Vikan


Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 15, 1943 5 F ramhaldssaga: iimiiiiiMiimiiiiiimMiu Líkið í ferðakistunni 15 niiiiiimiiiiuiiimiiiiiiiiiHiiiii Sakamólasaga eftir Dr. Anonymous iiiiiiimmiiiiiii»iiiiiiMiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiiuimimiimmiiiiiimimiiiiim)ii Eítir að hann framdi verknaðinn, var ekki annað eftir, en að koma því til leiðar, að grunur- inn félli á Philipp, en jafnframt að láta líta svo út í augum annara, að hann gerði allt sem hægt væri, til að hjálpa honum. Þess vegna var um að gera að koma Philipp af landi burt, því hann hafði ekki kjark til þess að láta hengja hann, svo hann, Austin, gæti kvænzt stúlkunni. Afskipti mín af þessu máli höfðu komið hon- um að miklu gagni. Ég mátti gjarnan uppgötva afbrot Philipps, hræða hann svo, að hann tryði þessu að lokum sjálfur, og sæi það eitt ráð að flýja. Með þetta fyrir augum, sá hann um að í mínar hendur kæmust ýmis gögn, sem hann hélt leyndum fyrir lögreglunni. Bréfið, sem hann týndi, eða lést týna, allt var þetta gjört til þess að viila mér sýn. Ætlun hans var sú, að áður en lögreglan kæm- ist að nokkurri niðurstöðu, fengjum við Philipp til þess að gangast inn á að flýja. En þetta tókst ekki nema að hálfu leyti, þar eða þeir voru nú búnir að handtaka Philipp. En hvað átti ég nú að gera? Átti ég strax að fara til lögreglunnar ? Gat ég sannað mál mitt? Allt virtist benda til þess að Philipp mundi játa á sig glæpinn, og það hvíldi á mér eins og mara og gerði mig hálf sturlaðan, að Austin kynni að sleppa, en Philipp verða dæmdur saklaus. Ég fékk lögregluþjón til þess að standa vörð við húsið, sem Austin bjó í og hélt aftur til London. XXIX. KAFLI. Álit lögreglunnar. Er þangað kom hélt ég beint heim í þeirri von að Austin kynni að bíða mín þar, en svo var ekki. Síðan fór ég til Scotland Yard og náði tali af lögregluþjóni þeim, sem hafði ,,kistumálið“ með höndum. Mál þetta var á hvers manns vör- um og fólk var rajög ánægt yfir, að morðinginn skyldi hafa náðzt. ,,Já,“ sagði hann, „eftir að við yfirheyrðum gömlu konuna í Paris, gekk þetta allt eins og í sögu, ,‘en á dótturinni yar ekkert að græða. Það munaði minnstu, að hann léki þarna á okkur.“ „Eruð þér vissir um, að þetta sé rétti frænd- inn ?“' „Viss? Já, fullkomlega. Þar að auki hefir hann þegar meðgengið.“ „Það er ómögulegt,“ hrópaði ég. „Veslings pilturinn — guð hjálpi honum.“ Þetta kom algjörlega gegn vilja mínum, og lögregluþjónninn starði á mig, reiður og undr- andi. Nokkrir lögregluþjónar aðrir, er voru þarna viðstaddir, horfðu forviða á okkur. „Sjáið þér til,“ sagði ég, ,,ég hefi haft þetta mál með höndum, og ráðlegg yður að vera ekki alltof vissir. Að minnsta kosti kæmi það sér vel, ef þér tækjuð hinn bróðurinn einnig höndum. Hver veit nema að það kæmi í ljós, að hann hefði líka framið morðið.“ Þeir fóru allir að hlæja. „Enn eitt dæmið upp á að menn, eins og þér og yðar líkar, ættu ekki að seilast inn á verksvið okkar," sagði einn þeirra snúðugt. „Sennilega eigið þér við prestinn. Við vitum allt um hans gerðir, og nóttina sem morðið var framið, var hann heima í rúmi sínu.“ Hann stakk höndunum í vasa sína og leit sigri- hrósandi á mig. „Eruð þér nú alveg vissir um það?“ spurði ég. „Já, alveg. Það er þýðingarlaust fyrir yður að vera að þessu! Það er eins vist og tveir og tveir eru fjórir, að Pliilipp Harvey er morðinginn og hann verður þess vegna hengdur!" Eins og á stóð, gat ég ekkert gert. Allt i einu fann ég að ég var þreyttur, svo ég hélt heim — vondaufur og sár. XXX. KAFLI. Austln segir sannleikann. Á heimleiðinni marg sagði ég við sjálfan mig, að allt væri þetta til einskis, lögin færu sinu fram, og ég bæri enga ábyrgð á því, þó Philipp yrði dæmdur. — Hann yrði ekki sá fyrsti, sem hengdur væri saklaus. Hann játaði á sig glæp, sem hann hafði ekki framið, og nú gat ég ekkert frekar fyrir hann gert, og þó —. Ég opnaði herbergisdyrnar mínar, og fyrir framan mig stóð Austin Harvey. Þetta var Austin, og þó hann snéri baki við birtunni, gat ég séð, hve náfölur hann var. Hann stóð með krosslagða handleggi og úr svip hans skein festa og ró. „Hvað er yður á höndum ?“ spurði ég, þá loks ég gat talað. „Hvers vegna eruð þér hér, herra Harvey ?“ „Ég þarf að tala við yður,“ svaraði hann hljóm- lausri röddu. „Er það satt, að Philipp hafi verið handtekinn?“ „Já, víst er það satt," svaraði ég strax. „En það er önnur ástæða til þess að ég kom,“ hélt. hann áfram ógnandi. „Hafið þér blöðin frá í dag?