Vikan


Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 16, 1943 $ Edison Marshall: Tápmikil stúlka. innan um fólk,“ hélt hún áfram. „En það er einn þáttur 1 baráttu minni. Þegar fólk tekur eftir ástandi mínu, og ég sé, að því bregður, geri ég ávallt eitthvað áberandi, til dæmis greiði mér. Þá venjulega starir það galopnum augum og brosir síðan. Bezt af öllu er, að vinir mínir láti sem ekkert sé.“ Fyrir hart nær tuttugu árum fór ég frá Seattle til Alaska. Skipið fór það sem kallað er grunnleið. Fyrsta kvöldið sá ég hóp af fólki standa kring um borð, þar sem verið var að spila, og virða eitthvað ákaft fyrir sér. Ég fór og aðgætti, hvað um var að vera. Mér virtist þetta fólk ekki vera neitt sér- kennilegir spilamenn; þau líktust mest venjulegum sumarferðamönnum: miðaldra maður, vel klæddur, snotur kvenmaður, sennilega kona hans, ungur, grannur pilt- ur, og frekar lagleg stúlka, 18 ára eða þar um kring, í kápu með slagi. Þau spil- uðu ósköp rólega, og ég gat ekki skilið, hvað dregið hafði fólkið þarna að. Allt í einu fór um mig kuldahrollur. Eg sá, að það sem ég áleit vera hendur stúlk- unnar við borðröndina, voru ekki hendur, heldur fætur. Stúlkan hallaði sér aftur á bak í hægindastólnum, og hélt á spilunum með öðrum fætinum, og spilaði með hin- um. Sokkarnir voru þannig gerðir, að það var hægt að opna þá. Ennfremur tók ég eftir því, að stúlkan var handleggjalaus. Það var augljóst, að þetta fólk var ekki að halda neina sýningu. En var það þá ekki óviðeigandi að sitja þarna og spila fyrir allra augum? Svarið felst, að ég held, í því sem lesa mátti úr svip fólks- ins, er stóð þarna og horfði á. Það, að sjá handleggjalausa stúlkuna gefa spilin með fótunum, hneykslaði það ekki minnstu vitund; þvert á móti, það kom því fyrir sjónir sem tákn um kjark og leikni. Ég ákvað að kynnast þessari tápmiklu stúlku nánar, og bauð henni þess vegna upp í dans kvöldið eftir. Hún brosti, stóð á fætur og.gekk alveg að mér. Ég tók utan um axlir hennar með báðum höndum, og við dönsuðum af stað, eftir hljóðfallinu. Það var ekki hægt að segja, að hún dans- aði sérstaklega vel, en það var langt frá því að hún dansaði illa. „Það var í rauninni mjög erfitt fyrir mig að læra að dansa,“ sagði hún, er ég fór að hæla henni. „Þar sem ég er hand- leggjalaus á ég miklu verra með að halda jafnvægi. En mér þykir gaman að skemmta mér, svo ég ákvað að halda áfram, þangað til ég kynni svona nokkurn veginn að dansa.“ Stúlkan var á leið til Vestur-Alaska með frænda sínum, sem var að fara til að líta eftir þorskveiðistöðvum, er hann átti þar. Á þessari löngu samleið urðum við góðir vinir, og hún sagði mér hreinskilnislega frá lífsskoðunum sínum, og frá þeirri löngu baráttu, sem hún varð að heyja, til þess að öðlast þann þroska, er hún nú hafði. „Fyrst, er ég varð þess vör, að ég var öðruvísi en önnur börn, var mín eina hugs- un að fela mig,“ sagði hún. „Að vera fædd vansköpuð var hræðilegt, smán gegn mannlegu eðli, hugsaði ég. Það var ekki svo gott að ég hefði verið fædd rétt sköp- uð, og svo misst handleggina. Fólk missir oft matarlyst við að sjá mig og mína líka. Ég fyrir mitt leyti gleymdi stundum, hvernig hún var, en þó ekki að jafnaði svo, að ég gæti litið á hana sem annað fólk. Vissulega var hún alveg sérstök manneskja. Það var sérstaklega skemmti- legt að tala við hana. Hún var klædd sam- kvæmt nýjustu tízku, og vissi alveg