Vikan


Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 19, 1943 11 -- Framhaldssaga: ------------ 24 GIFT eða ÓGIFT ................... Eftir Betsy Mary Croker hann tekið nægilegt tillit til æsku hennar, til þess, að ungum konum á þessum aldri er það eðlilegt, að langa til að skemmta sér? Hún hafði komung fengið að reyna miskunnarlausa fátækt, og þó hafði hann ekki skilið það, að hún gæti freistast til að kasta af sér þessu oki, í eitt eða tvö ár. Hún vissi naumast áður, hvað æska var. Og svo hafði hann ætlað henni það erfiða hlut- verk, að segja pabba sínum, hvernig i öllu lægi, í stað þess að gera það sjálfur. En hann ætlaði að gera alvöru úr þvi einhvem næstu daga. Ef Madeline mundi deyja, þá skyldi hún deyja sem kona hans. En hvort sem hún fengi að lifa eða ekki, þá var hann staðráðinn í því að annast hana af ástúð, og gera allt, sem hann gæti fyrir hana. Það varð svo úr, að hún kom á hverjum degi upp á þilfar, og líðan hennar fór heldur batn- andi, dag frá degi. Lawrence var alltaf í návist hennar, hann hagræddi koddanum og ábreiðunum fyrir hana, las eða talaði við hana, færði henni svaladrykki, og þegar hún sofnaði, sat hann og horfði án afláts á hið föla andlit hennar. Hver blundur, hvert bros, færði henni bata. — West gamli var Lawrence innilega þalcklátur fyrir alla þá umönnun, er hann lét Madeline í té. Hann viðurkenndi, að hann væri sjálfur mjög illa til þess fallinn að stunda sjúka. Smátt og smátt sýndi hann Wynne meiri og meiri trúnað, sagði honum, að á seinni árum hefði hann tapað miklu fé, en að hann hefði verið svo séður kaupsýslu- maður, að eiga ekki allt sitt fé á sama stað, og þar af leiðandi væri hann, þrátt fyrir allt, ennþá vel efnaður. * Kvöld eitt urðu þeir einir eftir í spilasalnum, West og Lawrence. West gamli hafði verið að spila við enska lávarða og var í góðu skapi. „Madeline er auðvitað löngu farin að sofa, og þér hafið annast hana eins og venjulega?“ sagði hann. „Já, ég fylgdi henni niður.“ „Það var fallega gert af yður. Það er ennþá hálftími, þar til ljósin verða slökkt. Eigum við •að fá okkur slag?“ „Nei, takk,“ svaraði Lawrence og settist gegnt West gamla og studdi olnbogunum á borðið. „En mig langar að fá að tala dálítið við yður.“ „Við mig? Það er velkomið," svaraði West og leit andartak undrandi á Lawrence. „Ætlið þér að tala við mig um fjármál ?“ „Nei, það er dálítið, sem' snertir mig persónu- lega. Mér virðist,“ hér hikaði hann augnablik — „mér virðist, að yður geðjist vel að mér, herra West.“. „Yður virðist það aðeins? Þá skal ég fullvissa yður um, að meðal þeirra ungu manna, sem ég þekki, er enginn, sem mér þykir jafn vænt um og yður. Þér eruð skynsamur, skemmtilegur og eigið eftir að geta yður frægðar. Ég vildi óska, að ég ætti son, sem væri líkur yður.“ „Hvað munduð þér segja um það, að fá mig fyrir tengdason ?“ spurði Wynne, og leit djarft og einart í augu Wests, er sat og lék sér að spilum. „Hvað segið þér?“ sagði West undrandi, óg hélt síðan áfram: „Já, þér vitið það, að mér sjálfuni þykir mjög vænt um yður, en, en," og hann þagði við augnablik, „Madeline er einkabarn mitt, hún er, eða réttara sagt var, mjög lagleg og vakti mikla athygli. Þér eruð snotur og í alla staði heiðvirður maður, en þér megið ekki taka það illa upp fyrir mér, er ég viðurkenni fyrir yður, að ég vildi gjarnan fá göfugra gjaforð fyrir dóttur mína. Mig langar til þess, að sá maður sem hún giftist, geti gefið henni skartgripi með skjaldarmerki, og þér verðið að viðurkenna, að hún er þess verðug." Lawrense þagði, en hneigði höfuðið samþykkj- andi, og West gamli, sem hafði yndi af að hlusta á sjálfan sig tala, hélt áfram: „Þar að