Vikan


Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 6
VTKAN, nr. 16, 1943 fi henni, skjálfandi röddu, og þreif símskeyti, sem lá á borðinu, hálf falið undir fötunum. „Ó, ég gleymdi þessu, ungfrú, skeytið kom þegar þér voruð að taka á móti gestunum, svo ég vildi ekki ónáða yður. Eg vona að þetta sé ekkert mikilsvarðandi?" En það leit út fyrir að þetta væri þýðingar- mikið, þvi er Madeline las skeytið náfölnaði and- lit hennar og hendumar skulfu. Skeytið hljóðaði svona: „Komið þér strax. Breyting hefir átt sér stað. Holt.“ Og skeytið kom fyrir átta klukkustundum. „Josefine, hvers vegna færðir þú mér þetta. ekki strax?“ stundi Madeline, og leit á herbergis- þemuna slíku augnaráði, að hún titraði. „Þetta va.rðar líf eða dauða, og,“ — röddin brast — „ef ég kem of seint, fyrirgef ég þér aldrei!" I flýti henti hún til hennar skartgripunum. „Klæddu mig úr þessum druslum, þessu viðbjóðslega prjáli, sem .ég hefi selt sjálfa mig fyrir, og réttu mér ferðafötin mín. Fljót, stattu ekki þarna eins og bjáni.“ Reyndar leit þannig út að Josefine væri alveg steini lostin og væri að brjóta heilann um, hvort ungfrúin væri gengin af göflunum. En hún tók fötin upp og færði Jfadeline bómullarmorgun- kjólinn. Madeline þreif kjólinn af henni, flýtti sér í hann og lét stúlkuna skjótast út til að ná í vagn. Þegar Josefine kom aftur var Madeline til- búin, klædd í fallegustu kápuna, sem hún átti völ á. Hún hafði sett upp hattinn og var með veskið i hendinni. Vagninn var kominn, svo að hún þaut út. Josefine fylgdi henni út úr dyrunum, en í sömu svifum var vagninum ekið burt. „Almáttugur!“ hrópaði hún og leit upp til him- tns. „Fyr má nú vera. Hún gaf sér ekki einu sinni tíma til að fara úr hvítu skónum!" Þjónamir tveir, sem stóðu í dyrunum spurðu, hvað um væri að vera, hvort ungfrú West væri orðin viti sínu fjær — hún hlypi út um dagmála- bil. — Var hún að sækja lögregluna? „Ég veit það ekki, en þetta er í einhverju sam- bandi við skeyti, sem hún fékk. Hún var viti sínu fjær af sorg og kviða. Þið hefðuð bara átt að sjá hana; ég hélt, að hún myndi slá mig, þegar hún sá að skeytið hafði komið í gær. Madelipe tókst að ná I morgunlestina, og er á ákvörðunarstaðinn kom, var hún svo heppin að ná þar í leiguvagh. Klukkan átta kom hún að húsi frú Holt. Náföl og stynjandi þreif hún opna útidyrahurðina og þaut inn. Hún kom of seint! Þessi hugsun flaug í gegn- um huga hennar á sama augnabliki og hún sá frú Holt sitja grátandi við borðið. Það var eins og hnífur væri rekinn í hjarta hennar. Hún stóð þama á þröskuldinum, lömuð af hræðslu. Hjart- að barðist, svo henni lá við köfnun. Þó líf hennar lægi við, þorði hún einskis að spyrja. Loksins leit frú Holt á hana. „Mér datt í hug, að það væmð þér,“ sagði hún grátandi. „Veslings bamið dó i örmum mín- um snerrima í morgun." „Það er ekki satt, þetta getur ekki verið satt,“ hrópaði Madeline. „Læknirinn sagði, að það væri engin hætta á ferðum! 1 guðanna bænum, segið að þér séuð að gabba mig! Eg veit, að yður finnst ég eiga þetta skilið. — En guð minn góður, ég get ekki trúað þessu," og hún hljóp að hurð- inni inn í herbergi drengsins. 1 fyrsta skipti á ævinni, stóð hún augliti til auglitis við dauðann. Þama fyrir framan hana, lá litli drengurinn hennar, með krosslagðar hendur og lokuð augu. Koddinn hans var þakinn blómum. Þetta var þá satt — hann var dáinn — blóm vom ekki látin þannig hjá lifandi bömum. Og þó, svipur hans bar ekki vott um neinar þjáningar, — hann hlaut að sofa. En hvers vegna hreyfði hann sig ekkert? Hann andaði ekki! Madeline rak upp vein og kastaði sér niður við dánarbeð litla drengsins síns. Hún snerti varir hans með sínum. Hvað þær vom kaldar. Þó gat hún ekki trúað því, að hann væri dáinn. „Harry, Harry," hvíslaði hún, „Harry, ég er komin. Opnaðu augun, elsku litli drengurinn