Vikan


Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 06.05.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 18, 1943 11 Framhaldssaga: ............. «IFT eða ÓGBFT ................ Eftir Betsy Mary Croker „Við skulum koma snöggvast inn í yðar herbergi, kæra Madeline." Madeline stóð upp með töluverðum erfiðis- munum. Frú Leach stóð þá upp og sagði, að það væri of kalt þar inni, en þeim væri velkomið að koma inn til sín. En þá sagðist lafði Rachel vilja vera ein dálitla stund með Madeline, og að hún skyldi sjá um, að henni yrði ekki kalt. „Mig langar að tala einslega við þig, Maddie,“ sagði hún, er þær komu inn fyrir, „en það var ómögulegt á meðan frú Leach var viðstödd. Hún Veit, að ég get ekki liðið hana, og er hrædd um að ég vari yður við henni.“ „Ég gæti min á henni; ég þekki hana vel, kannske betur en þér haldið.“ „Og getið vonandi ekki liðið hana?“ „Nei, ég treysti henni ekki.“' „Hún er einhver undirförulusta manneskja, sem ég þekki. Fjölskylda mannsins hennar vill ekkert hafa saman við hana að sælda. Hún skuld- ar saumakonunni einni saman 4000 kr., og hefir hana rólega með því að segja henni að hún muni bráðlega giftast flugríkum m£inni.“ „Það er ómögulegt. Við hvem skyldi hún eiga," sagði Madeline, kæruleysislega. „Getið þér ekki gizkað á það?“ „Ekki þó pabba.“ „Jú, einmitt. Þér verðið sjálfar að koma í veg fyrir að henni takist þetta. Gamla menn er auð- veldast að gabba. Er það satt, að hún ætli með . ykkur til Sidney?“ „Já, það er satt.“ „Þér verðið að koma í veg fyrir það, ef þér Viljið ekki fá hana fyrir stjúpmóður." „Hvernig á ég að fara að því.“ „Þér verðið bara undir öllum kringumstæðum að losna við hana. Ég vildi að ég gæti farið með yður!“ „Bara að þér gætuð það.“ „Því miður er það ekki hægt, en ég lofa að skrifa yður oft, Maddie min, og ég vona að við hittumst aftur áður en árið er liðið. Þá eigið þér að verða orðnar vel frískar og kátar eins og þér Vomð áður; viljið þér lofa því?“ Madeline svaraði engu, bara grét; en aðvörun lafði Rachel var ekki til einskis. Hún tók á því sem hún átti til, og bað pabba sinn að hætta við að taka frú Leach með þeim, en við það var ekki komandi. Og vegna þess, hversu lasin Madeline var, þá hafði hún ekki kjark til þess að andmæla. Lawrence Wynne hafði ekki séð West gamla langa lengi. Hann vissi, að þau dvöldu í Brighton og að Madeline var að batna. Dag einn í lok októbermánaðar borðaði hann ásamt nokkrum vinum sínum miðdegisverð í gildaskálanum. Þá kom West þar inn. Talið barst að honum og heimilisástæðum hans, og einn þeirra sagðist •hafa séð Madeline í Brighton, og ætti hún auð- sjáanlega skammt eftir ólifað. „Er þér alvara?" spurði Wynne. „Já, það er mér. Faðir hennar er sagður mjög áhyggjufullur og ég hefi heyrt, að hann ætli með hana til Ástralíu, þótt á hinn bóginn sé víst lítil von talin á að hún komist lifandi þangað." Þeim til mikillar undrunar stóð Wynne upp, án þess að mæla nokkurt orð, og gekk til föður Madeline. „Nei, eruð það þér, herra Wynne?" hrópaði gamli maðurinn, er hann sá Lawrence, „mikið er langt siðan ég hefi séð yður. En það er ekki að marka, því ég hefi ekki komið hér í háa herrans tíð. Dóttir mín er veik ennþá, henni sló niður aftur. Læknamir álíta, að hún sé aðallega veik á sálinni, en það þykir mér ótrúlegt, hún hefir aldrei orðið fyrir neinni sorg. En hvað um það, hún hefir misst alla löngun til þess að lifa og veslast upp dag frá degi.