Vikan


Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 17, 1943 Höf undurinn: Agatha Christie Ný framhaldssaga: „Komist í lífshættu? Mann. langar að vita meira, ungfrú." „Það var svo sem ekkert til þess að tala um. Bara venjuleg slys." Hún hristi höfuðið um leið og broddfluga flaug rétt hjá andlitinu á henni. „Ég hata þessar broddflugur. Þær hljóta að eiga hreiður hér einhvers staðar nálægt." „Býflugur og broddflugur — er yður illa við þær, ungfrú? Þær hafa ef til vill einhvern tíma stungið yður?" „Nei — en mér er illa við, hvernig þær fljúga rétt hjá andlitinu á manni." „Býflugan í barðalausa hattinum," sagði Poi- rot, „eins og enski málshátturinn segir." 1 þessum svifum var komið með vínið. Við lyft- um glösunum. „Það er beðið eftir mér inni," sagði ungfrú Buckley. „Ég býst við, að þau séu farin að undr- ast um mig." „O-ha! Bíða yðar yfir súkkulaðibolla," tautaði hann. „Nei, í Englandi kunna þeir ekki að búa það til. En ekki þar fyrir, þið hafið marga mjög skemmtilega siði. Til dæmis ungu stúlkurnar, hvernig þær setja á sig hattana og taka þá af sér — svo frjálslega — leikandi —" Stúlkan starði á hann. „Hvað eigið þér við ? Því skyldu þær ekki gera það?" „Þér spyrjið að þessu sökum þess, að þér eruð svo ung, ungfrú. Þeir, sem ég man eftir, voru með háum og stífum kolli, og nældir á höfuðið með óteljandi hattprjónum —" „Það hlýtur að hafa verið hræðilega óþægi- legt!" „Ég get ímyndað mér það," sagði Poirot. Eng- in hefðarfrú, sem sjálf hefði notað slíkan hatt, mundi hafa sagt þetta af meiri hluttekningu. „I hvassviðri var þetta hreinasta kvöl." Ungfrú Buckley tók af sér slétta og einfalda flókahattinn og lagði hann hjá sér. „Og nú gerum við svona," sagði hún hlæjandi. „Sem er hvorttveggja i senn, skynsamlegt og töfrandi," sagði Poirot og hneigði sig. Ég veitti henni nána athygli. Dökka hárið var svolitið úfið og mér fannst hún vera eins og ég hugsaði mér álfamær. Yfir höfuð var eitthvað í fari hennar, sem minnti á yfirnáttúrlega veru. Litla, lifandi andlitið, stóru, dökkbláu augun og eitthvað meira — eitthvað lokkandi og töfrandi. Veggsvalirnar, sem við sátum á, voru lítið not- aðar. Aðalsvalirnar, þar sem fólk sat venjulega, voru á horninu, er vissi niður að sjónum. Þar undir voru þverhníptir klettar beint í sjó fram. 1 þessum svifum kom maður fyrir áður greint horn. Hann var rauður í andliti og sló til hönd- unum af miklum krafti. Það var eitthvað frjálst og hispurslaust við framkomu hans — augsýni- lega var hann sjómaður. „Ég get ekki imyndað mér, hvað hefir prðið af stúlkunni," sagði hann svo hátt, að við heyrð- um. „Nick — Nick." Ungfrú Buckley stóð á fætur. „Ég vissi; að þeim væri farið að leiðast. Halló, Georg! ég er hérna." „Freddie vill óður og uppvægur fá eitthvað að drekka. Komdu, stúlka mín!" Hann leit með falslausri forvitni á Poirot, sem hlaut að vera all frábrugðinn flestum öðrum vin- um Nicks. Stúlkan benti honum að koma og sagði: F O T S a g a : P°irot °£ Hastings vinur ° hans eru nýkommr til St. Loo í sumarleyfi. Þar kynnast þeir ungri stúlku, Nick Buckley að nafni, er býr alein í húsi sínu, Byggðarenda. „Þetta er Challenger yfirforingi--------og —." Mér til mikillar undrunar sagði Poirot ekki nafn sitt, eins' og stúlkan ætlaðist til. 1 þess stað stóð hann á fætur, hneigði sig hæversk- lega og sagði: „Ur enska flotanum. Ég ber mikla virðingu fyrir enska flotanum." Athugasemdir, svipaðar þessari, falla Englend- ingum illa. Challenger yfirforingi stokkroðnaði og Nick Buckley flýtti sér að beina athygli hans frá þessu. ,,Við skulum koma, George. Gláptu ekki svona. Við ættum að fara og hitta Freddie og Jim." Hún brosti til Poirot. „Þakka yður fyrir vínið. Ég vona, að yður batni fljótlega í fætinum." Hún hneigði höfuðið í áttina til mín, stakk hendinni undir handlegg sjómannsins og þau hurfu fyrir hornið. ' „Svo að þetta er einn af vinum ungfrúarinn- ar," tautaði Poirot. „Einn af hinum kátu félög- um hennar. Hvernig er hann? Segðu mér þitt álit, Hastings. Er hann það sem þú mundir kalla góður drengur — já?" Ég þagði nokkur augnablik, og reyndi að gera mér í hugarlund, hvað Poirot ætti við með þessu „góður drengur". Ég sagði að lokum efablandinn: „Eftir útliti að dæma er hann ágætur," sagði ég, „að svo miklu leyti sem hægt er um það að segja, eftir svo skyndilega athugun." „Ég dreg það í efa," sagði Poirot. Stúlkan hafði skilið eftir hattinn sinn. Poirot tók hann upp, og snéri honum fjarhuga milli handa sér. „Er hann ástfanginn af henni? Hvað álitur þú, Hastings?" iiiiim................i ii ii aii i........