Vikan


Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 1
Nr. 18, 6. maí 1943. VWl K AN Lílcn þeirn, sem lifa. ÍS ff Þetta er kjörorð Minningagjafasjóðs Landsspítala íslands. Starfsemi pessi er mjög mikilsverð og á pað sannarlega skilið, að hún sé studd af öllum, peim sem einhvers eru megnugir — og peir eru ekki svo fáir núna hér á landi. Eftirfarandi grein er skrifuð af formanni Minningagjafasjóðsins, Ingu Lárusdóttur. w- Sjóður þessi mun vera einhver hinn stærsti líknarsjóður hérlendis og er árlega veittur úr honum styrkm>er nemur allverulegri upphæð. Ritstjóri Vik- unnar hefir farið þess á leit, að ég segði nokkuð frá sjóðnum og tildrögum hans og skal það gert hér í stuttu máli. Árið 1915 var íslenzkum konum veittur takmarkaður kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Konurnar hugsuðu sem svo að „æ sér gjöf til gjalda", og ásettu sér að bindast samtökum um að hrinda fram ein- hverju því máli, er horfa mætti til alþjóðar heilla. Völdu þær sér það verkefni, að vinna að því, að koma hér upp spítala, er væri eign ríkisins. Það lá eiginlega mjög beint við, að þessi stofnun yrði fyrir vali þeirra, því á þeim árum var hér hinn mesti skortur sjúkrahúss, þar sem ekki var annað að leita en til St. Josefsspítalans í Landakoti, sem reistur hafði verið fyrir um tuttugu árum, og var þegar orðinn allt of lítill, til þess að geta teTtið á móti öllum þeim, sem sjúkrahúsvistar þðrfnuðust. Flest hin stærri kvenfélög, sem þá voru starfandi hér í bænum, gerðust þátttakend- ur/ og kaus hvert félag sérstaka nefnd til þess að vinna að framkvæmdum þessa máls. Hugðust þær að vinna að því með tvennum hætti: með almennri fjársöfnun og með því að vinna því fylgi hjá löggjaf- ar- og f járveitingavaldi ríkisins. En þar eð hið fyrrnefnda er sérstaklega skylt því máli, sem hér um ræðir, verður þess sér- staklega getið; en hinu sleppt, er konur gerðu til þess að hrinda stofnun Lands- spítalans fram á Alþingi. Voru nú sendir út um allt land sam- skotalistar og konur hvattar til að vinna að f jársöfnun til Landsspítalans. Söfnuð- ust á fyrsta ári nálægt 24,000,000 og var það stofnfé Landsspítalasjóðs Islands, en Framhald á bls. 7. Inga Lárusdóttir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.