Vikan


Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 19, 1943, !. ucimn in I n b i m ■ l i u Matseðillinn. Steikt lambakjöt. 3 kg. læri, 1 1. vatn, 20 gr. salt, reykt flesk, 50 gr. smjör eða smjörlíki. Kjötið er þvegið, fleskið skorið í ræmur, þeim velt upp úr salti, síðan stungið á víð og dreif í kjötið. Að því búnu er það látið inn í vel heitan ofn, og engu vatni hellt yfir það, fyrr en það fer að brúnast, en þá er hellt helmingnum af því, en það verður að vera sjóðandi heitt. Seinna er svo afgangnum af því hellt yfir. Gæta verður þess, að ausa oft yfir steikina. Soðið er síað, 50 gr. af hveiti hrært út í köldu vatni og látið út í soðið, þegar það sýður. Soðið í 15 mínútur. Eggjakaka. 3 egg, 50 gr. smjör, 6 matskeiðar mjólk eða rjómi. Eggin eru hrærð vel saman, mjólk- inni hellt út í, smjörið sett á pönnu og brúnað og eggjahlaupinu hellt þar á. Brúnað ljósbrúnt. Síðan sett á disk, brotið saman í tvennt, flórsykri stráð yfir. Eins má ef vill setja græn- meti, sveskjur eða flesk innan í kök- una, áður en hún er brotin saman. Hásráð Smá brunablettum á ljósum við má stundum ná með þvi að nudda þá létt og varlega með smergilpappír. Munið að böm, unglingar og van- færar konur og mæður með börn á brjósti þurfa nauðsynlega að taka lýsi og vera mikið úti í sól. Ef kertavax hefir komið á hluti, sem ekki er hægt að sjóða, skuluð þér skafa varlega með hníf það, sem þér náið þannig. Setjið siðan þerri- blað ofan á blettinn og strjúkið yfir með vel heitu strokjámi. Þerriblaðið sýgur í sig vaxið. Pils og blússa. Klæðnaður eins og þessi er mjög skemmtilegur og þægilegur, því að um leið og skipt er um pil's, er þetta orðið sem nýr kjóll. Blússan er úr ullar-crepe og sama efni er í ljósa pilsinu. Gefið skýrar fyrirskipanir. Það hljótast oft margvísleg vand- ræði af því, ef fyrirskipanir, sem börnum era gefnar, era ekki nægi- lega ljósar. Stundum stafa þessi vandræði af misskilningi bamanna. Ég var níu ára eða þar um kring, er dálítið mjög leiðinlegt kom fyrir mig. Ég heyrði dag nokkum föður minn segja, er hann var að handleika gamalt hlújárn: „Við þurfum bráðum að setja nýtt handfang á þetta hlú- jám.“ Nokkru seinna, þegar faðir minn var fjarverandi, ákvað ég að gera við jámið, án þess að hann vissi það. Ég hefi aldrei handlaginn verið, og gekk mér þetta mjög erfiðlega. En vissan um það, að ég væri að vinna mjög þarft verk, hjálpaði mér til þess að yfirstíga alla örðugleika. 1 verkfæraskúmum fann ég gamalt skófluskaft, er faðir minn hafði sett þangað. Ég tók þetta skaft, hjó það til með exi og festi hlújáminu á það með gömlum leðurólum, sem ég fann. Ég beið þess með óþreyju, að faðir minn kæmi heim, og hann var ekki fyrr kominn en ég þaut til hans og sagði honum, hvað ég hafði gert, og bjóst við að hann yrði mjög glaður. 1 þess stað ávítaði hann mig fyrir að hafa tekið skófluskaftið. Frá hans sjónarmiði var þetta verk mitt betur óunnið; en honum yfirsást að lita á málið frá minni hlið. Þó veit ég, að það var ekki ætlun hans, að særa mig. Honum fór aðeins eins og okkur flestum,.er við gleymum að líta á málin frá annarra sjónarmiði. Ég heyrði einu sinni áttatíu og sjö ára gamla móðursystur mína segja eftirfarandi sögu um fjórtán ára gamlan dreng, sem bjó hjá henni. Einu sinni, er hún fór til borgar- innar og ætlaði að dvelja þar einn dag, sagði hún við hann: „Vernon, mig langar til að þú höggvir niður gömlu ferskjutrén á bak við hlöð- una.“ Hún hélt auðvitað, að hann vissi, að hún ætti aðeins við þau, sem dauð vora. Er hún kom áftur, sá hún, að hann hafði höggvið niður öll ferskjutrén í aldingarðinum, og þar á meðal tutt- ugu og fimm harðgjör úrvals tré. Frænka min varð auðvitað mjög sár og reið yfir þessu. Oft hefi ég heyrt hana segja í sambandi við þetta: „Ég undrast að drengurinn. skyldi ekki skilja þetta.“ En það var það, sem hann ekki gerði, og það- mundi fara á sama veg fyrir hundr- uðum annarra drengja, undir sömu kringumstæðum. Atvik sem þessi koma oft fyrir, og ég veit, að lesendur mínir munu vita dæmi til þess úr sínu eigin lífi, bæði gagnvart börnum og fullorðn- um. Það er því nauðsynlegt, að allar fyrirskipanir, sem börnum eru gefn- ar, séu þannig, að engin mistök geti átt sér stað. Talið hægt og rólega og gangið úr skugga um, að börnin hafl skilið til fulls, við hvað þér eigið. Með því sparið þér bæði yður og þeim leiðindi. Móðir og sonur. Þessi ungi maður var á Salomons- eyjum og tók þátt í árás á Japani. Skriðdrekinn hans eyðilagðist og Jap- anirnir drógu hann meðvitundarlaus- an út úr skriðdrekanum, misþyrmdu honum, skildu hann svo eftir og héldu að hann væri dauður. Hér er hann að heilsa mömmu sinni. Avallt fyrirliggjandi. Einkaumboð: jóh. Karlsson & Co. Simi 1707 (2 línur). MILO •fNMOuiilHtt lani jönsson. asiNAiiu ■ Swaw rakkrem mýkir og styrkir húðina og gerir raksturinn að ánægju. Heildsölubirgðir: \gnar Norðfjörð & Co. h.f. Sími 3183. Dömur! Hjá okkur getið þér fengið J A K K A prjónaða eftir máli, og valið sjálfar um liti og snið. PRJÓNASTOFAN iopi & Skeggjagötu 23. Sími 5794.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.