Vikan


Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 15.04.1943, Blaðsíða 6
6 VTKAN, nr. 15, 1943 útidyralykill hans á gólfið. 'Ég tók hann upp, og stakk honum í vasa minn. Frá þessum lykli staf- ar öll ógæfan; hefði ég ekki haft hann, hefði mér aldrei dottið í hug, að fara til frænku minn- ar einu sinni enn, ég var þegar búinn að tala tvisvar við hana, þennan sama dag. Hún var alveg ósveigjanleg, og í seinna skiptið, sem ég talaði við hana hálf rifumst við. Þegar ég tók lykilinn upp, var það í þeim eina tilgangi, að gæta þess að Philipp týndi honum ekki. Ég segi það einu sinni enn — hefði hann ekki misst lykilinn, þá hefði morðið aldrei verið framið. Klukkan hálf tíu flýtti ég mér heim frá kirkj- unni. Meðan á guðsþjónustunni stóð fannst mér sem lykillinn brenndi vasa minn — ég varð að fara í kvöld og tala við frænku mina, á morgun yrði það of seint. — Ég fór því út um bakdyrnar, tók hjólið, sem ég hafði notað nokkrum sinnum áður. Ég hafði notað reiðhjól mjög mikið á stúdentsárum mínum. Ef ég gengi, vissi ég að ég kæmi of seint, því frænka fór venjulega i rúmið um tíuleytið, þess vegna tók ég hjólið, og ég get svarið það — hlustið þér á mig?" Hann ýtti aftur við mér með fætinu, og ég hneigði höfuðið þrjóskulega. „Ég legg við drengskap minn, að það var ekki ásetningur minn að gera henni mein. Ég var reiður, örvinglaður af ást og hélt að ef til vill gæti ég haft einhver áhrif á hana. Herbergi frænku minnar eru á fyrstu hæð. 1 dagstofunni var myrkur; dymar á herbergi bróður míns voru lokaðar, en það er við hliðina á svefnherbergi frænku minnar. Ég lauk hægt upp herbergis- hurðinni, það logaði ljós á náttborðinu; frænka mín lá endilöng á gólfinu í öllum fötum, rétt fyrir framan dymar að herbergi Phillipps. Ég gerði mér í hugarlund, að þetta hefði viljað til með þeim hætti, að Philipp hefði hrint henni harkalega út úr herbergi sinu, skellt hurðinni og hafði þar af leiðandi ekki orðið þess var, að hún datt. Ég gekk nær og sá, að hún var lifandi og myndi sennilega rakna við bráðlega. Andartak stóð ég og horfði á hana, svo datt mér dálítið í hug. Ég læddist inn til Philipp, og sá að hann steinsvaf. Á borðinu hjá honum stóð flaska með kloroformi; hann hafði fleygt sér upp í rúmið í öllum fötum. Ég tók flöskuna og læddist hljóð- lega yfir í herbergi frænku minnar, hellti inni- haldinu í vasaklútinn hennar, og drap hana með þeim hætti, að ég tróð vasaklútnum upp í hana. Allt þetta skeði á einu augnabliki. Nú var Edith mín, en ég varð að flýja, og koma því þannig fyrir, að Philipp yrði grunaður um að hafa gert þetta. Lánið var með mér. Ég sótti kistu Philipps yfir i herbergi hans, tók allar bækurnar upp úr henni, og lét þær í fyrsta skápinn er fyrir mér varð. Því næst lét ég líkið niður í kistuna. Ég læsti kistunni og batt utan um hana aftur. Lykilinn tók ég með mér og lést daginn eftir hafa fundið hann i herbergi frænku minnar; úti- dyralyklinum stakk ég í frakkavasa Philipps. Ég bældi rúmið, drakk mjólkina, sem henni hafði verið ætluð, því það var betra að allt benti til þess, að morðið hefði verið framið seinni part nætur. Að svo búnu læddist ég út og greip hjólið og komst heim í tæka tíð. Ég lét hjólið á sinn stað og hringdi dyrabjöllunni. Á leiðinni upp stigann, vakti ég athygli húsmóður minnar á því, að klukkan var aðeins hálf ellefu. Ef nauðsyn krefði, hafði ég fleiri sannanir fyrir þvi að ég var heima alla nóttina." Þessi hræsnari, svo sannarlega hafði hann séð um það! „Morguninn eftir fylgdi ég Philipp til London. Allir álitu að ungfrú Raynell væri farin þangað. Undir eins og. ég hafði framið morðið, varð ég einkennilega kaldur og rólegur, og reyndi nú af fremsta megni að koma öllum grun á Philipp. Ég sá um farangurinn, og á meðan ég beið á brautarstöðinni, merkti ég kistu Philipps, með upphafsstöfunum P. H. Ég stældi hönd hans." Bundinn og hálf keflaður varð ég að liggja og hlusta á morðsöguna — en ég steinþagði yfir því, sem ég vissi. „Einnig,“ hélt hann áfram, „reif ég hinn seðil- inn af, því ég áleit, að það yrði frekar tekið eftir þessum, því færri sem væru fyrir. En að þessi mistök ættu sér stað með kistumar, það gat mig ekki grunað. Hefði ég haft hvita málningu, þá myndi ég hafa málað með risa stöfum, nafn Philipps á kistuna. Seðlinum, sem ég tók af, henti ég.