Vikan


Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 13.05.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 19, 1943 13 | Dægrastytting | '■'mmmmmmmmmimmmmm mmimiimmmmmmmmmm^ Edison og samkvæmisfötin. Kvöld eitt fékk frú Thomas Edison mann sinn til þess að koma með sér i veizlu. Honum þótti samkvæmisföt óþægilegur klæðnaður, en lét þó Undan þrábeiðni konu sinnar og klæddist þeim. Honum leiddist mjög í veizlunni, og við fyrsta tækifæri «agði hann við konu sina: ,,Nú fer ég heim.“ En í stað þess fór hann til vinnustofu sinnar, fór lir samkvæmisfötunum og í þægileg vinnu- föt. En til þess að vera viss um að þurfa aldrei að fara í samkvæmisfötin aftur, tók hann hamar og nagla og negldi þau upp á vegg. Og þar voru þau upp frá því. Sjón er sögu ríkari. Eitt sinn, er Marlene Dietrich og Jean Gabin voru saman úti að aka, voru þær stöðvaðar af hermanni, sem spurði þær, hvar hann og vinir hans gætu séð einhverja kvikmyndaleikara. „Því farið þið ekki í kvikmyndatökuhúsin, til dæmis USO?“ spurði Marlene Dietrich. „Við fórum þangað,“ svöruðu piltamir, án þess að þekkja leikkonurnar. „En þar voru engar ,,stjörnur“. Og okkur er meinilla við að snúa heim til Texas aftur, án þess að sjá einhverja þeirra." „Ég skal fara með ykkur heim til einnar leik- konunnar," sagði Marlene. „Ég þekki hana mjög vel. Komið inn í bifreiðina.“ Er bifreiðin nam staðar á ákvörðunarstaðnum, stökk Marlene út. „Bíðið þið héma. Ég hleyp inn bakdyramegin." Tíu mínútum seihna lauk hún upp aðaldyrun- um, klædd glitrandi kjól, með hárið sett upp á höfuðið. Piltarnir göptu af undrun, því að nú fyrst þekktu þeir, hver hún var. Konungurinn og einræðisherrann. Strax á fyrstu stjórnarárum sínum útilokaði Mussolini konunginn frá afskiptum af öllum opin- herum málum; þó var það á einn stað, sem kon- ungurinn kom alltaf, og það var á rikisráðsfundi. Eitt sínn, ér konungur var að fara út af einum Blikum fundi, missti hann vasaklút sinn á gólfið. Mussolini var þar viðstaddur, tók upp vasa- klútinn og sagði: „Yðar hátign! Mig langar til að eiga vasaklútinn til endurminningar um þenn- an fund.“ ,,Æ-nei,“ svaraði konungurinn. „Þessi vasa- klútur er það eina á Italíu, sem ég hefi leyfi til þess að vera með nefið niðri í.“ l»að var auðvelt — Kétt eftir að Suður-Afrika fór í stríðið með bandamönnum, spurði Búi einn, er var andvígur þátttökunni, Smuts að því í þinginu, hvað það kostaði Afríku mikið að vígbúast, og sagðist Vilja vita þetta nákvæmlega. Maðurinn vissi, að það mátti heita ógerningur, að svara þessu, en Smuts sagðist skyldi svara morguninn eftir. Daginn eftir reis Smuts úr sæti síriu, ræskti Big og sagði: „Upphæðin, sem ég var spurður um í gær, er 80.169.000 sterlingspund, tíu shillingar og sex pence .. .“ Þingheimur þagði andartak, en síðan ráku allir upp skellihlátur. Búinn, sem spurt hafði, sat kafrjóður. Að fundi loknum spurði einn vinur Smuts hann að því, hvernig hann hefði getað fundið út upp- hæðina. „Það var auðvelt,“ svaraði Smuts. „Ég vissi ekkert hver upphæðin var og veit það ekki ennþá. En aftur á móti vissi ég það, að andstæð- ingarnir verða að minnsta kosti tvo mánuði að finna réttu upphæðina, svo að þeir geti sannað, að mín sé röng, og það þótt þeir hafi tuttugu menn til þess.“ Orðaþraut. ÁLMA AKUR SK AR ODDI S N AR ÓL AR S K A R E M J A FL AG Fyrir framan hvert þessara orða á að setja einn staf, þannig að ný orð myndist, séu þeir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast 'nýtt orð og er það nafn á götu í Reykjavik. Sjá svar á bls. 14. Mark Tvvain og sölumaðurinn. Einu sinni, er Mark Twain var á ferðalagi, lenti hann í jámbrautarklefa með sölumanni og aðstoðarpresti. Twain reyndi að sofna, á meðan sölumaðurinn blaðraði stöðugt við prestinn. „Nú ætla ég að leggja fyrir yður gátu,“ sagði hann. „Vitið þér, hver er munurinn á asna og presti?