Vikan


Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 19, 1943 7 Um œðarfugl og dúnhreinsun Bergsveinn Skúlason hefir í kaflanum „Vorannir“ í Barðstrendingabók skrifað inn æðarvarp og birtist hér útdráttur úr þeirri grein hans. Æðarvarp. Æðarfuglinn er óefað langsamlega arðsamasti fugl við Islandsstrendur. Hvergi er meira um varp I ein- um hreppi á landinu en í Flat- eyjarhreppi á Breiðafirði, enda er æðarvarpið þar til ákaflega mikilla hlunninda. Árleg dún- tekja mun vera um 300—400 kg. Þegar vel vorar byrjar æðar- fuglinn að verpa skömmu eftir sumarmál, en lang mestur hluti hans verpir þó í 4. og 5. viku sumars. Talið er, að allur æðarfugl sé orpinn 6 vikur af sumri og lætur það nærri, ef eigi kemur stórhret um vaiptímann. En ef svo vill til, að hret geri framan af varptimanum með fannkomu og frosti, kippir það mjög úr bráðasta varpinu og fuglinn er þá að verpa miklu lengur fram eftir sumri en ella. Það er venja þar í eyjunum, að ,,leita“ varp- löndin nokkurum sinnum yfir varptimann. — Fyrsta leit er farin, þegar fugl er um það bil hálfseztur upp. Þá er lagt af stað með fötur og poka undir dún og egg. Dúnn er að „ vísu lítið tekinn í þessari leit, en þetta er aðaleggjaleitin. Ekki er þó hægt að segja, að míkil egg sé tekin, ef miðað er við fuglatölu. Það er undantekning, ef tekin eru nema glæný egg. Og þar sem ég er kunnugastur, er ekki tekið nema eitt egg af þremur, eitt af fjórum, eitt af fimm og tvö af sex, sé fuglinn nýr og að verpa; en sé það aug- ljóst að æðarkollan sé alorpin og eigi ekki nema þrjú eða fjögur egg, þá er ekki snert við þeim hreiðrum til eggjatöku. Svo er mesti fjöldi af æðarfugli, sem ekkert egg er tekið frá; því að ekki eru öll hreiðrin ný þegar að er komið, þegar ekki er farið oftar í varplöndin en að framan greinir, og halda þau þá öllu sínu. Venja er að fara þrjár eða fjórar leitar yfir varptímann. Dúnhreinsun. Dúnn er aðallega tekinn i tveimur síðari leitun- um. Síðasta leitin er nefnd ,,hroðaleit“. Hún er ekki farin fyrr en í lok varptímans. Þá eru öll hreiðrin hreinsuð að dún, og sé þá eftir kolla á eggjum, er dúnninn tekinn frá henni, en aftur látið í hreiðrið þurrt þang, mosi eða annað slikt' til skjóls. Þó „hroðaleit" sé ekki farin fyrr en í 10. eða 11. viku sumars, kemur það fyrir, að einstöku kolla er þá nýorpin og á þá fyrir sér að liggja á hreiðri í þrjár eða fjórar vikur. Venjulegast var þá ,,skipt“ um hjá henni, nýju eggin voru tekin frá henni, en henni gefin ung- uð egg í staðinn. Áreiðanlega kemur það sér vel fyrir kolluna, því að eflaust er henni óeðlilegt að liggja á eggjum svo langt fram eftir sumri. Þegar dúnninn er kominn heim, er tekið til við hreinsunina. Fyrst er hann þurrkaður úti við sólarhita, á seglum, hærum, eða járnplötum, og þá tint úr honum stærsta ruslið. Síðan er hann hitaður í potti yfir eldi og ,,krafsaður“ á grind, þar til ekkert rusl er eftir í honum og hann er orðinn að verzlunarvöru. Það þykir fullkomið dagsverk að hreinsa 2—3 kg. af æðardúni á dag. Dúngrindur eru venjulega smíðaðar úr 2X4” plönkum og hafðar 120 cm. langar og 90 cm. breiðar. Langs eftir grindinni allri og gegnum gólfplankana er svo dregið snæri, venjulega 3 pd. lína, svo þétt, að ekki verði nema 1—1% cm. milli strengja. Á þessum snærisstrengjum innan í grindinni er svo dúnninn hristur og núinn, „krafsaður" þangað til hann er orðinn hreinn. — Lítið áhald úr tré, er nefnist „fantur", er oftast notað