“ „Þér hafið auðvitað leitað beztu lækna, sem völ er á?“ „Það er búið að gera allt, sem hægt er. Nú ætla ég með hana til Sidney, ég ætla að sjá, hvort sjóferðin og loftslagsbreytingin geta ekki eitt- hvað bætt hana," sagði West gamli. „Hvenær búist þér við að fara?" spurði Lawrence, og strauk svitann af enni sér. „Eftir tvo daga. Við förum með „Victoríu". Góð vinkona mín fer með okkur, Madeline til skemmtunar á leiðinni. Hún fer svo hingað aft- ur, en ég býst við, að við dveljum að minnsta kosti eitt til tvö ár þarna, það getur verið að loftslagið í heimalandi Madeline fái einhverju áorkað." „Við skulum vona allt hið bezta," sagði Law- rence af svo miklum innileik að það snart West gamla. „Við sjáumst vonandi, þegar við komum aft- ur til Englands," hélt hann áfram; „þá verðið þér sennilega kvæntur og -—.“ „O, ekkert liggur á,“ greip Lawrence frammi. „Já, það er satt, ég mundi ekki, að þér eruð ekkjumaður, eða er ekki svo ? Hvernig líður baminu yðar? Ég gleymdi alveg að spyrja að því.“ „Barnið er dáið,“ svaraði Wynne alvarlega. „Ég samhryggist yður. Já, það er svona, börn- unum fylgja sorgir. En verið þér nú sælir og við sjáumst vonandi aftur, þegar við komum heirn." „Ef til vill sjáumst við fyrr, kanske mjög bráð- lega, ég er einnig á leið til Ástralíu." „Það gleður mig að heyra. 1 verzlunarerind- um auðvitað, sem gefa mikið í aðra hönd?“ „Ja, í mjög áríðandi erindum, að minnsta kosti. En nú verð ég að fara, ég á ennþá svo margt ógert.“ „Ég vildi óska, að þér gætuð orðið okkur sam- skipa." „Ég mun gera allt til þess að svo geti orðið," sagði Wynne og flýtti sér af stað, til þess ef hægt væri, að fá farseðil með „Victoríu". * Það var hvert farrými skipað á „Victoríu", en þrátt fyrir það höfðu Madeline og frú Leach klefa, sem ætlaður var fjórum. Þær voru mjög ánægðar með þetta mikla rúm, er þær höfðu. Frú Leach ein hafði svo mikinn farangur, að henni veitti ekki af þrem fjórðu af klefanum fyrir sig. Madeline, sem var mjög þreytt, lá endilöng í rúmi sínu og horfði áhugalaust á frú Leach, á meðan hún var að klæðast fötum þeim, er hún ætlaði að vera í við borðhaldið, greiða sér og setja á sig skartgripina. Þegar hún hafði lokið þessu, snéri hún sér að Madeline og úr svip henn- ar mátti lesa óblandna sjálfsánægju. Hún hafði síðustu dagana verði mjög skrítin í framkomu og horft á Madeline slíku augnaráði, að nærri stappaði ósvífni, „Þá erum við sem betur fer komnar Eif stað, Madeline," sagði hún. „Nú brunar skipið niður fljótið, og ég er innanborðs. Ég veit svo sem að það á ég ekki yður að þakka; það er yfirhöfuð margt fleira, sem ég veit, sem yður grunar ekki.“ „Hvað vitið þér þá?“ | Minnslu ávallt I mildu sápunnar I § = : 4‘ iUMiuiHimiiiiiminiiiimiiiTTiniiirfm'miiiiiiiiimuiuin'-'' Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennurnar hvítar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Simi 3183. NUFIX varðveitir hár yðar og auðveldar greiðsluna. Eyðir flösu og hárlosi. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Sími 3183. SVeiNABAkmíD VESTURGÖTU 14 - Sími 8632 Hefir ávallt fyrirliggjandi: KÖKUK, BRAUÐ, KRINGLUR, TVÍBÖKUR o. fl. Sendum gegn póstkröfu um land allt. • Góðar vörur. • Sanngjarnt verð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.