Vikan


Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 1
Nr. 15, 15. apríl 1943. Kennaraskólinn í Reykjavík Mjög mikið er undir pví komið, að kennarastéttin sé starfi sínu vaxin, að í hana veljist hæfileikamenn og konur og pau fái pá menntun, sem starf peirra krefst. fr- Vér höfum fengið ýmsar upplýsingar um Kennaraskólann hjá Freysteini Qunnarssyni skólastjóra og fara pær hér á eftir. Stofnun Kennaraskólans var ákveðin með lögum 22. nóv. 1907. Reykja- víkurbær gaf blett undir skólann Bunnan í Skólavörðuhæðinni. Þar var skólahús reist sumarið eftir og stendur jþar enn í dag á þeirri eignarlóð. ; Skólinn tók til starfa haustið 1908. Árs- 'deildir voru þrjár, 6 mánuðir á vetri. Inn- jtökuskilyrði voru létt. Miðuð við það, að meðalgreindum manni væri unnt að afla eér þeirrar þekkingar að mestu tilsagnar- 'laust. Skólinn starfaði án verulegra breytinga íram til 1924. Þá var námstíminn lengdur í 1 mánuði á ári og bætt við ensku. Af erlendum málum var aðeins kennd danska fram að því. I Mikil breyting varð á skólanum með íeglugerðarbreytingu, sem gerð var 10 ár- !um síðar, árið 1934. Voru inntökuskilyrði jþyngd þá að miklum mun og aukin kennsla j[ uppeldisfræðum, kennsluæfingar upp- teknar í smábarnakennslu og kennsluf ræði aukin. Eftir þeirri reglugerð hefir skólinn starfað síðan, en þó aukin kennsla í ýms- ;Um greinum, svo sem handavinnu, íþrótt- :um og söng. I Á Alþingi því, sem nú situr, hafa nýlega verið samþykkt ný lög um Kennaraskól- ¦ann, og er aðalbreytingin sú, að námstími iverða f jórir vetur í stað þriggja áður. Til jinntöku þarf tveggja vetra gagnfræða- ;nám. Er þá námstími kennara orðinn 6 vetrar, og er það svipað því, sem tíðkast 'um kennaramenntun á Norðurlöndum. • Reglugerð samkvæmt lögum þessum er ekki komin enn. En ráðgert er, að aðallega verði aukin uppeldisfræði og kennsluæf- ingar, auk viðbótar í námi venjulegra sér- greina. Kennslutilhögun í kennai'askóla er frá- Framhald á bla. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.