Vikan


Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 12
12 mannsins. Hann viðurkenndi, að lýsing Wynne á biðlum Madeline var alveg rétt, og hann viður- kenndi einnig, að Wynne væri maður, sem áreið- anlega ætti eftir að komast áfram. Hann sá hann í huganum sem ráðherra, heyrði hann tala, sá sjálfan sig meðal áheyrendanna og Madeline í viðhafnarsæti. Wynne las úr svip gamla mannsins, og hugsaði sér að hamra járnið á meðan það væri heitt. „Má ég vonast eftir samþykki yðar, herra West?“ spurði hann. „Já, ég hefi ekkert á móti þessu, ef yður tekst að vinna Madeline. Ég meira að segja býð yður hjartanlega velkominn,“ sagði hann, og rétti Wynne litla, feita, hringprýdda höndina. „Þér eruð maður eftir mínu höfði; en ég er hræddur um að yður veitist öllu erfiðara að vinna Maddie.“ „En hvað munduð þér segja,“ spurði Lawrence og fölnaði, „ef ég segði yður, að ég hefði þegar fengið samþykki Madeline ?“ Gamli maðurinn horfði á hann hissa og spyrj- andi. „Hvað segið þér? Hafið þér fengið samþykki hennar! Hvenær skeði það?“ „Fyrir hér um bil þrem árum síðan.“ „Hvemig? Áður en ég kom heim? Á meðan Maddie var í skólanum? Eruð þér þá þessi ban- hungraði náungi, sem ég einu sinni heyrði getið um? Það getur ekki átt sér stað.“ „Banhungraður var ég nú ekki, en ég var ást- fanginn fram úr öllu hófi.“ „Þetta er þá svona gömul saga?“ „Já, það er vissulega gömul saga. En þér hafið, að því tilskildu, að Madeline segi já, gefið sam- þykki yðar, ekki satt? Og þér standið við loforð yðar?“ „Að sjálfsögðu. Eg svík aldrei gefin loforð," svaraði West óþolinmóðlega. „Það er ágætt,“ sagði Wynne og var sem þungu fargi væri létt af honum, „þá ætla ég að segja yður dálítið, sem mun koma yður mjög á óvart, ef til vill verðið þér reiður, en í öllum bænum hlustið á mig með þolinmæði." „Við höfum verið gift i meira en þrjú ár.“ Hér þagnaði Lawrence, og beið þess að sjá, hvaða áhrif þetta hefði á West, og til þess að dylja sína eigin geðshræringu. „Hvað — hvað segið þér?" stamaði gamli mað- urinn, og dró andann djúpt. „Ég trúi þessu ekki — ekki einu orði.“ „Ef þér viljið hlusta á mig þolinmóður, þá munuð þér trúa þessu." Og Wynne hélt áfram. „Það eru meira en fjögur ár síðan bréfin frá yður hættu að koma, og Harpersystumar, sem héldu, að þér hefðuð orðið gjaldþrota, og væruð kannske dauður, breyttu stöðu Madeline í skól- anum, frá þvi að vera allra eftirlæti, í það að verða kennslukona, og eftir það fékk hún aðeins það allra nauðsynlegasta af fötum, og varð að vinna á við tvær. Allt þetta fenguð þér aldrei að vita. Maddie bjó við þetta í heilt ár. Ég kynnt- ist henni á dansleik, og varð strax ástfanginn af henni; ungfrú Selina, sem hataði bæcji mig og hana, sá sér fljótlega færi á að reka hana úr hús- inu, og þar sem hún hvorki átti peninga, vini eða meðmæli, en ég aftur á móti gat séð henni fyrir fæði, tók ég hana til London og kvæntist henni." Lawrence þagnaði andartak og leit á gamla manninn, sem var fölur sem nár, og sagði með miklum erfiðismunum: „Haldið þér áfram, flýtið yður að ljúka þessu af, að öðrum kosti verð ég vitskertur." „Ég var fátækur," hélt Lawrence áfram, „við bjuggum í tveggja herbergja íbúð, en við vorum mjög hamingjusöm. En því miður bar sjúkdóma að garði hjá okkur. Ég fékk taugaveiki, og var nærri dáinn, og í þann sama mund ól Madeline bam.“ Robert West þaut upp af stólnum, en settist strax aftur. „Þetta var drengur," hélt Lawrenee áfram. „Drengur! Hvar er hann?" spurði gamli mað- urinn með ákefð. „Þér fáið fljótlega að vita það,“ sagði Law- rence, alvarlega. „Madeline reyndist hin nærgætn- asta móðir og eiginkona, og fórnarlund hennar sem hjúkrunarkonu var framúrskarandi." „Madeline, Madeline mín?