Vikan


Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 1
Nr. 19, 13. maí 1943. Samvinnuskólinn Samvinnumenn hafa alla tíð, bœði hér og er lendis, lagt mikla stund ó frœðslumól, kappkost að að flytja fylgjendum sínum sem í Reykjavík. mestan fróðleik, bœði almennan og um stefnumól sín og hafa nú átt ágœtan skóla í tuttugu og fimm ár. HALiLGRlMUR KRISTINSSON, fyrsti forseti Sambands ísl. samvinnufélaga, og Jónas Jónsson frá Hriflu beittu sér manna mest fyrir stofnun Samvinnuskólans. Guðlaugur Rósinkranz yfirkennari segir m. a. í grein, er hann skrifaði, þegar skólinn var tuttugu ára: „Fyrsta námskeið samvinnumanna var haldið á Akureyri og hófst þann 27. marz 1916 og stóð í þrjár vikur. Kennarar á þessu námskeiði voru Sigurður Jónsson frá Yzta- felli og Hallgrímur Kristinsson. Kennd var bókfærsla og fluttir fyrirlestrar um sam- vinnumál og ýms önnur félagsmál. Á kvöldin voru umræðufundir og tóku ýmsir samvinnu- menn á Akureyri þátt í þessum fundum, þótt þeir væru ekki á námskeiðinu. Nemendur voru 33, flestir úr Eyjafirði, Húnavatnssýsl- um og Þingeyjarsýslu. Bæði ríkið og Sam- bandið styrktu þetta námskeið, svo kennslan var ókeypis, og þeir nemendur, sem lengst voru að, fengu dálítinn ferðastyrk. Á Alþingi 1917 var samþykkt að hækka styrkinn til námskeið Sambandsins. Var þá ákveðið, að næsta námskeið skyldi vera nokkru lengra og háð í Reykjavík. Forstöðu- maður námskeiðsins var ráðinn Jónas Jóns- son frá Hriflu, sem þá var kennari við Kenn- araskólann. Námskeiðið hófst 1. febr. 1918 og stóð til 30. apríl. Sökum forfalla gat Jónas Jónsson ekki kennt á námskeiðinu, en nám- skeiðið fékk íbúð hans á Skólavörðustíg 35 til afnota um veturinn. Þar fór kennslan fram, og nokkrir nemendur bjuggu þar einnig. Nemendur voru 11. Fleiri komust ekki að sökum þess, hvað húsnæðið var lítið. — Kennarar voru: Guðbrandur Magnússon, nú- verandi forstjóri Áfengisverzl., Guðgeir Jó- Framhald á bls. 3. Jónas Jónsson, skólastjóri Samvinnuskólans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.