Vikan


Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 1

Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 1
Nr. 20, 20. maí 1943. Miklir leikarar auka menning þjóðarinnar Soffía Guðlaugsdóttir leikkona hefir nú í rúman aldarfjórðung farið með fjölda hlutverka á íslenzk- um leiksviðum. Hún hefir aldrei hlíft sér, litið stórt á list sína, ekki hræðzt mikil verkefni og vaxið með peim. Það er nú mikið talað og skrifað um verndun íslenzkra verðmæta, nauð- syn þess, að ekkert af því bezta, sem þjóð- in á, glatist í hafróti þeirra hörmunga, er flæða yfir heiminn. Margir óttast, að ís- lenzk tunga spillist í of náinni og lausungs- legri sambúð við erlenda menn og ef tungan skemmist eða týnist, þá sé lokið tilveru vorri sem sjálfstæðrar þjóðar. Ótti þessi er eðlilegur, en sterk öfl, rótgró- in og máttug, vinna af alefli gegn upplausn- inni og tortímingunni, landvættir Islands eru enn til, margar og góðar, og eru vel á verði til að bægja burt læpuskap og ó- dyggðum, sem vafra að landi voru. Þessar hugsanir komu fyrst í hugann, þegar skrifa þurfti nokkrar línur um Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu. Það er öllu óhætt meðan þjóðin getur teflt fram á leiksviðum sínum fólki, sem ber í brjósti menningararf hénnar og kraft til þess að halda honum uppi með sóma. Fagurt ís- lenzkt mal, borið fram af skilningi og festu á leiksviði, í útvarpi og á mannamótum Pramhald á bls. 3. Prú Soffía Guðlaugsdóttir leikkona.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.