðsíða 13
'VIKAN, nr. 14, 1943 13 lHWniinrnnmwinininnHHMmniuHiinmniinnnuiimiimnnnnniHiiMiwiir^ Dægrastytting | fcWWWHmntWWIIIHMIIWIIHIHH iiiininiiiiiiiiniiiiniHiiiiiiiimiii^ Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 7. Skipstjórinn á vöruflutningaskipinu, sem Georg hafði strokið í land af, vildi forðast blóðsúthell- tnga,r og fór því í engu óðslega. Hann b.eið, en lét geía því nánar gætur, að sjóræningjaskútan færi ttkki, án þess að þeir vissu það. Og alltaf var einhver, sem hafði gætur á þvi, hvort ekki kæmi oýtt skeyti frá Georg. Það næsta var svohljóð- «ndi: Sjá lausn á bls. 14. Orðaþraut. ALDA ÓLMA SNAR EKUR ODDI FINN ETUR Fyrir framan hvert þeesara orða skal setja abin staf, þannig að nýtt orð myndist. Séu þeir lesnir að ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, og er það nafn á borg i Rússlandi. Sjá svar á bls. 14. Farþegar næturlestarinnar. Eftir W. Berg. Holden málaflutningsmaður flýtti sér á braut- arstöðina. Áríðandi embættiserindi knúðu hann tll þess að fara með næturlestinnl irm til borgar- ittnar. Veðrið var afar leiðinlegt. Þetta var i lok égústmánaðar, en það var kalt eins og í nóvem- ber, regnið streymdi niður og vindurinn kom æSandi fyrir hvert götu-hom. Holden kom sér fyrir í vagnklefanum, sem var vel upphitaður. „Það er leiðinlegt, að maður skuli ekki geta verið kyrr hér alla leiðina, í stað þess að þurfa að skipta um lest i K.,“ hugsaði hann önugur. „Og svo að þurfa að bíða þar i heilan klukku- tíma.“ Holden var eini farþeginn, sem fór úr lestinni i K., og hann fór beina leið inn í biðsalinn, sem var auður og óhugnanlega kaldur. Hann hreiðraði um sig úti í homi og reyndi að sofna stund, og tókst það. Þegar hann vaknaði, varð hann mjög undrandi, er hann sá að bið- salurinn var orðinn fullur af fólki. „Þetta var skemmtilegt," hugsaði Holden, „þá fœ ég samfylgd það sem eftir er af leiðinni, þvi þetta fólk hlýtur allt að ætla með sömu lest og ég." ’ Hann tók að virða fyrir sér samferðafólkið og undraðist, hvernig það var klætt. Hann var sjálf- ur lcrókloppinn af kulda, en svo virtist sem hinu fólkinu væri frekar of heitt, en það gagnstæða og það var allt klætt sumarfötum. Andspænis lionum sátu eldri hjón og komung Btúlka, bersýnilega dóttir þeirra. Hún var lagleg, Ijóshærð og klædd þunnum sumarkjól, sem var ttfar gamaldags í sniðinu. Holden sá, að ekkert af samferðafólkinu var klætt eftir nýjustu tízku. líeira að segja glæsilega konan, sem var þarna l fylgd með annari stúlku, sjáanlega lagsmey sinni, var i kjól, sem ekki hafði verið i tizku síðústu tíu árin, enda þótt hann væri úr dýrindis efni. Ungur maður gekk eirðarlaus fram og aftur um gólfið. Úr svip hans mátti lesa hræðslu og óróleika, og hann var stöðugt að gæta á klukk- una. Á þessu augnabliki heyrði málaflutningsmaður- inn, að lestin var að koma og hann flýtti sér að taka saman farangur sinn. Á meðan fór allt hitt fólkið út og er Holden kom andartaki síðar, varð hann steinhissa, því að hvert mannsbam var horfið inn í lestina. Hann flýtti sér að einum klefanum, en sá að hann var tómur, og hætti við að fara inn, því hann langaði að vera með öðru fólki. Næsti klefi var líka tómur. Hálfreiður ætlaði hann að fara út aftur, en í því fór lestin af stað, svo hann var tilneyddur að vera þama einn. Þegar lestarþjónninn skömmu seinna kom að sækja farmiðann, spurði Holden, hvort hann vildi ekki gjöra svo vel að opna dymar á næstu stöð, því hann ætlaði að flytja sig í einhvem klefa, þar sem fólk væri. Lestarþjónninn starði undrandi á hann. ,,Ég skil ekki, við hvað þér eigið," sagði hann hægt. Holden gramdist. „Skiljið þér ekki? Hvað er það sem þér skiljið ekki?“ spurði hann. „Að þér segist vilja fara í einhvem klefa, þar sem séu aðrir farþegar," svaraði lestarþjónninn, „þvi það er aðeins einn farþegi með lestinni, og það emð þér, herra minn.