Vikan


Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 18, 1943 „Álítið þér — var eitthvert fífl að skjóta úr byssu í gistihúsgarðinum ? “ „Það lítur út fyrir það.“ „Ég er aldeilis hissa," sagði Nick undrandi. „Það er ekki að sjá, að ég sé feig. Þetta er þá í fjórða skiptið." „Já,“ sagði Poirot. „Þetta er í fjórða skiptið. En mig langar, ungfrú, að heyra um hinar þrjár tilraunirnar." Hún starði á hann. „Mig langar að fá fulla vissu fyrir því, ungfrú, að það hafi verið — tilviljanir." „Hvað, auðvitað! Því skyldu það ekki hafa verið tilviljanir!“ „Ungfrú, ég bið yður, látið yður ekki bregða. Hvað segið þér nm þá hugsun, að einhver sækist eftir lífi yðar ?“ Sú hugsun virtist skemmta henni mjög vel og hún skellihló. „Þvílik hugsun! En góði maður, hver á jarðríki gætuð þér álitið, að sæktist eftir lífi mínu? Ég er enginn milljónaerfingi. Ég vildi óska, að ein- hver væri að reyna að myrða mig — það væri spennandi, ef svo væri, — en ég er hrædd um, að það sé alveg vonlaust!" „Viljið þér segja mér frá þessum tilviljunum, ungfrú ? “ „Auðvitað — en það er ekkert sérstakt við þær. Það hangir stór mynd yfir rúminu mínu. Hún datt niður eina nóttina. Hétt áður heyrði ég hurð skellast einhvers staðar i húsinu og fór að gá að því — þannig bjargaðist ég í það skiptið. Myndin hefði áreiðanlega malað hausinn á mér, hefði ég verið í rúminu. Þetta var númer eitt.“ Poirot var grafalvarlegur á svipinn. „Haldið þér áfram, ungfrú. Látið okkur heyra númer tvö.“ „Það er nú ennþá auðvirðilegra. Það liggja smáklettar héma niður að sjónum, og ég fer venjulega niður þá, er ég fer að synda. Einn dag losnaði einn steinninn og hrapaði i sjó fram, rétt við hliðina á mér. Þriðja tilfellið var allt annars eðlis. Þá biluðu hemlamir í bifreiðinni — ég skildi nú ekki almennilega, hvað viðgerðarmaður- inn sagði um þá — en eitt er víst, að hefði ég ekið héma niður hæðina, hefðum við aldrei sést — en eins og fyrri daginn var lánið með mér, ég sneri við í tæka tíð og gat stöðvað bílinn hérna úti í runnunum.“ „Og þér vitið ekki, af hvaða orsökum þetta var?“ „Þér getið spurt viðgerðarmennina í viðgerðar- stofu Motts. Þeir vita það. Þetta var eitthvað afar smávægilegt, einhver skrúfa, sem hafði losnað, að ég held. Ég hélt kannske, að drengur- inn hennar Ellen — stúlkan, sem opnaði fyrir ykkur á lítinn dreng — hefði átt eitthvað við bifreiðina. Drengir hafa gaman af slíku. Auðvitað sór Ellen og sárt við lagði, að hann hefði ekki komið þar nálægt." „Hvar er bifreiðarskúrinn yðar, ungfrú ?“ „Á bak við húsið.“ „Er hann venjulega lokaður ?“ Nick sperrti upp augnn undrandi. „Nei, a.uðvitað ekki!“ „Hver og einn gat átt við bifreiðina, án þess að það sæist.“ „Ja — já, ég býst við því. En það er svo heimskulegt.“ „Nei, ungfrú. Það er ekki heimskulegt. Þér skiljið þetta ekki. Þér eruð í hættu -— alvarlegri hættu. Ég segi yður það. Ég! Og þér vitið ekki, hver ég er?“, „Nei,“ sagði Nick. „Ég er Hercule Poirot.“ „Ö!“ sagði Nick vandræðalega. „Ó, já.“ „Þér kannist við nafn mitt, ha?“ „Ó, já.“ Henni leið bersýnilega illa. Hún varð vand- ræðaleg á svipinn.' Poirot horfði hæðnislega á hana. „Þér eruð ekki róleg, en það segir mér aftur, að þér hafið ekki lesið bækur mínar." „Ja — nei — ekki allar. En ég kannast auð- vitað við nafnið.“ „Ungfrú, þér eruð kurteis, en ósannsögul.“ (Ég varð hugsi, því að ég mundi eftir að hafa heyrt þessi sömu orð fyrr um 'morguninn uppi í gisti- húsinu.) „Ég gleymdi — að þér emð aðeins bam — þér hafið ekkert um mig heyrt. Svo fljótt gleymist frægðin. Vinur minn þama getur sagt yður .. .