Vikan


Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 2

Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 17, 1943 Pósturinn Nýja framhaldssagan. Agatha Christie er fræg ura allan heim fyrir sakamálasögur sín- ar. I>ær þykja einkar vel samdar og spenn- andi og höfundurinn snillingur í því að láta lausnina að lokum, endir- inn, koma lesandanum á óvart. Þess vegna helzt athyglin óskipt frá upp- hafi til enda sögunnar. Agatha Christie hefir skapað mjög skemmti- lega persónu. I>að er belgiskur leynilögreglu- maður, sem fer sínar eigin, frumlegu g.ötur í öllum rannsóknum og leggur mikla stund á að að rökhugsa hvert smá- atriði og finnur , því lausnir, sem öðrum er ómögulegt að ná tökum á. I upphafi sögunnar, „Lieyndardómur Byggð- arenda", sem hófst í síð- asta blaði, hefir hann ákveðið að setjast í helg- an stein og hætta leyni- lögreglustörfum — en þá kemur fyrir óvænt atvik og hann tekur til starfa á ný ... Siglufirði, 19/4 1943. Kæra Vika. Við óskum eftir bréfa- viðskiptum við drengeða stúlku á aldrinum 13—• 15 ára, helzt annað hvort í Vestmannaeyjum eða Reykjavík. Ásdís Jónasdóttir, Eyr- argötu 24, Siglufirði. Sig- ríður Bíldal, Eyrargötu 1, Siglufirði. Reykjavík, 23. apríl 1943. Kæra Vika. Getur þú frætt okkur um, hvað mikið fé var lagt til Fáskrúðsf jarðar- vegarins þetta ár. Með fyrirfrarh þökk fyrir svar. Tveir forvitnir. Svar: Við spurðumst fyrir, um þetta á vega- málaskrifstofunni og fengum það svar, að til Fáskrúðsfjarðarvegarins hafi nú í ár verið lagð- ar 100 þús. króna. Svar til „Thoru": Við sjáum ekki ástæðu til að afla svona persónu- legra upplýsinga til þess að birta í „Póstinum" — en yður er velkomið að senda okkur spurningar um eitthvert annað efni, sem líklegt mætti telja, að við gætum svarað. Svar til E. G.: Þessu er ekki svo gott að svara, en ef til vill verður hægt að hefja aftur birtingu á þeim í Brúðhjónin Friðrik ríkisarfi og Ingiríður Svíaprinsessa að koma út úr stórkirkjunni í Stokkhólmi blaðinu. 24. maí 1935. (Sjá grein og myndir á forsíðu, bls. 3 og 7). MIN NIN G A R O R £> um hjónin Sigríði Eyjólfsdóttur og Þorkel Jónsson f rá Bíldudal, er fórust með vélsk. Þörmóði nóttina milli 17. og 18. febr. 1943. Fyrir rúmri öld komst eitt þjóðskáld okkar svo að orði, að Islands óhamingju yrði allt að vopni. Fátt vopna þessara munu hafa sært jafn stór- um og djúpum sárum sem hið ægilega Þormóðs- slys í síðastliðnum febrúarmánuði, þar sem allir Bilddælir áttu á bak að sjá ýmist nákomnum ættingjum og venslamönnum, eða vinum og kunn- ingjum, er féllu í hina votu gröf hafsins. Hér birt- ist mynd af hjónum, sem fórust ásamt barni sínu. Sigríður var fædd í Hákoti á Álftanesi 10. febr. 1909, dóttir merkisbóndans Eyjólfs Þorbjarnar- sonar. En er foreldrar hennar brugðu búi flutt- ist hún með þeim til Hafnarfjarðar. Þar gift- ist hún Þorkeli verzlun- arm. Jónssyni kaupm. á Bíldudal, Bjarnasonar bónda, Reykhólum, Þórð- arsonar. Skömmu síðar fluttu þau að Bíldudal, og var Þórkell um hríð verzlunarm. við verzlun- ina H.f. Maron, en síðan verkstjóri við Hrað- frystihúsið. Hverri stöðu, sem hann gegndi, naut hann almennra vinsælda, enda var hann prúð- menni í reynd og sjón. Á Bíldudal byggði hann vandað og snoturt íbúð- arhús, og voru þau hjón bæði samhuga og sam- taka með það að fegra það og skreyta úti og inni. Bæði unnu þau nátt- úrunni og fegurð hennar, og lögðu því mikla stund á blómarækt, og voru búin að koma upp dálitlu gróðrarhúsi. Einnig höfðu þau í huga að prýða sem mest hina litlu lóð, er húsi þeirra fylgdi, og gera hana sem unaðslegasta. Bæði voru þau samtaka í géstrisni og háttprýði. Sigríður var kona fríð sýnum og viðmótshýr, og var sem birti yfir, hvar sem hún kom. Myndir þær, er birtzt hafa af henni í blöðum, gefa litla eða enga hugmynd um útlit hennar. Heimili þeirra var hið yndislegasta og gestrisnin með afbrigð- um. Er því sízt áð undra, þótt aðstandendur hennar, og ekki sízt hin aldna móðir, sem beið hennar með opnum örmum, beri þungan harm í hjarta, og finni til þess, að — „deyi góð kona er sem daggeisli hverfi úr húsum, verður húm eftir". — Og munu orð þessi óvíða eiga betur heima. Hygg ég, að sá maður hefði verið úr steini gerður, er ekki hefði hlýnað um hjarta við hið ástúðlega viðmót Sigríðar, eða ekki orðið snortinn af yndis- þokka þeim, er henni fylgdi. Eg, sem þetta rita, var nákunnugur hjónum þessum og var tíður gestur á heimili þeirra, og hjá þeim var ég sið- asta kvöldið, sem þau voru heima, örfáum stund- um áður en þau stigu á skip og lögðu af stað í hina örlagaþrungnu för. Það kvöld verður mér ógleymanlegt sólarlagsskin, en sízt grunaði mig þá, að innan tveggja sólarhringa byggðu þau bæði kalda sæng á hafsbotni. Síðustu orð Sigríðar, þá er ég kvaddi hana í hinzta sinni, voru þessi: „Ég vona, að þú lítir inn til okkar, þegar við komum aftur." Og mér er æ í minni með hve miklum innileik hún sagði þau. En víst er um það, að efnt hefði ég það, að „líta inn" til þeirra, hvort sem þau hefðu komið aftur lífs eða liðin. Nú eru hjón þessi horfin ásamt drengnum þeirra hinum unga og prúða yfir í hina ókunnu heima, þar sem við vonum að þau lifi á æðra tilverustigi. Kemur mér því í hug máltækið forna: „Ástmegir guðanna deyja ungir." Blessuð sé minning þeirra! Ingivaldur Nikulásson. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.