“ Nú var það Holden, sem undraðist. „Emð þér vitlaus, maður," hrópaði hann og hugsaði með sjálfum sér, að maðurinn hlyti að vera drakkinn. „Nei, það eru ekki aðrir farþegar með. Venju- lega er fátt fólk með næturlestinni héðan, hvað þá nú, þegar veðrið er svona vont." Holden var orðinn reiður. „Já, en það var fjöldi fólks í biðsalnum, og þegar lestin flautaði, streymdi það allt út!“ Lestarþjónninn hristi höfuðið. „Yður hlýtur að hafa dreymt þetta,“ sagði hann. „Nei, svo sannarlega dreymdi mig þetta ekki," hrópaði Holden illur. „Ég sá fólkið eins greini- lega og ég sé yður núna. Það vora eldri hjón með dóttur sína, glæsileg ung kona í silkikjól, ungur maður, sem gekk stöðugt um gólf ...“ Lestarþjónnin greip fram í fyrir honum með miklum asa. „Já, og þau vora öll sumarklædd, ekki rétt?" „Jú. Ég var einmitt hissa á því. Nú, hefi ég þó á réttu að standa?" „Já." Lestarþjónninn lækkaði ósjálfrátt róm- inn: „Þér hafið séð veslings fólkið, sem fórst i jámbrautarslysinu hérna fyrir tólf árum. Ég var búinn að gleyma, að þetta er nóttin milli 28. og 29. ágúst." „Hvað segið þér?“ „Starfsfólkið héma hefir aldrei séð það, en fjöldi farþega aftur á móti. Og flestir hafa tekið mest eftir fallegu, ungu stúlkunni og órólega, unga manninum, og ..." „Hjátrú," hreytti Holden út úr sér. Um leið stöðvaðist lestin. „Ja, nú getið þér sjálfir athugað, hvort það eru fleiri farþegar með lestinni," sagði lestar- þjónninn og lauk Upp dyrunum. Málaflutningsmaðurinn flýtti sér út. Hann leitaði í hverjum einasta klefa, en sá hvergi nokk- um mann. Lestarþjónninn hafði sagt satt. Holden hugsaði oft um þetta seinna, og þó hann reyndi að telja sjálfum sér trú um, að þetta hefði allt verið draumur, þá ferðaðist hann aldrei framar með næturlestinni nóttina milli 28.—29. ágúst. Dauðaspá Þuríðar. Þegar Pétur Buch, sonur Nikulásar Buchs, norsks manns, bjó í Mýrarseli, þar sem nú eru beitarhús frá Laxamýri, var hjá honum kona, sem Þuríður hét Ámadóttir. Var hún þar fyrst i húsmennsku, en síðar á hrepp. Hún var fædd & Kjama í Eyjafirði. — Þann 7. sept. 1834 kom hún að máli við Pétur og sagði honum, að þann dag ætlaði hún út á Húsavík; þyrfti hann svo ekki að hafa fyrir að sækja sig aftur, þvi að hún eigi ekki nema þrjá daga ólifaða. Tók Pétur vist lítið mark á þessum ummælum Þuríðar og lét hana ráða ferð sinni, en heilu og liöldnu komst hún út á Húsavik um daginn. Þar dó hún á þriðja degi, 10. sept. 1834, 81 árs að aldri. (Gríma). Reynið þetta. Leggið litið kort yfir vínglas (breidd þess má ekki ná yfir allt glasið), og leggið tíeyring á kort- ið; blásið síðan tíeyringinn ofan I glasið. Sjá lausn á bls. 14. Móðir söngkonunnar hækkaði kaupið. Þegar Bidu Sayao, fræg óperasöngkona frá Brasilíu, kom til New York, til þess að undir- rita samning er hún hafði gert við söngleikahús eitt, var móðir hennar með henni. Þær litu á samninginn. Gamla frú Sayao hvíslaði einhverju í eyra Bidus. En hún hristi án afláts höfuðið. Fulltrúi söngleikahússins bauð henni að hækka kaupið. Aftur hvíslaði gamla konan einhverju. Fulltrúinn hækkaði stöðugt kauptilboðið, þar til hann gat ekki farið hærra. „Ungfrú Sayao," nærri hrópaði hann, „þetta er hæsta boð mitt, hærra get ég ekki farið. Annað hvort verðið þér að skrifa undir þetta, eða ekkert getur orðið af samningunum." „Ég geng að sjálfsögðu að þessu!" sagði Bidu brosandi. Þá ýtti mamma hennar við henni. Bidu eld- roðnaði og sagði hikandi: „Fyrirgefið þér, en hana mömmu langar svo til þess að vita — hvar kvennasalemið er,“ Japanskir peningar. Myndin sýnir amerískan hermann með fulla kistu af japönskum peningum, er hann tók herfangi á Cuadalcanal-eyju.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.