Vikan


Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 6
6 ,,En af hverju heldur þú að einhver annar en ungfrú Buckley hafi lesið þessa tilkynningu ? “ ,,Hún hefir aldrei lesið hana. Er ég sagði til nafns mins, var auðheyrt að hún kannaðist ekkert við það. Ennfremur sagði hún okkur, að hún hefði opnað blaðið, til þess að athuga sjávar- föllin. En á þessari síðu, sem var opin, var engin tafla um þau.“ „Þú heldur að einhver i húsinu —.“ „Einhver í húsinu, eða einhver, sem hefir að- gang að því. Og það síðamefnda er auðvelt, — gluggarnir standa opnir. Það er enginn efi á því, að vinir ungfrú Buckley, ganga þama út og inn, sem heima væru.“ „Dettur þér nokkuð i hug? Grunar þig eitt- hvað ?“ Poirot bandaði frá sér með hendinni. „Ekkert. Meira að segja tilgangurinn er eins og ég sagði, hreint ekki augljós. Þess vegna getur morðinginn verið ömggur — og komið fram jafn djarflega og hann gerði í morgun. Á yfir- borðinu lítur það þannig út, að það er ekki hægt að sjá, að nokkum mann geti langað til að Nick litla deyi. Fasteignin? Byggðarendi? Það, sem fer til frænkunnar? — eða langar hann að eign- ast þrælveðsett og mjög af sér gengið, gamalt hús? Þetta er ekki einu sinni ættaróðal hans, hann er ekki Buckley. Við verðum áð kynnast þessum herra Charles Vyse, þó það sé kannske ósennilegt að þetta sé hann.“ „Og svo er það frúin — með einkennilegu augun og madonnusvipinn." „Hvert er hlutverk hennar í þessu máli? Hún segir þér að vinkona hennar sé lygari. Hvers vegna gerir hún það? Er hún hrædd við eitt- hvað það, er Nick kynni að segja? Er það eitt- hvað í sambandi við bifreiðina? Eða notaði hún það sem skálkaskjól, af því að hún óttaðist eitt- hvað annað? Snerti einhver bifreiðina, og ef svo er, þá hver? Og veit hún það?" „Eða hinn laglegi, Ijóshærði herra Lazarus. Hvert er hans hlutverk? Hann með sína undur- samlegu bifreið og alla peningana. Getur hann eitthvað verið við þetta riðinn. Challenger, yfir- foringi —.“ „Hann er ágætur," greip ég inn í, fljótlega. • „Ég þori að ábyrgjast það.“ „Án efa hefir hann gengið í það sem þú kallar góðan skóla. En sem betur fer, þá er ég út- lendingur, og laus við alla hleypidóma, og geri minar rannsóknir óhindraður af þeim. En ég vil bæta 'því við, að ég á illt með að hugsa mér Challengir yfirforingja riðinn við þetta mál. 1 raun og veru sýnist mér slíkt ekki koma til rnála." „Án efa er hann ekkert við þetta riðinn," svar- aði ég hlýlega. Poirot leit á mig hugsandi. „Þú hefir alveg sérstök áhrif á mig, Hastings. Hugsanir þínar beinast stundum svo fullkomlega í öfuga átt, að slíks eru fá dæmi! Yfir höfuð ertu mjög aðdáanlegur maður, heiðvirður, trú- gjarn, valinnkunnur, tilheyrir þeirri manntegund, sem stöðugt er leikið á, af sérhverjum fanti. Þú ert einn þeirra manna, sem leggur peninga ’i vafasamar olíuekrur og ímyndaðar gullnámur. Á hundruðum þínum líkum lifa þorpararnir. En ég mun í framtíðinni athuga Challenger yfirforingja nákvæmlega. Þú hefir vakið grun minn á hon- um." „Kæri Poirot," sagði ég í reiðitón. „Þú ert hreint og beint hlægilegur. Maður sem hefir flækst um heiminn eins og ég hefi gert -—1“ „Lærir aldrei neitt," sagði Poirot dauflega. „Það er furðanlegt — en svona er það.“ „Heldur þú, að mér hefði gengið svona vel með búgarð minn í Argentinu, ef ’ að ég væri þetta dæmalausa fífl, sem þú álítur?" „Vertu ekki að æsa.þig upp, vinur minn. Þú hefir komizt fjarska vel áfram — þú og konan þín.“ „Bella," sagði ég, „fer í öllu að minum viljá.