Vikan


Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 22.04.1943, Blaðsíða 13
 VIKAN, nr. 16, 1943 13 Dægrastylting tveim stöðum, um kálfana og ofan við hnéð. Hendurnar eru bundnar á bak aftur. Því næst er hann lagður flatur niður á gólf og á að standa upp, svona á sig kominn, án þess að styðja sig nokkurs staðar við. Orðaþraut. ÆTAN LINA AMAN SKAR EKUR YLUR LIN A ALLI Ó L A R LINA ÓMUR Fyrir framan hvert þessara orða skal setja einn staf, þannig að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, sem táknar sára sorg. Sjá svar á bls. 14. Gretur hann það? Jámbrautarlest ekur með 100 km. hraða. Maður, sem er í aftasta vagni lestarinnar, hefir hlaðna byssu. Hraði kúlunnar úr byssunni er 100 km. Ef lestarstjórinn í 'eimvagninum hallar sér öt um gluggannn, getur þá maðurinn í aftasta va^ninum skotið hann? Svar á bls. 14. Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 9. Strax á eftir síðasta skeyti kom þetta: Lausn á bls. 14. Að reisa liorgemling. Horgemiingur er reistur með tvennu móti. ónnur aðferðin er þessi: Listamaðurinn setzt flötum beinum á gólfið, og tekur hægri hendinni upp í hægra eyrað, undir hægra lærið, en vinstri hendinni bregður liann aftur fyrir bak sér og heldur henni í buxnahaldið að aftan. I-ví næst á hann að standa upp í þessum stellingum og hoppa þrjú skref áfram. Ef það tekst, þá er geml- ingurinn kominn á fæturna, annars ekki. Við þetta er til önnur aðferð. Hún er þannig: Fætumir á listamanninum eru bundnir saman á Sinclair Levvis og lögfræðingurinn. Ameríski rithöfundurinn Sinclair Lewis fékk einu sinni svohljóðandi bréf frá lögfræðingi ein- um í Vesturrikjunum: „Kæri Lewis! Eftir að hafa lesið sumar bækur yðar, iangar mig að biðja yður að gera mér dálitinn greiða. Viljið þér gjöra svo vel og senda mér skrá yfir bækur yðar, eiginhandarskrift, mynd og bréf, er segi nákvæmlega frá lífi yðar. Hvað þér eigið mörg börn og hvað þau heita. Með fyrirfram þökk, yðar einlægur. J. J. Jones.“ Lewis svaraði þannig: „Kæri Jim minn! Það var aðeins einn galli á bréfi þinu í minum augum, og hann var sá, að það var of hátíðlegt. Auðvitað höfum við aldrei sést, og sjáumst senni- lega aldrei, en á tímum eins og þessum, er allur hátíðleiki óviðkunnanlegur. Þess vegna kalla ég þig Jim, og þú skalt svo bara kalla mig Fatty, eða eitthvað annað álíka vinalegt Nei, Jim, ég á enga mynd af mér hér, en ég skal strax á morg- un fara og láta ‘ taka af mér mynd. Ég er að skrifa bréf um æfi mína, en hún hefir nú verið svona og svona, og ég verð ekki búinn að þvi fyrr en eftir nokkrar vikur. En nú skal ég segja þér eitt, Jim, ég hefi ákaflega mikinn áhuga á lögfræði! Vertu nú svo vingjarnlegur að senda mér mynd af þér, heimili þínu og skrifstofu, skrá yfir eignir þinar og tekjur, og yfir þær bækur, sem þú hefir lesið síðan 1914, ef þær eru nokkrar. Vinsamlega segðu mér, hvort þú hefir noklcurn tíma varið mál fyrir einhvern útgefanda eða rithöfund og þá hvers vegna. Allar upplýsingar koma að góðu haldi, ég get notað þær í næstu bók rnina. Hvernig er sambúðin hjá ykkur hjónunum? Útskýrðu það mjög nákvæmlega fyrir mér. Með fyrir fram þakklæti, þinn einlægur, Sinclair Lewis. Brynjólfur biskup frelsar konu frá álfum. Brynjólfur biskup ferðaðist einu sinni um biskupsdæmi sitt; hann hafði með sér þjónustu- stúlku eða matreiðslukvenmann, sem höfðingja siður var á þeim tímum. Hann áði á heiði einni, og tjaldaði þar; með honum var maður nokkur meðal annara, er voru í för með biskupi, er Jón hét, og var kallaður Jón trölli, vegna afls hans og burða. Um kvöldið fóru menn að sofa, og biskup einnig. En snemma um morguninn vaknar biskup, og vakti þjónustumenn sína; saknar hann þá stúlkunnar, og sagði, að hún væri heilluð á burt af álfum, og sagði, að sér félli það illa, að svo hefði til tekist. Segir hann þá við Jón trölla: „Þú skalt sitja á rúmi mínu, en ég ætla á burt að fara; en gáið þar að, að þið gangið eigi út úr tjaldinu, þangað til ég kem aftur, en það segi ég þér, Jón,“ segir biskup, „að kunni nú svo að fara, að stúlkan komi inn- til þín, þá skaltu taka hana, og halda henni, þangað til ég kem, og þó að hún biðji alúðlega að sleppa sér, þá varastu að gera það.