við hreinsunina. Fanturinn er sporöskjulagaður, ca. 30 cm. langur og 15 cm. breiður um miðjuna, með aflöngu gati í miðjunni, svo að hægra sé að festa hönd á honum. Með því að nota þetta áhald, fást meiri og skarpari sveiflur á strengina en með berum höndunum og gerir það hreinsunina auðveldari. En allmikið lag þarf til þess að nota „fantinn" svo að hann skemmi ekki dúninn, og er því bezt að nota hann sem minnst. — Dúnn er líka stundum kald- hreinsaður, sem kallað er. Þá er hann ekkert hitaður yfir eldi, en aðeins þurrkaður við sólar- hita og svo tínt úr honum ruslið með höndunum. Það er ákaflega seinlegt, en með þeirri aðferð fæst fallegastur og verðmætastur dúnn. Dúnhreinsun þykir hið versta verk, bæði erfitt og seinlegt. Breiðfirska kvenfólkið hefir verið þolnast við þá vinnu, sem svo marga aðra; en nú er svo komið, að vart fæst nokkur maður til að hreinsa dún, og síður þó kvenfólk en karlmenn. — Vél til dúnhreinsunar hefir elcki enn tekist að smíða, svo að verulegu gagni komi, og væri þó hin mesta nauðsyn á slíku verkfæri. „Vatnssteinn“. Oddbjamarsker liggur um 12 km. vestur af Flatey á Breiðafirði. Þar var útræði mikið fyrr á tímum. Pétur frá. Stökkum lýsir Slcerinu í Barð- strendingabólt og er þaðan tekinn eftirfarandi kafli um „Vatnsstein“. Innst i Oddbjarnarskeri er aflang- ur, töflumyndaður klettur, fárra metra breiður og rúmlega meters hár. Um stórfjörur þornar hann, en í kringum hann og á honum svarrar brimið ár og síð og alla tíð, ef nokkuð er í sjóinn. Frá klettinum og upp að sandinum er mjótt hleinarif, nokkuru lengra en kletturinn. Klettur þessi er kallaður „Vatnssteinn" eða „Vatns- steinar". Dregur hann nafn af því, að ofan í miðjan klettinn er þró, um 50 —60 cm. löng, um 40 cm. breið og um 20—30 cm. djúp. 1 þróarbotninum er mjó uppsprettupipa, með svo heitu vatni, að sjóða má í því egg og þunn fiskstykki. Líkast til er hitinn í laug- inni um 80° C. Klétturinn snýr frá austri til vesturs. Á norðurhlið hans eru nokkrar holur eður pípur, skammt fyrir ofan fjörumálið. 1 þær eru felldir grenitappar; séu þeir teknir úr pípunum, rennur vatnið um þær út í sjóinn, en ekkert kemur í laugina. Er því líklegt, að einhvern tíma í fyrndinni hafi þróin verið klöppuð þarna í klettinn, og borað svo niður úr botni hennar eftir vatn- inu. Engin munnmæli eru þó til um það. En sagnir eru um það, að áður fyrr hafi blýtappar verið í pípunum utan í klettinum, en að einhver of ágjarn náungi hafi hnuplað blýtöpp- unum, en látið grenitappa I staðinn. Vermenn í Skeri sættu jafnan lagi að ná þama vatni, er tækifæri bauðst; það var kallað „steinvatn". Þótti það langtum betra en „lauga- vatnið", enda þurfti ekki að sækja það á bát. Dæmi voru til þess, að ef steinaf jara var og menn voru í vatns- þröng, en brim var á, svo að gekk í laugina, að skinnklæddir menn stóðu ábrima við laugina meðan vatninu var ausið í ílátin. Sjaldan mun þó hafa heppnast að ná vatninu seltu- lausu, er svo stóð á. Annars fluttu allir vermenn vatn með sér að heim- an á kútum og ankerum; var það einkum haft í blöndu og kaffi. „Lofið drottinn, og hendið sprengiefniim!“ Þetta er höfundur máltækisins: „Lofið drottinn og hendið sprengi- efninu.“ Hann heitir Howell Forgy og er liðsforingi. Hann notaði mál- tæki þetta sem hvatningarorð til her- mannanna á Pearl Harbor, er þeir köstuðu handsprengjum á Japanina. (Sjá myndina til hægri).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.