“ Nick leit á mig. Ég ræskti mig vandræðalega. „Herra Poirot er — er — var frægur leyni- lögreglumaður;" útskýrði ég. „Ó, vinur minn!“ hrópaði Poirot. „Er þetta það eina, sem þú getur sagt. Segðu ungfrúnni, að ég sé alveg einstakur leynilögregluma(5ur, frábær, sá frægasti, er nokkra sinni hefir uppi verið!" „Héðan af er það óþarfi," sagði ég kuldalega. „Þú hefir þegar sjálfur sagt henni það.“ „Ó, já, en það hefði verið skemmtilegra að geta borið á móti þessu. Maður ætti aldrei sjálfur að þurfa að vegsama sig!“ „Maður á ekki að eiga hunda og þurfa þó að gelta sjálfur," sagði Nick með meðaumkun. „En hver er hundurinn, með leyfi?" „Ég heiti Hastings," sváraði ég kuldalega. „Frá orustunni — 1066,“ sagði Nick. „Hver getur svo sagt, að ég sé ekki vel menntuð ? En þetta er allt of dásamlegt! Álítið þér raunvera- lega, að einhver vilji koma mér fyrir kattamef? Það væri dásamlega skemmtilegt! En þannig lagað á sér ekki stað i raunveruleikanum, aðeins í bókunum. Ég hugsa, að herra Poirot sé eins og skurðlæknirinn, sem alla vildi skera.“ „En sú ósvífni,“ þramaði Poirot. „Viljið þér vera alvarleg? Það hefði ekki verið skemmti- legt, ungfrú, ef þér lægjuð úti í garðihum með gat í gegnum höfuð yðar í staðinn fyrir hattinn. Þá hefðuð þér ekki hlegið, ha?“ „Hlátur frá öðrum heimi!“ sagði Nick. „En, svo við tölum í alvöra, herra Poirot — þessi áhugi fyrir velferð minni er mjög vingjamlegur af yður, en þetta hljóta allt að vera tilviljanir.“ „Þér erað þrárri en fjandinn sjálfur!“ „Þaðan hefi ég líka fengið nafnið. Það er sagt, að afi minn hafi selt fjandanum sál sína. Allir hér kölluðu hann gamla fjandann (Old Nick). Hann var skrítilegur karl, hálfvitlaus — en skemmtilegur. Ég tilbað hann. Ég var alls staðar með honum og fólkið kallaði okkur gamla og unga Nick. Ég heiti í raun og veru Maydala." „Það er óvenjulegt nafn.“ „Já, það er eiginlega fjölskyldunafn. Það hafa verið mjög margar Maydölur í Buckley fjölskyld- unni. Þarna er ein.“ Hún benti á mynd á veggn- um. „Einmitt!" sagði Poirot. Síðan leit hann á mynd, er hékk uppi yfir arinhillunni og sagði: „Er þetta afi yðar, ungfrú?“ „Já, athyglisverð mynd, ekki satt? Jim Daz- arus bauðst til að kaupa hana, en ég vildi ekki selja. Það er vart sjálfrátt, hversu ég tilbið gamla Nick.“ Poirot þagði nokkur augnablik, siðan sagði hann í hreinni alvöru: „Hlustið nú á mig, ungfrú. Ég grátbið yður um að vera alvarleg. Þér eruð í hættu. 1 dag skaut einhver á yður — með Mauser skamm- byssu —“. „Mauser skammbyssu?“ A>ndartak var sem henni brygði. „Já. Þekkið þér einhvem, sem á slíka skamm- byssu ?“ Hún brosti. „Ég á sjálf eina.“ „Eigið þér?“ „Já — pabbi átti hana. Hann kom með hana heim úr stríðinu. Hún hefir verið að flækjast hér síðan. Það er ekki lengra síðan en í gær, að ég sá hana héma í einni skúffunni.“ Erla og > unnust- inn. kvöldi, þegar ég ætlaði að fara að játa Erlu ást mína! Oddur: Svona, hertu þig nú upp! Farðu beina leið til Erlu og segðu henni þetta! r. 194i, Kmg Fcaturrt SrndKJtc, Inc , ,Wofld ngh» rcicrvcd. Oddur: Erla — ástin mín! Erla: En hvað ég er fegin að þú komst — seztu og hlustaðu á knattspymukappleikinn, hann er alveg að byrja! uaaur: rug ma eKKi gerast upp núna — ekkert skal stöðva mig. Erla: Ó, er þetta ekki dásamlega skemmtilegt!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.