“ Tekur biskup þá sprota, og geng-’ ur út úr tjaidinu, og ristir þrjá hringi í kringum tjaldið, gengur síðan burt, svo þeir vissu ei, hvað. af honum varð. Þegar góð stund var liðin, sjá þeir, hvar stúlkan kemur hlaupandi, og er skó- laus á báðum fótum; hún hleypur inn í tjaldið, og að höfðalagi biskups, eins og hún ætti þangað nokkuð að sækja undir koddann. Jón tekur yfir um hana; en hún biður hann að sleppa sér, því að biskup hafi sent sig, og verði hún því að flýta sér. Jón segir, að hún verði að vera kyrr, en hún brýst um, og biður hann að sleppa sér,' en Jón segir að hún þurfi ei þess að biðja, því hún fái ei burt að fara. Átti þá Jón nóg með að halda henni. En i þessum svifum sjá þeir, að koma 12 menn, og ríða mikið; eru þeir allir á litklæðum. En þá þeir koma að yzta hringnum, er biskup hafði rist kringum tjaldið, var eins og sett væri í þá píla, svo að þeir hrukku frá, og snéru aftur, og hurfu, svo menn biskups vissu ei hvað af þeim varð. Að því liðnu kom biskup; lét hann þá setja stúlkuna í bönd, því að hún var tryllt orðin. Fór svo biskup leiðar sinnar þaðan; en stúlkan smálagfærðist. En þá hún var komin til vits sins, var hún spurð, hvar hún hefði verið, eða hvernig hún hefði úr tjaldinu farið. „Þegar ég var sofnuð," segir hún, „kom til mín maður, og leiddi mig út úr tjaldinu; vissi ég svo ei af mér meir, fyrr en ég var komin í hól einn, þar sem margt fólk var saman komið, og var ég þá látin fara upp á pall einn, er margt kvenfólk var, og þar var ég látin fara upp i rúm og fengin hör til að spinna. En þegar biskup kom, og sendi mig í tjaldið, hafði ég ei tíma til að binda á mig skóna, þvi að hann kallaði svo að mér að fara.“ Enti hún svo sitt mál um það. Brynjólfur biskup var haldinn á sínum tíma með jarðfróðari mönnum, og mun hann, að sögn manna, hafa þekkt huldufólk, og trúað því vel, að það væri til, og rita ég ei framar um það, þótt gæti. (Eftir handriti Ólafs Sveinssonar i Purkey. J. Á.: Isl. þjóðsögur). Mágkona. Frh. af bls. 4. inn beið auðsjáanlega eftir, að eitthvað mundi komá fyrir. Frú Welde leit fyrst á þjónustustúlk- una, þá á frúrnar og síðast á gamla mann- inn við dyrnar. Og þegar hún hafði horft nokkra stund í augu honum, rétti hún hendurnar út á móti honum. „Guð, er það áreiðanlega John?“ „Já,“ sagði hann rólega, „það er ég — mig langaði til að sjá þig einu sinni áður en ég dæi — þú ert eina manneskjan í þessum heimi, sem ég er eitthvað bund- inn.“ „En John, hvers vegna léztu mig ekki vita áður, að þú ætlaðir að heimsækja mig?“ „Það hefði sjálfsagt verið það réttasta •— en þú veizt, að gamall hermaður er ekki heima í slíkum siðum, — ég vildi bara fá að taka einu sinni enn í hendina á þér. Eg hefi hugsað svo mikið um Karl bróður um þessar mundir, — og þetta fer nú að styttast hjá mér.“ Tárin komu fram á hvarma frú Welde. Hún gat ekki gert að því, það voru svo margar og góðar minningar tengdar við gamla John. „Það er vel gert af þér að koma,“ sagði hún. „Þakka þér fyrir, Lína. Það er ekki af því, að ég líði nokkurn skort á elliheimil- inu — en maður er alltaf svo einmana — bara að ég ómaki þig ekki eða trufli. „Truflir mig,“ sagði frú Welde. „Eg er húsbóndi á mínu heimili og ég læt sem mér sýnist og er ekki háð neinum. Viltu vera hérna nokkra daga, kæri mágur, þér er það hjartanlega velkomið ? Ég hefi her- bergi uppi á lofti, sem þér mun líka. Ég tala við elliheimilið í kvöld. Á morgun færðu þér föt, sem hæfa jafn ættgöfgum manni. Kæri John minn, Karli þótti svo vænt um þig ...“ Og hún tók undir hönd gamla manns- ins og leiddi hann inn í dagstofuna, án þess að hirða nokkuð um augnatillitið, sem frú Sten gaf henni. Og þetta var mikill dagur í lífi frú Welde, aldrei hafði hún fundið það betur, að hún var sannkölluð hefðarkona. Læknirinn (viS mjög gamla konu): „Hvemig líður þér í dag’" Gamla konan: „Illa; þess verður skammt að bíða að ég komist í arma Beelzebubs. Læknirinn: „Þú meinar Abrahams.“ Gamla konan: „Þegar þú hefir verið ekkju- maður í fjörutíu ár, býst ég við að þér standi á sama hvers faðmur það verður."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.