“ „Nei, en ég veit, að það er búið að taka hann fastan! Þeir álíta sök hans sannaða og eftir viku eða hálfan' mánuð verður hann hengdur. Og segið mér nú, forherti glæpamaður og bróð- urmorðingi, hvers vegna komuð þér til mín, og þykist sorgbitinn ? Snáfið heldur heim og kvænist stúlkunni sem elskar bróður yðar!“ Ég ætlaði að ganga að bjöllunni — þeirri einu, sem var í herberginu. Austin sá, hvað ég ætlaði að gera og flýtti sér í veginn fyrir mig. „Þér munduð gjarnan vilja senda mig w íang- elsi,“ sagði hann hæðnislega, „en yður tekst það ekki, svo lengi sem ég vil ekki fara þangaö sjálfur." Það var eitthvað óhugnanlegt, hvað hann var rólegur, og ég var tilneyddur að hlusta á hann. Ég leit í augu hans og bað hann að gjöra svo vel að skýra nánar, hvað hann ætti við. „Álítið þér fullvíst, að Philipp verði dæmdur ?“ spurði Austin. „Já, hann hefir játað glæpinn." „Og heldur lögreglan, að hann sé sekur?" „Já, — en ég veit, að þér eruð morðinginn, huglausi fantur!" „En þér getið ekkert sannað á mig, hvers vegna þá endilega að láta taka mig fastan ?“ „Þér skuluð nú fá að sjá það,“ svaraði ég fok- vondur. „Sannleikurinn skal koma í ljós!“ En áður en ég lyki máli mínu rauk Austin á mig og greip fyrir munninn á mér. Fyrr en mig varði lá ég kylliflatur á gólfmu. Hann batt hend- ur mínar á balt aftur og vafði dúk um fæturnar. Þama lá ég, alveg á valdi þesSa kraftajötuns. — Þegar hann hafði bundið mig, dró hann marg- hleypu hægt og rólega upp úr vasa sínum. Mér brá, er ég sá þetta og hefir það sennilega sést á svip minum. „Þér skuluð ekki vera hræddur," sagðí hann þunglyndislega. „Ég drep yður því aðeins, að þér neyðið mig til þess." Ég gat engu svarað, en hugsaði með sjálfum mér, að fyrr skyldi hann drepá mig, en að bróðir hans yrði dæmdur saklaus. Þrátt fyrir allt, þá vorkenndi ég honum, er ég leit framan í hann. „Hlustið nú á mig,“ hélt hann áfram, „og takið vel eftir hverju orði, sem ég segi! Ef ég kæri mig um, get ég farið héðan af landi burt, hvenær sem er — ég hefi alla peninga frænku minnar. Skiljið þér þetta!“ Ég samþykkti. „Ef ég vil', get ég drepið yður, og þar með' stöðvað allt tal um þátttöku mína í þessu morð- máli.“ Ég samþykkti aftur. „Ef ég vildi, gæti ég leyst af yður böndin, og leyft yður að fara hvert sem þér vilduð og segja hverjum sem væri skoðun yðar á þessu máli. Haldið þér raunverulega, að nokkur ti-yði yður?“ Ég svaraði engu. „Haldið þér, að nokkur leggi trúnað á orð yðar?“ endurtók hann, önuglega, og sparkaði í mig. Svo mjög, sem mér var það á móti skapi, var ég tilneyddur að hrista höfuðið — nei, það verða víst fáir til þess að trúa mér! „Nei, það trúir yður enginn,“ hélt hann áfram. ,,og þó hafið þér á réttu að standa, allir aðrir á röngu! —Heyrið þér það? Philipp er saklaus — ég er morðinginn! — Ef ég sleppi yður nú, hvað ætlið þér þá að gera? — Fara til lögreglunnar? — Það mundu allir hlæja að yður, og ef ég segði fólki, að þér væruð geðveikur, þá segði það, að þetta hefði það lengi grunað." Hann var að gera mig brjálaðan, með yfir- læti sínu. Ég bylti mér á allar hliðar, en gat ekkert losað; hann brosti kalt og fyrirlitlega. „Liggið þér rólegir dálitla stund, og hlustið á mig! Eins og ég hefi þegar sagt yður, þá drap ég frænku mina, ekki vegna peninganna, heldur vegna ástarinnar! Viku eftir viku keppt- um við Philipp um hylli ungfrú Simpkinson. Ég elskaði hana, ég tilbað hana! — Og ég var, og ég er enn þá, sannfærður um, að ég yrði henni miklu betri maður lieldur en Philipp. Frænka gerði mig hálf brjálaðan með duttlungum sínum, Ég vissi, að samkvæmt erfðaskránni, var ég erf- inginn, en svo komst ég að því, að hún ætlaöi að breyta þessu. Af einhverjum ástæðum hafði hún ákveðið það, að Philipp skildi kvænast ungfrú Simpkinson, og á sunnudaginn, sagðist hún ætla til London morguninn eftir, til þess að breyta erfðaskránni þannig, að arfurinn skiptist jafnt á milli okkar. Hún sagðist mundi segja frú Simpkinson frá þessu, áður en hún færi til París. I þetta skipti var henni alvara, það vissi ég, og þá var ég búin að missa Edith fyrir fullt og allt. Ég elskaði þessa stúlku ákaflega, og gat ekki hugsað mér að lifa án hennar. — Bróðir minn hataði ég, því það var hann, sem hún elsk- aði, ég vissi vel að hún hafði játast mér fyrir þrábeiðni móður sinnar, og í \reiði gagnvart Philipp, vegna kæruleysis hans. Þennan umrædda sunnudag, heimsótti Philipp mig. Hann var töluvert drukkinn, og vildi fá pen- i.nga hjá mér. Meðan hann var að tala við mig, tók hann vasaklút upp úr vasa sínum, og þá datt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.