Vikan


Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 29.04.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 17, 1943 7 „Land mitt, Guö minn og sómi". Framhald af bls. 3. um og alltaf fengið hinar beztu móttökur,. eins og maklegt var. Skal hér að lokum tekinn stutt- ur kafli úr áðurnefndri bók, sem Isafoldarprentsmiðja gaf út árið 1937: ,, . . . hefir konungur hina mestu ánægju af sjómennsku og iðkar hana að staðaldri, enda hefir hann tekið smáskipapróf. Hefir hann átt fimm kappsiglingasnekkj- ur um dagana, og brann sú hin síðasta í vetur, en hann er nú að eignast aðra í skarðið. Hefir kon- ungur síðan um aldamót tekið þátt í fjölda kappsiglinga, bæði í Dan- mörku og öðrum löndum, og stjórnað snekkju sinni jafnan sjálfur við bezta orðstír. Er orð á því gert, að það hafi verið vel af sér vikið af konungi, þá 65 ára gömlum manni, að stjórna snekkju sinni í kappsiglingum í Eyrarsundi í júlí 1935 í háaroki á vestan; stóð hann þá klukkutímum saman einn við stjórnvölinn í vatni upp í hné, og varð ekki meint af. Konungur er réttlátur að eðlis- fari, umtalsfrómur og óáreitinn, hann er fljótur að átta sig á að- steðjandi viðfangsefnum og mann- glöggur. Hann er skapbrigðamað- ur, en gæflyndur og þó fjarri því að vera geðlaus, svo að vel getur þotið í hann, ef honum mislíkar. Konungur er enginn nýjabrums- maður, venjufastur, og engu síður fastheldinn á rétt sinn, en rækinn við skyldur sínar.“ Ritstjóri Vikunnar bað sendi- herra Dana á íslandi að skrifa fyrir blaðið nokkur orð um Krist- ján konung og fara þau hér á ef tir: „Síðan hertaka Danmerkur fór fram fyrir rúmum þremur árum, hefir Christian konungur hvað eftir annað verið óbrigðul vörn lands og þjóðar gegn öllum ósanngjörnum kröfum utan að. Öll- um, jafnt Dönum og erlendum mönnum, kemur saman um það, að konungur vor hafi borið með karlmennsku og þreki það þunga hlutskipti, að eiga samtímis að vera konungur og fangi í sínu eigin landi. Sí og æ hefir hann vakið megna óánægju danskra nazista, svo að þeir hafa jafnvel dirfzt að skrifa um „alvarlega misbeitingu konungsvaldsins“. Þessi orð konungs hafa oft sýnt þjóð- inni, hvað honum býr í brjósti um framtíð Danmerkur: „Við þráum þann dag, þegar fáni okkar blaktir yfir frjálsri Danmörku.“ „Við þjónum landi okkar bezt með sam- heldninni.“ Þess vegna er konungurinn orðinn einingarmerki dönsku þjóðarinnar, og allir reiða sig á vörn hans fremur en nokkurs annars. ,?• s . . . Konungur er árrisull mjög. Hann ríður út snemma morguns á hverj- um degi, hvernig sem viðrar, svo að þessa sjón, sem myndin sýnir, kannast Kaupmannahafnarbúar vel við. Sú er ein af mörgum sönnunum fyrir því trausti, sem borið er til konungsins, að til hans er beint öllum óskum og kröfum um frelsi og sjálfstæði Danmerkur. Þegar þjóðernistilfinningin þarf að fá út- rás, þá hittast allir á hallartorg- inu hjá Amalienborg. Til konungs beinist hugurinn, þegar fólki finnst hættan nálgast. Menn reiða sig á réttlætistilfinningu hans og siðferðisþrek, riddaraskap hans og djarflega karlmennsku. Eg efast ekki um, að það eru þessi einkenni í fari konungsins, sem gert hafa hann að danskri þjóðhetju, ósveigjanleg sómatilfinning hans, skyldurækni og formfesta. Það er hann, sem án þess að kvika frá gefnum loforðum, held- ur Þjóðverjum fast að því formi samstarfsins, sem þeir kusu sjálfir í loforðum sínum þann 9. apríl. Þess vegna var ekki unnt, að fá Dani til þess að undirskrifa and- kommúnistasamninginn eða að af- henda nokkra tundurspilla úr danska flotanum, nema með hót- unum um uppsögn sáttmálans frá 9. apríl. Eg skil þetta þannig, að konungurinn haldi andstæðingun- um svo fast við skuldbindingar sínar, að þeir eigi ekki annars úr- kosta, til þess að fá málum sínum framgengt, en að gera sig bera að samningsrofum og ofbeldishót- unum. Enginn konungur Danmerkur hefir nokkurn tíma verið eins þjóðhollur og Christian X. Þetta hefir aldrei komið betur fram en á minningarhátíðum þeim, sem haldnar hafa verið eftir 9. april 1940, eins og til dæmis á 70 ára afmælisdegi hans, á 30 ára kon- ungsafmæli hans, og eins þegar hann var veikur síðastliðið sumar og haust. Við öll þessi og önnur tækifæri hefir danska þjóðin á alla lund reynt að sýna honum hollustu sína.“ Fr. le Sage de Fomenay. Dr. phil. Frank le Sage de Fontenay, sendiherra. Sendiherrann er fæddur 24. sept. 1880 á Unner- upgaard hjá Helsinge á Sjálandi. Faðir hans var þar stórbóndi. Varð stúdent 1899 og bjó á Garði, sem flestir lslendingar hafa heyrt getið, og þar voru þá margir mætir landar við nám og kynntist sendiherrann sumum þeirra mjög vel og segir hann sjálfur, að það hafi verið lán fyrir sig, ekki sízt eftir að hann settist hér að sem fulltrúi þjóð- ar sinnar. Hann lauk embættisprófi í sögu við Kaupmaunahafnarháskóla árið 1906 og var síðan eitt ár starfsmaður við Konunglega bókasafnið. Svo stundaði hann kennslu við ýmsa skóla í borginni, unz liann 1909 var skipaður undir- skjalavörður i utanríkisráðuneytinu, en skipaður skjalavörður þar 1914. Arið 1924 var hann skip- aður sendiherra Danmerkur á lslandi og gegnir þeirri stöðu enn. Sendiherrann er kvæntur Guð- rúnu Sigríði, dóttur hjónanna Eiríks Bjarnason- ar jánismiðs í Reyltjavík og Guðrúnar Helga- dóttur. (Framh. á bls. 15).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.