¦¦¦ ¦¦¦...........ii iiiimiiiimiimii/ AGATHA CHRISTIE er talin í allra fremstu röð sakamálasögu- höfunda, sem nú skrifa slíkar bækur. Hún er fædd í Ameríku, en gift enskum manni og býr skammt frá London. Hún hefir gert ódauðlega persónu, sem hún nefnir Hercule Poirot. Það er belgiskur leynilög- reglumaður, sem gengur í gegnum sögur hennar og verður góður kunn- ingi l'esendanna. I upphafi þessarar sögu hefir Poirot ákveðið að hætta störfum og eiga náðuga daga, og breytir ekki þeirri ákvörðun, þó að hann fái áskorun um það frá hátt- settum mönnum, en þegar gerð er tilraun til að myrða unga og fagra stúlku á Byggðarenda, rétt við nefið á Poirot, þá getur hann ekki setið auðum höndum. Sagan er ákaflega dularfull og spennandi. iiiiimiiii......iiii.m „Kæri Poirot! Hvernig ætti ég að vita það. Heyrðu — láttu mig fá hattinn. Stúlkan saknar hans. Ég skal færa henni hann." Poirot veitti beiðni minni enga athygli. Hann hélt. áfram að snúa hattinum milli handa sér. „Já, vinur minn, ég er að verða gamall og barnalegur, er ég það ekki?" Þetta var alveg eins og sagt frá mínu eigin brjósti. Poirot hló, hallaði sér áfram og studdi fingri á nefið á sér. „Nei — ég er ekki alveg eins mikill fábjáni og þú heldur! Við förum með hattinn — áreiðan- lega — bara seinna. Við förum með hann að Byggðarenda, og þá fáum við tækifæri til þess að sjá hina töfrandi ungfrú Nick aftur." „Poirot," sagði ég, „ég held þú sért orðinn ást- fanginn." „Hún er snotur stúlka — ha?" „Nú — frá þínu sjónarmiði er hún það. Því þá að spyrja mig?" „Af því, æ! Ég get ekki dæmt um það. 1 mín- um augum, er allt sem ungt er, fallegt ... Það er það sorglega við að vera orðinn gamall. En þú — ég skírskota til þín? Auðvitað er dóm- greind þin ekki alveg eins og hún ætti að vera, eftir að hafa átt heima í Argentinu svona lengi. Þú vilt sennilega, að stúlkurnar séu eins og þær voru fyrir fimm árum, en þrátt fyrir það, fylgist þú meira með tízkunni, heldur en ég geri. Hún er lagleg — já? Og er hún ekki töfrandi?" „Jú, að vissu leyti, Poirot. En segðu mér eitt, hvers vegna hefir þú svona mikinn áhuga fyrir stúlkunni?" „Hefi ég áhuga fyrir henni?" „Nú, — hugsaðu um allt, sem þú hefir verið að segja." „Þú misskilur þetta, vinur minn. Það kann að vera að ég hafi áhuga fyrir stúlkunni — já — en ég hefi mörgum sinnum meiri áhuga fyrir hattinum hennar." Ég starði á Poirot, en hann var grafalvarlegur á svipinn. „Já, Hastings, þessi hattur." Hann hélt á hon- um fyrir framan mig. „Þetta er ástæðan fyrir áhuga mínum." „Þetta er snotur hattur," sagði ég hálfruglað- ur. „En ósköp venjulegur og blátt áfram. Fjöldi stúlkna eiga svona hatta." „Ekki eins og þennan." Ég athugaði hattinn gaumgæfilega. „Hvað sérðu, Hastings?" „Mjög einfaldan, brúnan flókahatt. Laglegt snið —." „Eg bað þig ekki að lýsa hattinum. Hitt ligg- ur í augum uppi, að þú sérð ekkert. Það er næsta ótrúlegt, veslings Hastings minn, að þú yfirhöfuð skulir sjá! En sjáðu til, kæri, gamli . fáráðlingur — það er ekki nauðsynlegt að reyna á gráu heilasellurnar — augun duga i þessu til- felli. Athugaðu — athugaðu —." Og að lokum sá ég, hvað það var, sem hann hafði verið að reyna að vekja athygli mína á. Hann snéri stöðugt hattinum í hendi sér, þannig að hann stakk einum fingrinum í gegnum gat á hattbarðinu. Þegar hann sá, að ég hafði komið auga á, hvað hann átti við, tók hann fingurinn úr gatinu, og rétti hattinn í áttina til mín. Ég sá, að þetta var örlitið gat, alveg kringlótt, og ég gat ekki skilið, hvaða þýðingu það gæti haft, ef það hefði þá nokkra þýðingu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.