auki, kæri Wynne, eruð þér ekkjumaður, og ég held, að Maddie geðjist ekki að yður; núna, af því að hún er veik og hjálparþurfi, gerir hún sér yður að góðu, en þér hafið enga hugmynd um, hvílikt isbjarg hún er, ef einhver sýnir henni ástarhót. Ég undrast það oft og hefi margsinnis spurt sjálfan mig, eftir hverju hún biði og hvað það sé, sem hún vilji." „Viljið þér hlusta á mig, herra West. Ég skil ákaflega vel skoðanir yðar. Madeline, er án efa verð þess að bera kórónu, en við Wynnarnir er- um af gamalli ætt, miklu eldri en þær aðalsætt- ir, sem síðastliðin tvöhundruð ár hafa skotið upp kollinum. Við áttum ættaróðul löngu áður en Normannar réðust inn í England, því að við erum gamlir Engil-Saxar og vorum þá þegar I miklu áliti. Við notum ekki lengur aðalstitil okkar, en hann má hæglega kaupa fyrir peninga. Ég á ættingja, sem snéru baki við mér, þegar ég var fátækur, en mundu nú taka mér og konu minni opnum örmum, og koma okkur í kynni við fólk, sem er hafið jafn hátt yfir það fólk, sem um- gengst yður nú, og þér fyrirgefið, notar sér góð- vild yðar, eins og tunglið er ofar jörðinni. Eins og þér heyrið, þá tala ég af fullri hreinskilni." „Þér gerið það, herra Wynne, óneitanlega," svaraði West, mjög undrandi á því hversu Wynne talaði mynduglega. Lawrence hafði bara spurt sjálfan sig, hvaða ástæða væri fyrir hann, mann af göfugum ætt- um, að koma fram af nokkurri hræðslu við mann, sem átt hafði þannig forfeður, að það var bezt áð tala sém minnst um þá. i.Eins og þér sjáið er ég af góðu bergi brotinn, hewa West,“ hélt Lawrence áfram, „en ég veit, að þér kunnið einnig að meta gæfu og gengi. Ég er af góðu fólki kominn og ég mun komast áfram, ef heilsa mín leyfir. Ég er engin örkvisi, ég er gæddur góðum gáfum, einbeittum vilja og mun áður en langt líður komast á þing. Hugsið þér yður, hvað mér standa þá margar leiðir opn- ar! Hver af þeim mönnum, sem þér hafið auga- stað á sem tengdasyni, getur boðið slika fram- tiðarmöguleika ? Hvemig er t. d. mannorð Levan- ters lávarðar?" hélt Lawrence áfram. „Sérhver heiðarlegur maður forðast hann, enginn félags- skapur vill hafa hann sem meðlim. Og hvað gat Montyeute lávarður boðið yður annað en sína eigin, ljótu persónu, titil sinn og skuldir. Hann og hans líkar hafa ekkert annað að leggja í vog- arskálina, en sitt flekkaða nafn og það að geta talist til hins svo kallaða betra fólks. Þessir menn skeyta ekkert um heill og heiður dóttur yðar, þeir vilja aðeins ná í peningana hennar." „Ungi maður, ungi maður!" hrópaði West gamli með öndina í hálsinum. „Þér eruð djarfmæltur, allt of djarfmæltur." „Ég segi sanrileikann, aðeins sannleikann," sagði Wynne með hita. „Ég býð dóttur yðar sjálfan mig, hæfileika mína, framtið, göfuga for- feður og óflekkað mannorð, Hvað auðæfum hennar viðkemur, þá vil ég helzt vera án þeirra og vera í framtíðinni jafn óháður eins og ég er. Og nú, herra West, viljið þér gefa mér svar, já eða nei?“ Hugsanirnar ruddust gegnum huga gamla | Minnstu ávallt | mildu sápunnar ! '<<IM II11111111111111| || |iniml|l||lm, n |,|| iii || m,,|r|||||mnl|t\> Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennurnar hvítar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: NUFIX ^ílimindtes SCURF-DANDRUFF Haady.eonvenienti safe to carry varðveitir hár yflar og auðveldar greiðsluna. Byðir ílösu og hárlosi. Agnar Norðfjörð & Co.h.f. Sírai 3183. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Sími 3183. SVE VESTUBGÖTU 14 - Sími 3632 Hefir ávallt fyrirliggjandi: KÖKUK, BRAUÐ, KRINGLUR, TVÍBÖKUR o. fl. Sendum gegn póstkröfu um land allt. • Góðar vörur. • Sanngjamt verð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.