Vikan


Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 16, 194S u 1 BT i iit n 1 11 1 1 11 n Ibl 111 111 11 L 1 V Börnin og leikföngin —— Eftir GARRY CLEVERLAND. — Matseðillinn. Fiskur í hlaupi með remoladisósu. 500 gr. fiskur, % 1. fisksoð, 6 bl. matárlím, 2 egg, grænar baunir, rauður matarlitur. Matarliturinn og edikið er sett út i soðið, því næst matarlímið, sem áður hefir verið brætt yfir gufu. Dá- litlu af soðinu hellt í randmót og látið stífna. Þegar það er orðið stíft, er fiskinum, grænu baununum og eggjunum raðað á og svo afgangin- um af soðinu hellt yfir. Látið standa til næsta dags. Þá hvolft á fat og borðað sem forréttur i stað súpu. Remoladisósa: Mayonnaise úr 2 eggjarauðum og 2J/í> dl. matarolíu. 1% dl. þeyttur rjómi, 2 matskeiðar kapers, safi úr % sítrónu. Fyrst er mayonnaisen hrærð og að því loknu er rjóminn stífþeyttur, þessu svo blandað saman og kryddið sett út í. Kálfasteik. 2 kg. kálfslæri, 25 gr. flesk, 1 I. vatn, salt, 1 gulrót. Kjötið er þvegið, fleskið og gulrótin, sem áður hefir verið soðin, er skorið í smá ræmur, velt upp úr salti og stungið á víð og dreif í kjötið. Steik- in þvi næst sett inn í vel heitan ofn. Þegar hún fer að brúnast, er sjóðandi vatninu hellt yfir smátt og smátt. Steikt í 1—1% kl.st. Þá er soðið síað og sósan búin til á þann hátt, að hveiti er hrært út í köldu vatni og hellt út í soðið, er það sýður. Lituð með sósulit, ef með þarf. Rommbúðingur. V2 1. þeytirjómi (þar af 1% dl. til þess að skreyta með), 100 gr. strausykur, 2 egg, 3 matskeiðar romm, 5 bl. matarlím. Eggjarauðumar og sykurinn hrær- ist saman í 10 min. og rjóminn og eggjahvítumar er stífþeytt sitt í hvoru lagi. Þessu öllu blandað saman. Því næst er rommið sett í og síðast matarlímið. Hellt í glerskál og látið stífna. Skreytt með því.'sem eftir er af rjómanum. Rauð sósa borin með. Rauð sósa: 2Vz dl. saft (má hafa hvaða saft sem vill), 2% dl. vatn, 20 gr. sagómjöl. Sagómjölið og vatnið er hrært vel, sett yfir eld og látið sjóða, en hræra verður stöðugt i á meðan. Þá er saftin sett í og ágætt, ef til er sítróna, að setja svolítinn safa úr henni. Húsráð. Ef þér setjið gólfdúk á gólfið i geymslunni í bílnum yðar, er mjög auðvelt að halda henni hreinni. Bezt væri að bera bón á dúkinn, þá verð- ur hann sleipari, ef hreyfa þarf til þunga hluti. Munið að allur matur, en þó sér- staklega grænmeti, er hollastur, sé hann gufusoðinn. Ef ungbörn em látin sitja mikið verður að velja stólinn af sérstakri nákvæmni. Bakið verður að vera mátulega hátt, og svo rúmt milli stólsins og borðsins, að bamið eigi auðvelt með að beygja hnén. Allir foreldrar vilja láta börn sín læra að fara vel með leikföng og geta átt þau með öðrum. Að kenna þeim þetta er oft erfitt og getur tekið mjög langan tíma. Áflog og rifrildi út af leikföngum er algengt fyrirbrigði og oft erfiðar að ráða við slíkt á heimilum, heldur en í bama- heimilum eða leikstofum. 1 öllum leikstofum em leikföng barnanna sameiginleg, og þar er haft. eftirlit með að þau noti þau til skiptis. En jafnvel þar kemur oft til árekstra, ef einu barni er lánað ein- hver ákveðinn hlutur, því að þá kem- ur oft annað, sem ekkert kærði sig um hlutinn áður og vill nú endilega fá hann. Við skulum hugsa okkur tvo drengi, Elli er 4 ára og Siggi 2 ára. Siggi vill auðvitað alltaf leika sér að leikföngum þeirra beggja. Sumt af þessu var Elli búinn að eiga í meira en ár, áður en Siggi hafði vit á að leika sér að því. Leikföngin vom upphaflega keypt fyrir Ella og hann var talinn eiga þau. Þess vegna er það ekki auðvelt fyrir Ella, að sætta sig við að hafa leikföngin sameiginlega með Sigga litla. Það gæti alltaf komið fyrir, að hann færi illa með þau, eða vildi jafnvel fá þaú einmitt þegar Elli er sjálfur að nota þau. Maður verður að viðurkenna eigna- rétt Ella, en þá sérstaklega yfir vögn- unum sínum. Siggi verður að læra að taka aldrei vagnana án leyfis Ella. Eins verður það að vera með Sigga, sum leikföngin verða að tilheyra hon- um sérstaklega, og þau má Elli ekki taka án hans leyfis. Með þessu móti komast bömin fljótlega að raun um, að það er þeim sjálfum fyrir beztu, að taka aldrei neitt í leyfisleysi. Einkabörn eru oft mjög ráðrík, og er nauðsynlegt að venja þau á að lána leikföng sín öðrum bömum, er koma í heimsókn til þeirra. Það er ekki rétt að skipa börnum þetta, heldur á með góðu að leiða þeim það fyrir sjónir. Það ungur nemur, sér gamall temur, og böm, sem venjast þvi ung, að miðla öðrum því bezta, sem þau eiga, og i augum bamanna eru það leikföngin, munu sem fullorðin eiga betur með að skilja þarfir meðbræðra sinna og vera fús- ari til, ef þau geta, að bæta úr þeim. Þessi kjóll er mjög hentugur fyrir stúlkur, sem vilja hafa síða kjóla, en íburðarlausa, þegar þær eru boðnar í kvöldveizlur. Blússan er sterkrauð og pilsið ljósblátt, með rauðum og gyhtum röndum. Smeykir við konuna. Ástæðan til þess að sumir menn leyfa konum sínum að safna skuld- um er sú, að þeir eru hræddarí við konurnar en skuldunautana. Avallt fyrirliggjandi. Einkaumboð: jóh. Karlsson & Co. Sími 1707 (2 línur). Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinn að ánægju. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. Tækifæriskaup. Eigum ennþá nokkur stykki óseld af hinum sérstaklega ódýru prjónavörum. Til dæmis: Dömupeysur, verð kr. 29.00. Karlmanna- og unglingapeysur, verð frá kr. 29.50. Lopahosur á böm og fullorðna. Ennfremur nokkra fallega dömujakka. Notið þetta sérstaka tækifæri. PRJÓNASTOFAN L.OPI & GARi Skeggjagötu 23. Sími 5794.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.