minn, bara í þetta eina skipti." „Svo þú ert loksins komin!" heyrði hún sagt á bak við sig, og er hún leit við stóð Lawrence þar, með þjáningasvip á fölu andlitinu. Augna- ráðið var iskalt. „Þú átt ekkert erindi hingað. Veslings bamið þráði þig allt til hins síðasta og svo lengi sem hann gat talað hrópaði hann á mömmu sína, elsku, góðu mömmu sina." Lengra komst hann ekki fyrir geðshræringu. Hann, þessi sterki maður, varð að þagna nokkur augnablik, en svo bætti hann við, og leit með fyrirlitningu á samkvæmisskóna á fótum hennar: „Á meðan hann háði stríðið við dauðann, dansaði móðirin!" „Ég fékk skeytið ekki fyrr en í morgun klukk- an sex," svaraði Madeline óhugnanlega rólega. Hún skyldi ekki enn til fulls að drengurinn henn- ar væri dáinn. „Þú varst strax látín vita, er honum versnaði," svaraði Lawrence. „En skyldur þínar i sam- kvæmislífinu ganga auðvitað fyrir öllu. Þú þorð- ir ekki að segja pabba þínum, að það væri heilög skylda þín að vera hér! Okkur hefir þú fómað á altari auðæfanna." Lawrence þagnaði augnablik, en hélt svo áfram: „Hér er hvor-ki stund né staður til þess að tala um þetta. Ég veit, að enn þá ertu ekki svo forhert, að rödd samvizku þinnar eigi ekki eftir að láta til sín heyra, og það mun verða beiskari sannleikur, sem hún segir þér, heldur en það, sem ég hefi sagt núna.“ Madeline stóð hreyfingarlaus við rúmið, og hélt báðum höndum um koparhúnana á höfðagaflin- um. Lawrerce hélt áfram: „Þér líður ef til vill betur að vita, að nærvera þín hefði engu breytt, því þegar í gærkvöldi taldi læknirinn vonlaust um að hann lifði." Madeline starði á hann, eins og í blindni; hann var fölur í andliti og augun bmnnu. Hann var svo reiður og sár, að meðaumkun gagnvart henni komst engin að. Madeline fann, að hún hafði misst allt það, er henni í raun og vem þótti vænt um. Drengur- inn hennar var dáinn, og Lawrence var henni nú glataðúr fyrir fullt og allt. „Er ekkert sem þú vildir segja?" spurði hann að lokum, er langur tími var liðinn, án þess hún mælti orð af vömm; hún krefti hnefana um rúmbríkina, svo að hnúamir hvítnuðu og úr svip hennar skein örvænting. „Geturðu ekkert sagt, ertu alveg tilfinningar- laus ?“ Ennþá svaraði hún engu, aðeins starði á hann með viltu örvæntingarfullu augnaráði. Hann veitti henni nána eftirtekt. Varir hennar bærðust ekki. Hræðilegar kvalir lýstu sér í svip hennar og starandi augnaráði, og áður en hann næði að grípa hana, féll hún í yfirlið. Frú Holt kom strax hlaupandi, og þau reynd* í sameiningu að vekja hana. Gamla frúin gat varla dulið andúð sína á Madeline. Henni fannst hún ekki eiga skilið að kallast móðir, og andúð henn- ar óx um helming, er hún sá skartgripina og skóna, sem Madeline var í. „Skómir sýna, að hún hefir verið að dansa í alla nótt,“ sagði hún. „Þér getið verið óhræddir, Wynne, það er ekki af sorg, sem hefir liðið yfir hana, hún er bara þreytt eftir dansinn, já og ekkert annað," bætti hún við og henti skónum fyrirlitlega út í hom. Þegar Madeline vaknaði úr yfirliðinu, gat hún ekki munað, hvar hún var. Smátt og smátt varð hinn hræðilegi sannleikur henni Ijós, en ekki eitt einasta tár féll af hvörmum hennar. Erla og unnust- inn. Erla: Hvað ætlarðu að segja mér, Oddur? Oddur: Ó, Erla! Þú hefir gert mig að hamingjusam- Oddur: Erla, ástin mín, ég elska þig, hefi alltaf elskað þig. Viltu asta manninum i allri veröldinni. giftast mér? Erla: Oddur minn! Erla: Og ég er gæfusamasta stúlkan, sem til er. Oddur: Við skulum ákveða giftingardaginn mina. Því fyrr, þvi betra —. hunangskakan mín! Erla: Ég veit, að við verðum svo hamingju- söm. Við skulum hringja til prestsins núna. Oddur: Nei, ástin mín — við skulum heldur fara þangað sjálf. Hugsaðu þér, hvað alllr verða hissa. Oddur: Æ, æ! Því þori ég aldrei að segja þetta í vöku?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.