Vikan


Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 16, 1943 5 Framhaldssaga: ................-.—, GIFT eda ÓGIFT ................. Eftir Betsy Mary Croker .— Þegar þær voru útl að skemmta sér, sátu gömlu konurnar og röbbuðu saman, og snerist talið þá oftast um ungu stúlkumar. Lafði Fitz- aandy þótti vænt um ungfrú West og hældi henni á hvert reipi, en frú Leach yfirgekk hana þó alveg í því. Hún læddi samt smá athugasemdum inn í lofræðurnar, eins og t. d.: „Hún er mjög eyðslusöm, getur ekki lifað án stöðugra skemmt- ana, er af ótiginbornu fólki komin o. s. frv.“ Frú Leach var alveg sérstaklega elskuleg við Ninu. Hún gaf henni sælgæti, fór með henni smá- gönguferðir, bauð henni kaffi og ís og reyndi eftir fremsta megni að veiða upp úr henni eitt- hvað um fortíð Madeline. „Jæja, svo að Madeline var kennslukona i skól- anum, eða sögðuð þér það ekki, væna min?“ ,,Jú, en ég var þar ekki nema i fjórtán mánuði, eg var meðal þeirra elztu, en Madeline aftur á móti ein af þeim yngstu. Við sáumst yfirleift ekki nema á frídögum.“ „Og fóruð þér úr skólanum á undan henni?“ „Já, það eru nú þrjú ár síðan ég fór þaðan. Það var rétt eftir skólaballið, og ég man ennþá, að Madeline var látin spila, svo að ekki þyrfti að borga fyrir það. En seinna um kvöldið dans- aði hún oft við einhvern mann, og þá varð ungfrú Selina fokvond." „Hvað hét sá maður?" „Ég get ekki munað það, og Maddie man það ekki heldur, við vorum elnmitt að tala um þetta nýlega." „Svo Madeline var í skólanum eftir að þér fóruð þaðan?" „Já, en bíðum nú við, mig minnir, að ég hafl hoyrt að einhver hafi verið rekin úr skólanum." „Hekin úr skólanum? Það er hræðilegt!" „Eg man þetta svo óglöggt, en það var áreið- anlega ekki Madeline. Hún var ekki svoleiðis stúlka." Frú Leach var engu nær, og hafði aðeins eytt tima sínum og peningum til einskis. Nokkrum dögum seinna fóru Berwicks frænk- urnar frá Biarritz áleiðis til Pau. * Robert West kom heim til London í byrjun samkvæmlstímabilsins. Hann keypti nokkra nýja hesta, lét þjónana fá nýjan einkennisbúning og hafði hvert miðdegisverðarboðið á fætur öðru. 1 eitt þessara boða bauð hann Lawrence Wynne. Gamli West var mjög minnisgóður, sérstaklega mundi hann vel allt það, er dóttir hans vildi gleyma, að henni fannst. „Hann er í sama féiagsskap og ég,“ sagði gamli maðurinn. „Ég hitti hann alltaf öðru hvoru. Það þekkja hann allir, og öllum þykir vænt um hann. Ég var heymarvottur að því nýlega, að Forther- ham lávarður þrábað hann að dvelja nokkra daga á skemmtisnekkju sinni. Bækur hans eru mikið lesnar." „Mér þykja rithöfundar leiðinlegir," sagði Madeline kæruleysislega. „En pabbi, hefirðu heyrt um hrunið i ástralska bankanum? Það var sagt frá því í kvöldblöðunum ? “ „Nei, hvað var það? Hvar eru blöðin?" hrópaði West gamli ákafur. Þar með var Wynne gleymd- ur, og boðskortið til hans var aldrei skrifað." Þrátt fyrir allt gafst Madeline tækifæri til að heimsækja Harry litla nokkrum sinnum. Hann var imidæll drengur, sem hver móðir mátti vera hreykin af. Nú var hann farin að hlaupa og tala, og var yfirhöfuð svo skemmtilegur, að Madeline lét ekkert tækifærl ónotað til þess að heimsækja hann. Lawrence og Madeline hlttust aldrei, því að hún kom venjulega á fimmtudögum, en hann á sunnudögum. 1 júní veiktist Harry litli af barna- veiki og varð mjög veikur. Hann veiktist á sunnudag og á mánudeginuni var sent eftir Madeline. Honum leið eitthvað svo- lítið betur, er hún kom. Þegar hann sá hana, rétti hann sóttheitar hendurnar i áttina til hennar og stundi: „Mamma, mamma min!“ Madeline var hjá honum allan daginn, og þegar hún fór þaðan um kvöldið, svaf hann, og lækn- irinn gaf henni leyfi til að vona allt hið bezta. „Það er engin ástæða fyrir yður að vera hrædd, nema þá að eitthvað sérstakt komi fyrir," sagði hann, „og þá mun ég strax gera yður aðvart. Harry litli er hraustur að eðlisfari, og þar að auki annast frú Holt hann mjög vel.“ „Já, hún er sérstaklega góð kona,“ sagði Made- iine og minntist með þakklæti alls þess, er hún hafði gert fyrlr Harry litla. „Ég get því miður ekki komið sjálf á morgun, en þér segið, læknir, að það sé engin hætta á ferðum. Er mér ekki óhætt að treysta yður fullkomlega ?“ „Eins og stendur er hann ekki í neinni hættu, við það legg ég drengskap minn.“ „Ef einhver alvarleg hætta er á ferðum, verð ég kyrr hér í nótt.“ „Ef þér hafið skyldum að gegna annars staðar, skulið þér bara fara,“ sagði læknirinn. Hann skildi ekki þessa ungu konu, sem ekki áleit það helgustu skyldu sína, að vera hjá einkabarni sínu fárveiku. Madeline var ekki fýrr farin, en að Lawrence kom úr gagnstæðri átt. „Einkennilegt," tautaði læknirinn við sjálfan sig. „Báðir foreldramir tilheyrðu því, sem kallað er betra fólkið, en helmsóttu barnið sitt á hverj- um tíma og töluðust aldrei við.