“ spurði West, í van- trúnaðar tón. „Við áttum ekkert, ekkert framar. Eftir að ég kvæntist umgekst ég enga af mínum gömlu kunningjum, og fjölskylda mín vildi ekki vita neitt af mér. Við seldum og veðsettum allt, sem við áttum, nema fötin sem við stóðum í, og að lokum sveltum við. Á þessum erfiðu dögum var Madeline hreinasti engill, og er ég hugsa til þeirra, get ég fyrirgefið henni allt." „Fyrirgefið henni! Madeline veðsetti fötin sín! Madeline svelti!" hrópaði gamli maðurinn svo hátt, að þjónn einn gægðist inn, til þess að sjá, hvað um væri að vera. Wynne gaf honum merki um að hann skyldi fara og hélt svo áfram: „Já, þannig var þetta. Við gátum varla dregið fram lífið. Þá kom bréfið frá yður, og frú Harper setti sig í samband við Madeline i gegnum blöðin. Sem betur fer, þá sáum við auglýsinguna og Madeline veðsetti hringinn sinn og fór til Riverside. Systurnar tóku henni opnum örmum sem ungfrú West, þær höfðu enga hugmynd um, að hún væri gift. Til allrar ógæfu sýndu þær henni bréfið frá yður, þar sem þér sögðust vera algjörlega mótfallinn þvi, að hún gengi að eiga fátækan mann. 1 ör- væntingarfullri ósk um það, að bjarga manni og barni frá því að deyja af hungri, ákvað hún að leyna yður því að hún væri gift. Seinna, þegar ástin til auðæfa, óhófs og skemmtana náði tökum á henni, hélt hún áfram að leyna yður þessu og gleymdi mér og baminu. Því miður, er ég til- neyddur að segja þennan beiska sannleika." Robert West kinkaði kolli. „Hún dró stöðugt á langinn að segja yður þetta, og að lokum missti ég þolinmæðina. Hún vildi ekki leyfa, að ég talaði við yður. Þér munið ef til vill eftir því, að ég heimsótti yður eitt kvöld, er þér bjugguð á Belgraviatorginu. Maddie fór með mig inn í annað herbergi, að sýna mér málverk. Þá gerði ég síðustu tilraunina til þess að fá hana til mín aftur." „Sleppti Maddie öllu tilkalli til yðar?“ „Já, það gerði hún.“ VIKAN, nr. 19, 1943 „Og bamið? Hvar er barnabarn mitt, erfingi minn?" ' „Munið þér eftir dansleiknum, sem þér hélduð í júní?“ „Já, já, maður gleymir slíku ekki strax." „Þá nótt dó drengurinn," sagði Wynne, íágt og alvarlega. „Ó, þetta getur ekki verið satt!“ „Hann dó úr barnaveiki. Madeline kom of seint til þess að ná honum lifandi. Hún kyssti hann og smitaðist. Drengurinn var fallegur, með yndis- legt hrokkið hár, og ég sagði margsinnis við Madeline, að það eitt að sjá drenginn, mundi gera yður vingjarlegri í okkar garð. En hún skeytti því engu, gaf alltaf ný og ný loforð, sem hún stöðugt sveik: Hún var svo hrædd við yður.“ „Var hún hrædd við mig?" „Eftir að Harry dó, sá ég hana aldrei; en ég frétti í London að hún væri mikið veik, og mér tókst stöðugt í gegnum yður og aðra kunningja að fá frengir af líðan hennar. Ég hélt, að ást mín til hennar væri dáin, en mér skjátiaðist. Ég þráði, að sættast við hana. Svo frétti ég hjá ein- um kunningja mínum, að ástand hennar væri talið hættulegt — það var daginn sem ég hitti yður í gildaskálanum — og þá lét ég allt annað bíða, viðskipti, skyldur, og fékk mér farseðil með Victoría." „Það var þetta, sem þér höfðuð að gera til Sidney?" „Madeline er hræðilega mikið breytt," hélt Lawrence áfram, án þess að svara þessari spum- ingu. „Þegar ég sá hana í fyrsta skipti í ljós- inu varð ég svo — svo," röddin brást honum. „Veslings stúlkan, það er ekki að undra, þó hún beri þessa menjar. Ég undrast meira, að hún skuli vera lifandi. Nú, ég vil ekki gjöra henni lifið erfiðara. Hún hefir ekki breytt rétt gagnvart mér, og þó miklu ver gagnvart yður. Hún var hrædd við mig! Ég hélt að allir, sem þekktu mig vissu, að skorpan er harðari en það sem fyrir innan er, og að þótt ég gelti, þá bít ég ekki. Og þér önnuðust hana, þegar hún átti engan að! Þvílíkar nöðrur þessar Harpers- systur, að koma þannig fram við dóttur mína! Og ég sem þar að'auki gaf þeim stórgjafir, fyrir góðvild þeirra í garð Maddie!! Vissu þær ekki, að þér voruð kvæntur Maddie?" „Nei, það vissi aðeins ein mannvera fyrir utan okkur." M A G G I og K A G G I. 1. Magsri: Ertu tilbúin! Um leið og þú ert búinn að opna, slærðu í pönnuna, svo skulum við sjá, hvort þær hypja sig ekk'! Raggi: Allt í lagi! 2. Raggi: Áfram, Maggi, ég er rétt á eftir þér! 3. Ragg' (hóstar) Hæ, Maggi! Ég sé enga flugu! (hóstar). Maggi íhóstar): Ekki ég heldur! ' '•> ) 4. Raggi: Hver skollinn! Maggi, sérðu ljósahjálm- inn ?! Maggi: Æ, ó! Þær hafa hópast þangað!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.