upp á * Það er erfitt fyrir unga stúlku að vera skcpuð öðruvísi en annað fólk ... Á tímabili þráði ég að deyja, en svo datt mér í hug, að ef til vill gæti ég' komizt hjá því að hafa þannig áhrif á fólk. Ef ég reyndi að koma fram sem eðlilegast, gæti farið svo, að öllum fyndist ég vera eins og ég ætti að vera. Það var erfitt að byrja að umgangast fólk. Það var ekki eingöngu það, að vera með hinum börnunum, heldur að láta sem ekkert væri, þó ég hefði enga handleggi. Ef þau báðu mig að lofa sér að sjá, þá gerði ég það. Ég eldroðnaði, en lét mig ekki allt að einu. Ég grét aldrei svo aðrir sáu, hvað sem fyrir kom; ég hló alltaf, þegar ég gat komið því við. Ef til vill vitið þér ekki, að hláturinn er vani, en ég veit það. Ég veit, að menn geta kennt sjálf- um sér að hlæja, ef líf þeirra er undir því komið. Ég þoldi ekki að mér væri vorkennt, svo ég hélt stöðugt áfram að þjálfa mig, jafn- vel í svefni. Og ég gerði allt, sem ég gat, til þess að verða aðlaðandi. Eftir dálítinn tíma — og það bjargaði sál minni — varð ég þess áskynja, að eymd mín gat orðið til þess að vekja áhuga fólks í stað hryll- ings; ég mundi geta sýnt því, hversu úr- ræðagóður maðurinn gæti verið.“ „Og hvað einbeittur vilji getur áorkað miklu,“ sagði ég. Augu hennar fylltust tárum, en hún brosti um leið og hún lyfti hægri fæti og þurrkaði sér með vasaklútnum um augun og nefið. Við hlógum bæði. „1 augum sumra manna, lítur það senni- lega illa út, að ég skuli sýna mig svona <33æn Eftir Hallgrím Pétursson. ó, Jesú, gef þinn anda mér, allt svo verði til dýrðar þér uppteiknað, sungið, sagt og téð; síðan þess aðrir njóti með. hár, hvernig bezt væri að beina athygh manns frá hinum mjóu öxlum. Ein ástæðan til þess að hægt var að gleyma sorg hennar, var, að hún krafðist svo lítillar athygli — hún var svo vel fær um að sjá um sig sjálf. Bækur og annað þess háttar bar hún á öxlum sér, og hélt við það með hökunni. Einu sinni, einn af yfirmönnum skips- ins var inni hjá henni, teygði hún sig eftir sjálfblekung er var þar í grind, skrúf- aði af honum lokið, skrifaði — með góðri „rithönd" — og lét pennann aftur á sinn stað. Hún prjónaði klukkutímum saman, og ég þekki margar konur, sem með tveim höndum stóðu henni ekki á sporði í saumaskap. Hún snyrti andlit sitt, hélt á glasi með tánum, borðaði við borðið með okkur hinum, fletti blöðum í bókum og reykti vindlinga, allt með þeim yndis- þokka, að hæft hefði hvaða hefðarfrú sem var. Áður en ég yfirgaf skipið, fékk ég hana og frænda hennar og frænku, til þess að lofa mér því, að þau skyldu heimsækja mig og konu mína á heimleiðinni. Við bjugg- um þá í Medford, Oregon. Þegar heim kom, og ég sagði vinum mínum frá stúlkunni, létu þeir allir í Ijósi vantrúnað. Einn læknir, meira að segja, sagði að beinabyggingu mannsins væri þannig varið, að þetta gæti alls ekki átt sér stað. En á tilteknum tíma komu þau aftur, og samkvæmið, sem konan mín hélt fyrir þau, heppnaðist mjög vel — og þeir van- trúuðu sannfærðust. Við höfðum bréfaskipti við stúlkuna í nokkur ár, en eftir að við fluttum hingað suður eftir, fréttum.við aldrei af henni. Hvort baráttan hefir, er til lengdar lét, verið of erfið fyrir mannlega orku og yfir- bugað hana, veit ég ekki. En ég veit, að hún varð eins konar hvatning til allra er kynntust henni — lifandi dæmi um dýrð og mátt mannlegrar orku.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.