“ Ég hefði getað sagt honum, að svo var ekkí. „Og nú kem ég að einna örlagaríkasta óhapp- inu, sem fyrir mig kom. Það skiptist um kistur, og af þeirri orsök, varð ungfrú Simpkinson við- riðin málið. Hversu mikið vildi ég ekki gefa til að það hefði aldrei orðið! Bróðir minn ætlaði að- eins að fylgjast með þeim til Dover, og dvelja þar. En vegna þessara mistaka, er það hans kista, sem fer til Frakklands, og er opnuð á tollstöðinni í París. Ætlun mín var, að Philipp yrði fyrstur til að uppgötva þetta, er hann opnaði kistuna í Dover, og þá var örugt að allur grunur félli á hann. Aðeins í þessu eina atriði elti ólánið mig. Þér getið eflaust sagt yður sjálfir, hvemig ég not- færði mér aðstoð yðar. En þér genguð lengra en- ég ætlaðist til, og uppgötvuðuð meira en æski- legt var. En það breytir engu. Ég get svarið yður það, að ætlun mín var sú, að koma Philipp af landi burt í tæka tíð. Það var einlægur ásetningur minn — og ég ætlaði með yðar aðstoð að gera hann svo hræddan, að hann þyrði ekki annað en fara sem skjótast, og hefði hann aðeins getað sloppið, þá hefði allt gengið að óskum. Ég hefði verið frjáls maður hér heima og hefði getað Sent honum peninga eftir þörfum. Handtaka hans breytir öllu, því að ég get ekki hugsað mér að senda hann í gálgann. Þar að auki hefi ég-misst Edith, hvernig sem allt fer. Hún skrifaði mér í gær og sagðist aldrei hafa elskað mig, hjarta hennar tilheyrði Philipp, og að sér hefði aldrei þótt vænna um hann en einmitt nú, er hann væri óhamingjusamur, og að hún yrði alltaf hans, hvort sem hann væri morðingi eða ekki. — Þetta er játning mín. Notfærið hana, eftir því sem þér álítið bezt, Philipp til hjálpar — mér er sama hvemig! Segið Edith, að ég hafi alltaf elskað hana, og að ég elski hana ennþá!" Síðustu orðin hrópaði hann. Síðan brá hann marghleypunni að vinstra gagnauga sér og þrýsti á gikkinn, án þess að titra. Hann hefir búizt við að detta aftur á bak, en við þrýstingin frá skot- inu riðaði hann við og datt síðan á grúfu, þvert yfir mig. Ég reyndi að hrópa — en gat það ekki; ég reyndi að losa hendur mínar — en árangurslaust. Mér fannst ég ætla að kafna og bráðlega missti ég meðvitundina. Ég hefi svo engu við að bæta. Sannleikurinn kom smám saman í ljós. Lögreglan varð að viður- kenna mistök sín, nauðug, viljug. Málið var siðan þaggað niður. Eftir því, sem ég hefi komizt næst, er ungfrú Simpkinson farin til Ástraliu eða Nýja Sjálands með Philipp, og þar giftu þau sig. Ég vona, að hún verði hamingjusöm hjá honum, þótt ég hins vegar efi slíkt mjög, nema því aðeins að hann hætti að dreklta. Ég hefi reyndar heyrt, að hann sé gjörbreyttur maður eftir þetta allt Auðæfi frænku hans fellu nú í hans hlut. Nokkrum mánuðum eftir þetta lét ég af starfi mínu sem leynilögreglumaður, en ekkert mál, sem ég hafði með höndum, komst í hálfkveisti við þetta svokallaða „kistumorð". — ENDIR. Erla og unnust- inn. -GB Oddur: Pú, það er bókstaflega frost héma inni. Ég ætla að hringja til Erlu og segja henni, að ég ætli að koma að heimsækja hana í kvöld. Það er svo hlýtt og notalegt heima hjá henni. Erla: Halló! Oddur, ástin mín, ég var rétt að koma inn. Já, vinur minn, komdu eins fljótt og þú getur. Já, það er ágætt, komdu bara strax, elskan, Bless á meðan. Oddur: Skelfing hlakka ég til að komast Oddur: Ógnar kuldi er þetta. Það er rétt Erla: Heyrðu, elskan mín, miðstöðin bilaði, svo að heim til Erlu í hlýjuna þar. eins og hér sé alls ekki kynt upp. alls staðar er kalt. Eigum við ekki að fara út og horfa á skautafólkið ? Oddur:- En skrítið. Ég:hefi einmitt verið að hugsa um þetta í allan dag.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.