“ „Nei,“ svaraði presturinn. „Jæja,“ sagði sölumaðurinn sigri hrósandi, „presturinn hefir krosá á brjóstinu, en asninn ber sinn kross á bakinu.“ Mark Twain reis þá upp, leit til hans illilega og sagði: „Vitið þér, hver er munurinn á asna og umferðasala ? “ „Nei,“ sagði sölumaðurinn. „Nei, ég veit það ekki heldur,“ sagði Twain og lagðist út af aftur. Ævintýri Georgs í kínverska ræningjabænum. 11. Nú sáu skipyerjar á vöruflutningaskipinu, að mikil hreyfing var á þilfari ræningjaskútunnar og um sömu mundir kom skeyti frá Georg: Lausn á bls. 14. Dásamlegasti staðurinn — Booth Tarkington hitti einu sinni gamlan vin sinn, er hann var á ferð í París, og þar eð þeir ætluðu báðir að dvelja þarna í viku, ákváðu þeir að leigja sér saman herbergi. Vinur hans sagði honum, að þetta væri í fyrsta skipti, sem hann kæmi til Parísar. Tarkington mundi, að þessi vinur hans hafði verið mjög gamansamur, er þeir voru heima, og þar sem hann sjálfur hafði oft orðið fyrir barðinu á honum, hugsaði hann sér gott til glóðarinnar, að nú skildi hann hefna sín. Það er venja I París, að strætisvagnarnir taki aðeins vissan fjölda af farþegum. Þegar þeirri tölu er náð, hengir vagnstjórinn upp skilti, er á stendur ,,Complete“, og þá fá ekki fleiri farþegar að koma inn í vagnana. Dag nokkurn voru þeir úti að ganga og segir þá vinurinn: „Hvað merkir þetta orð, „Complete", sem ég hefi séð á svo mörgum strætisvögnum ?" „Herra minn trúr!“ sagði Tarkington. „Segir þú þetta satt, að þú hafir aldrei heyrt það fyrr?" „Heyrt úm hvað?“ „Um „Complete". Ég hefi komið þangað hundr— að sinnum. Læt það aldrei undir höfuð leggjast, þegar ég er hér. Einhver dásamlegasti staðurinn í öllum heiminum! Það er staður, sem þú verður að sjá, á meðan þú dvelur hér!“ Áður en vikan var liðin veittist Tarkington sú ánægja að sjá vin sinn hlaupa upp í hvern vagn- inn af öðrum, er á stóð „Complete“, en honum var alltaf neitað um aðgang, sem eðlilegt var, þar eð „Complete" þýddi að þeir væru fullir. Hann kunni ráð við því! Gamer fyrrverandi varaforseti tapaði eitt sinn tíu dollurum, er hann var viðstaddur knattleik. Vinnandinn bað hann að skrifa nafn sitt á reikn- inginn. „Ég ætla að gefa sonarsyni mínum hann sem minjagrip," sagði hann. „Hann ætlar að láta innramma peningana og reikninginn og hengja það síðan upp í svefnherbergi sitt.“ „Á þá ekki að eyða peningunum?“ spurði Gamer. „Nei, hreint eklti." „Jæja,“ sagði Gamer, „þá er bezt að ég gefi yður ávísun!“ Barnalega spurt! Nýlega sat litill drengur úti fyrir dyrum á húsi einu í Bergen og las í blaði. Þýzkur liðsforingi gekk þar fram hjá og sá, að blaðið var enskt og heimtaði að fá að vita, hvar hann hefði fengið það. „Hvaðan ég hefi fengið blaðið?“ sagði dreng- urinn og horfði undrandi á hann. „Ég sem er fastur kaupandi!“ Ófullnægjandi afsökun. Herbert Bismarck greifi, sonur þýzka jám- kanzlarans, fór einu sinni með keisaranum i heimsókn til Rómaborgar. Á járnbrautarstöðinni kom hann ókurteislega fram við opinberan starfs- mann, ítalskan. Þegar máðurinn vakti athygli hans á þessu, sagði Bismarck reiðilega: ;,Ég held, að þér vitið ekki, hver ég er, — ég er Herbert Bismarck greifi.“ ítalinn hneigði sig hæversklega: „Þetta," svar- aði hann, „er ófullnægjandi afsökun, — en sem skýring er það nægilegt.“ Þessi fugl er eitt aðal-uppáhald allra barna, sem korna í dýra- garðinn í Bronx. Fuglinn er mjög hrifinn af öllu, sem glitrar, sér- staklega peningum. Áður faldi hann peningana, en nú stingur hann þeim í sérstakan kassa, og svo eru þeir notaðir til hernaðar- þarfa. ■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.