Vikan


Vikan - 15.04.1943, Side 1

Vikan - 15.04.1943, Side 1
Kennaraskólinn í Reykjavík Mjög mikið er undir pví komið, að kennarastéttin sé starfi sínu vaxin, að í hana veljist hæfileikamenn og konur og pau fái pá menntun, sem starf peirra krefst. j— Vér höfum fengið ýmsar upplýsingar um Kennaraskólann hjá Freysteini öunnarssyni skólastjóra og fara pær hér á eftir. Stofnun Kennaraskólans var ákveóin með lögum 22. nóv. 1907. Reykja- víkurbœr gaf blett undir skólann 'sunnan í Skólavörðuhæðinni. Þar var skólahús reist sumarið eftir og stendur jþar enn í dag á þeirri eignarlóð. Skólinn tók til starfa haustið 1908. Árs- deildir voru þrjár, 6 mánuðir á vetri. Inn- :t,ökuskilyrði voru létt. Miðuð við það, að meðalgreindum manni væri unnt að afla sér þeirrar þekkingar að mestu tilsagnar- ‘laust. Skólinn staifaði án verulegra breytinga fram til 1924. Þá var námstíminn lengdur í 7 mánuði á ári og bætt við ensku. Af ierlendum málum var aðeins kennd danska fram að því. ; Mikil breyting varð á skólanum með reglugerðarbreytingu, sem gerð var 10 ár- :um síðar, árið 1934. Voru inntökuskilyrði [þyngd þá að miklum mun og aukm kennsla I uppeldisfræðmn, kennsluæfingar upp- teknar í smábamakennslu og kennsluf ræði aukin. Eftir þeirri reglugerð hefir skólinn starfað síðan, en þó aukin kennsla í ýms- urn greinum, svo sem handavinnu, íþrótt- um og söng. Á Alþingi því, sem nú situr, hafa nýlega yerið samþykkt ný lög uin Kennaraskól- ánn, og er aðalbreytingin sú, að námstími iverða f jórir vetur í stað þriggja áður. Tii inntöku þarf tveggja vetra gagnfræða- nám. Er þá námstími kennara orðinn 6 vetrar, og er það svipað því, sem tíðkast iun kennaramenntun á Norðurlöndum. ■ Reglugerð samkvæmt lögum þessum er ekki komin enn. En ráðgert er, að aðallega verði aukin uppeldisfræði og kennsluæf- ingar, auk viðbótar í námi venjulegra sér- greina. Kennslutilhögun í kennai'askóla er frá- Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri. FYamhald & bls, 7.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.