Vikan


Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 18, 1943 SVONA ER LIFIÐ - Betty er skilin við mann sinn og það er mikið um hana og Georg talað, en svo kemur Lára og ... að var drepið á dyrnar og ung stúlka stakk litlu síðar höfðinu inn um þær. „Ég kem hvort þú vilt eða ekki!“ „Er það Lára? Þá þýðir ekki að loka hurðinni við nefið á þér.“ „Eg fer úr kápunni. Og svo þarf ég aldeilis að spjalla við þig. Ég hefi nógan tíma.“ „Ég trúi því varla, Lára, að þú sért svona væn!“ „Engan skæting, Betty. Má ég sjá þig! Þú lítur mikið betur út heldur en ég hélt. Frænkur mínar sögðu, að þú værir svo aumingjaleg. En þú ert þvert á móti hress, rauð í kinnum, brosandi og yndisleg. Ég skal segja þér, það er alveg eins og þú hafir látið kærastann, ef hann er nokk- ur, kyssa þig.“ „Hvað segirðu, stúlka, heldurðu, að maður geti ímyndað sér, hvernig maður lítur út eftir þvílík atvik, þegar maður hefir aldrei reynt það. Lára, þú gerir mig taugaóstyrka." „Það þarft þú ekki að vera, Betty. Heyrðu, liggurðu á legubekknum í nýja Parísarkjólnum þínum. Ég er alveg' hissa á þér, og því meir, þar sem ég hefi heyrt talað um það í bænum, hvað hann fari þér vel, og ég sé, að hann fer þér ljómandi. Hann hefir aldrei kostað minna en 80-“ „130 fyrir utan toll, Lára mín.“ „Alltaf ertu sjálfri þér lík, Betty. Því- lík eyðslusemi! Er húslæknirinn þinn ekki kvæntur? Reyndar ert þú ...“ „Nýlega skilin við manninn, meinarðu? Það er alveg rétt, alveg mátulega nýlega, til að kaupa 130 króna kjól frá París. Það er víst ekki of mikið, til að draga úr mesta sársaukanum ? Fyrrverandi f rú Betty Tone var ofurlítið bitur í rómnum. „Fyrirgefðu mér,“ sagði Lára, sem var orðin mjög myrk á svip, en létti brátt aftur. „Annars, hann Georg bað að heilsa þér. Ég mætti honum við hornið á garðinum þínum.“ Frú Betty hleypti brúnum. „Hann hefir þá farið út forstofumegin,“ sagði hún við sjálfa sig. „Ég spurði hann, hvort hann ætlaði ekki að vita, hvernig þér liði, en hann sagðist ekki mega vera að því og bað mig að skila kveðju.“ „Læknir, sem ekki hefir tíma, hefir af- sakanir á reiðum höndum,“ sagði frá Betty og hló stuttlega. „Þetta máttu ekki segja,“ sagði Lára. „Georg ber mikla umhyggju fyrir þér. Og ég hefi heyrt, að honum hafi þótt mjög leiðinlegt, að þú skildir við manninn. „Er það tilfellið? Það er fallega hugsað af Georg,“ sagði Betty með glampa í aug- um. „En af hverju ert þú að hlæja, Lára?“ „Fyrirgefðu, Betty, en þú verður alltaf eitthvað svo skrítin, þegar við tölum um Georg. En það er einmitt um okkur þrjú, sem ég vil tala, en ég er alltaf svo Smásaga efíít (zlín ZZZJagnez hrædd við að móðga þig. Eigum við að gera það?“ „Nei, helzt ekki,“ sagði Betty. „Ég hefi ekkert gaman af að vera alltaf að tala um okkur þrjú.“ Hún tók kristalsskál af borð- inu, bauð Láru konfekt og spurði, hvort hún ætti að hringja eftir te handa henni. „Nei, þakka þér fyrir, ég kæri mig ekkert um te.“ En Betty, í hreinskilni sagt, heldurðu að frænkurnar hafi verið að segja það út í bláinn, að Georg væri ástfanginn af þér?“ „Að ég sé að ná í hann, meinar þú!“ „Af hverju dettur þér í hug, að ég meini það? En frænkurnar eru alltaf að dylgja með ykkur og baktala ykkur alveg hræði- lega. Og beinlínis nefna Georg í því sam- bandi.“ ijiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimuiiiuiiiiminimiiuiiiiiuniiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiii ! VITIÐ/k*ÉR ÞAÐ? | 1. Eftir hvern er þessi vísa: 1 Beri þig flaumið fram um vað, : farðu á djúpið státinn, = og svo er ei vert að súta það, þó svolítið gefi’ á bátinn. | i 2. Eftir hvem er leikritið „Veizlan á Sól- = 1 haugum”? i I 3. Hvort kallaði Michelangelo sig málara = i eða myndhöggvara ? = 4. Hvað er langt frá Reykjavík til Ás- i byrgis ? | 5. Úr verki hvaða tónskálds er sigur- = = merkið V tekið? I 6. Nú býr forseti Bandaríkjanna í Wash- i ington, en hvar bjó Georg Washington, i | þegar hann var forseti? = 7. Hvað þýddi orðið ,,hylbauti“ x fomu i i máli ? | i 8: Hvað er norska þingið kallað? i 9. Hvað er meðgöngutími ærinnar lang- i ! ur? ! i 10. Hvenær kom Jón biskup Ögmundsson i á fót Hólaskóla? Sjá svör á bls. 14. niimiiiiiuiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiimiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim „Og þú, Lára?“ „Það getur vel verið, að ég sé þó verst af öllum. Ég er venjulega að leika mér að gömlu, blindu hænsnunum hennar frænku, geturðu trúað því. Svo er ég alltaf að stríða þeirri gömlu og segi: „Á ég að segja þér, Lína frænka. Ég mætti Betty og Georg í kvöld og þau voru svo hamingjusöm, að þau sáu mig ekki. — Hvað segirðu, Lára, ertu ekki að búa þetta til? En samt veit ég, að eitthvað er til í þessu. Georg er farinn að vera svo undarlegur og vera svo mikið úti á kvöld- in og hann er farinn að verða svo þungur í skapi. Aumingja Georg!“ Og svo grátum við báðar, Lína frænka og ég. Þá kemur Bína frænka og lætur máðan mása: Tvisvar er þjónustustúlkan búin að segja Georg, hvar Betty býr, tvisvar. Og ég er alveg viss um, að það var höndin hennar Bettyar á bréfinu, sem Georg fékk í gær. Já, þessi Betty! Og svona höldum við áfram, frænkurnar og ég — þetta er allt svo hlægilegt.“ Og Lára hló, svo að tárin streymdu niður kinnarnar. „Finnst þér það ekki hlægilegt?“ „Heldur þú því fram, að frænkur þínar séu svona reiðar út í mig? Ég skil þetta ekki...“ „Betty! Þú hlýtur að skilja það. — Manneskja með þitt skapferli, skilur allt. Þú, sem þorðir að leggja út í skilnað ... !“ Frú Betty skældi sig, svo Lára sá ekki. Kjáninn þinn, hugsaði hún, eins og ég hafi skilið bara til að ná í Georg. „Þrátt fyrir blindni og trúgirni frænkn- anna, er mér vel við þær. En nú fá þær nýtt umtalsefni, Georg og mig,“ stakk Lára rólega inn í. „Georg og þig?“ Nú fór Betty að fá áhuga fyrir umtals- efninu. „Já, einmitt Georg og mig,“ og þetta kom af miklum hraða fram af vörum Láru. „Ég og Georg, við erum ástfangin hvort af öðru og höfum verið trúlofuð í heila viku. Og án umtals lofa frænkurnar okkur að vera saman. Við göngum út, för- um í leikhús, út í sveit og borðum saman hádegisverð.— Já, við erum hamingjusöm hvern dag, sem líður. — Þar fellur ekki nokkur skuggi á. Og þar hefir þú leyndar- málið. Opinberun trúlofunarinnar, upp- haf og endir. Hvað ég er hamingjusöm. Og nú erum við, eins og við höfum alltaf verið, sáttar, og þegar Georg hefir fengið gott starf, giftum við okkur. Ég er þér mjög þakklát, Betty, að þú skulir vera svo lagleg, svo að frænkurnar gátu ekki trúað öðru, en að Georg elskaði þig. Ann- ars hefði ég aldrei haft frið fyrir þeim. — En hvað er að þér, hrökk konfektið í hálsinn á þér ? Reyndu að renna því niður. — Þú veist það, að ég á enga betri vin- konu en þig, og þess vegna kom ég að segja þér þetta allt og ég ætla líka að biðja þig, að segja engum, að .. Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.