“ Lawrence vakti yfir Harrý um nóttina með frú Holt. Líðanin var óbreytt.' Skeytið, sem Made- line fékk um morguninn, hljóðaði svo: „Svaf vel, engin breyting." Hún gladdist yfir því, og fannst nú, að hún gæti með betri samvizku undirbúið dansleik þann, sem pabbi hennar ætlaði að halda þá um kvöldið og vera átti aðaldansleikur ársins. Boðsbréf höfðu verið send mörgum vikum fyrir- fram. Öllu fólki, sem eitthvað þótti til koma, hafði verið boðið. Nú þótti gamla West gleði sín vera fullkomin. En engin' rós er án þyrna, og á þessari voru þeir tveir. Annar voru fréttir þær, er bárust frá Ástralíu um óstöðugan peningamarkað, hinn var fregnin af því, að Tony lávarður væri trúlofaður ungfrú Pamelu Pace. En það dugði ekki að láta slíkt á sig fá, og hann hugsaði sér að láta heiminn sjá það, að í hans augum væru peningar einskis virði. Hann hafði sjálfur keypt samkvæmiskjólinn á Madeiine frá einni þekktustu tízkuverzlun Paris- arborgar. Kvöldið, sem Madeline kom frá sóttar- sæng drengsins síns, reyndi hún að fá föður sinn til þess að hætta við dansleikinn, en hann brást reiður við og spurði, hvort hún vissi ekki, að þetta væri eina kvöldið, sem Shada-Sha væri ekki upptekinn, og hver væri ástæðan til þess, að hún vildi fresta dansleiknum. „Ég — ja, mér finnst — það er svo heitt — og svo er.ég hálf lasin ..." „Þú ert ekkert veik. Það er auðvitað af þvi að Tony lávarður er búinn að opinbera trúlofun sína, þótt mér þyki nú reyndar skrítið, að það skuli hiyggja þig, sem ert búin að neita honum tvisvar." „Það hryggir mig ekiii, þvert á móti, ég gleðst yfir því. Pamela Pace er ein af mínum beztu vinkonum. Tony lofaði að þau skildu koma á dansleikinn." „Dansleikurinn verður á morgun, og svo ekki meira um það.“ Daginn þar á eftir hafði hami farið snemma á fætur, til þess að undirbúa eitt og annað og yfirlíta bréf, er honum höfðu borizt daginn áður. „Þau eru öil frá fólki, sem vill láta bjóða sér á dansleikinn," sagði hann við dóttur sína, „flest af því fólki, sem ég eklti þekkti síðastliðinn vetur. Ég anza þessu ekkert. En mér datt allt í einu herra Wynne í hug, hann er eins og þú veizt i sama félagsskap og ég og þar að auki fulltrúi fyrir Bagge & Keep i máli, sem varðar mig, Þú manst eftir honum?" „Já, ég man eftir honum," sagði Madeline kuldalega. „Ég hitti hann hérna um daginn og bauð hon- um að koma. Hann er maður, sem kann að koma fram,“ bætti hann við afsakandi, „en hugsaðu þér, hann hafnaði boðinu. Og ástæðan, sem hann færði fyrir því, — ég veit, að þú getur aldrei gizkað á hver hún var. Ég varð alveg orð- laus. Hann sagði, að barnið sitt væri veikt!" Madeline horfði niður fyrir sig og náfölnaði. „Hann var ákaflega áhyggjufullur út af þessu. Ég hafði ekki hugmynd um, að hann væri giftur. Vissir þú það?“ Áður en frú Lawrence Wynne gæti svarað, kom þjónninn inn með fullan bakka af bréfum og at- hygli gamla mannsins beindist nú öll að þeim. • Á tilteknum tíma var allt tilbúið. Madeline tók á móti gestunum, klædd hvítum silkikjól, með glitrandi demanta í hárinu og um háls og hand- leggi. Aldrei hafði hún verið jafn fögur. Augun glömpuðu og á kinnar hennar sló ljósum roða. „Engar fréttir eni góðar fréttir," sagði hún við sjálfa sig. Skeytið, sem hún fékk síðast, var róandi, og hún hafði enga ástæðu til þess að vera hrædd. Hún lifði því aðeins fyrir líðandi stund, og enginn sem sá hina fögru, töfrandi Madeline West, gat látið sér detta í hug, að áhyggjur út af veiku bami hvíldu á henni eins og mara. Hún útilokaði alla hugsun um þetta og gegndi húsmóðurstörfum sinum með prýði. Hún dansaði ekki fleiri dansa en skyldan bauð henni og brosti og- var vingjarnleg við hvem einasta gest. * Dansleikurinn fór ákaflega vel fram, og engin mistök áttu sér stað. Og þegar siðustu gestimir voru famir og feðginin vom ein eftir, sagði gamli maðurinn: „Þér fórst þetta svo vel úr hendi, Madeline, að engin .hertogafrú hefði getað verið þér fremri. En nú skaltu fara að sofa, og ekki fara á fætur fyrr en um hádegi. Sérðu, sólin er að koma upp! Farðu nú að sofa.“ Madeline var dauðþreytt, hún anzaði engu, geispaði aðeins. Hún hlýddi honum fúslega, kysti hann á kinnina og fór inn að sofa. Josefíne hjálpaði henni að hátta sig og blaðr- aði í sífellu um, hversu falleg hún hefði verið. „En hvað er þetta?" greip Madeline fram í fyrir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.