“ „Hún er jafn gáfuð og hún er töfrandi," sagði Poirot. Við skulum ekki vera að deila vinur minn. Sérðu, hérrja beint framundan, er bifreiða- stöð Motts. Þar er ábyggilega verkstæðið sem ungfrúin minntist á. Með örfáum spurningum, getum við fengið upplýsingar þar að lútandi." Er við komum þangað, kynnti Poirot sig og sagði að ungfrú Buckley hefði mælt með þessu verkstæði. Hann spurði nokkurra spurninga, við- vikjandi því að fá leigðan bíl þar í nokkur kvöld, og fyrr en varði hafði hann beint talinu, að atviki því sem kom fyrir ungfrú Buckley, þá nokkrum kvöldum áður. Og þá losnaði nú heldur um málbeinið á eig- anda bifreiðastöðvarinnar. Eitthvað það sérkenni- legasta, sem hann hafði nokkru sinni vitað. Hann sagðist vera vélfróður maður. Ég hefi ekkert vit á slíku, og Poirot þaðan af síður. En einstaka staðreyndir komu skýrt í ljós. Það hafði verið átt eitthvað við bifreiðina. Og það var mjög auðvelt að eyðileggja þetta, og tók lítinn tíma. „Svona er nú það,“ sagði Poirot, er við héld- um af stað. „Nick litla hafði á réttu að standa, VIKAN, nr. 20, 1943 og hinn rilíi Lazarus á röngu. Hastings, vinur minn, þetta er allt mjög skemmtilegt." „Hvað gerum við nú?“ „Við förum á póstafgreiðsluna og sendum símskeyti, ef það er ekki orðið of seint." „Símskeyti?“ sagði ég. „Já,“ svaraði Poirot, þungt hugsandi. „Sím- skeyti." S.ímstöðin var ennþá opin. Poirot skrif- aði niður símskeytið og sendi það. Hann virti mig ekki þess að segja mér innihald þess. Af því að ég fann, að hann langaði til þess að ég spyrði sig um það, forðaðist ég að gera það. „Það er gaman að það skuli vera sunnudagur á morgun," sagði hann, er við vorum á heimleið til gistihússins. „Það er líklega orðið of seint að ná í herra Vyse, fyrr en á mánudag." „Þú getur ef til vill náð í hann heima hjá honum." „Auðvitað. En það er bara það, sem ég er hálf hræddur víð að gera. Ég kysi heldur að hitta hann fyrst opinberlega, og mynda mér skoðanir mínar á honum út frá því sjónarmiði." „Já,“ sagði ég hugsandi. „Ég býst líka við að það yrði bezt." „Eitt einasta svar getur valdið miklum breyt- ingum. Ef að Charles Vyse hefir verið á skrif- stofu sinni klukkan hálf eitt i morgun, þá hefir hann ekki hleypt af skotinu." „Ættum við ekki að reyna að athuga hvar þau hafa verið þessi þrjú, er búa á gistihúsinu." „Það er miklu erfiðara. Það mundi vera hægur leikur fyrir hvert þeirra sem væri, að yfirgefa hin tvö nokkur augnablik, skjótast út um ein- hvern af hinum óteljandi gluggum — og komast síðan óséð að þeim stað, er stúlkan mundi fara fram hjá, — hleypa skotinu af og hvérfa síðan til baka sömu leið. En, vinur minn, ennþá vitum við ekki, hvort við höfum fundið alla þátttakend- uma í þessum leik. Það er til dæmis hin heið- virða Ellen — og maður hennar, sem við hingað til höfum ekki séð. Bæði eru heimilismanneskjur og ef til vill, án þess að við vitum, öfunda þau ungfrúna okkar. Svo er einnig hinn óþekkti Ástralíumaður í skógarhúsinu. Og það geta verið fleiri, vinir eða ættingjar ungfrú Buckley, sem hún sér enga ástæðu til þess að tortryggja, og minnist þar af leiðandi ekki á. Ég get ekki hrint þeim grun frá mér, Hastings, að það sé eitthvað á bak við þetta — eitthvað, sem ennþá hefir ekki komið í ljós. Grunur minn er sá, að ungfrú Buckley viti eitthvað meira en það, sem hún sagði okkur." „Þú álítur þá, að hún vilji Jeyna einhverju?" Erla og unnust- inn. Erla: Oddur! Þú ert yndislegasti maðyrinn í heiminum! Eng- Erla: Bless, bless, hjartað mitt! Enginn er þér fremri, inn er eins og þú! ástin min! Oddur: Ástin mín eina! Oddur: Dúfan min, bless, bless! Ég verð að flýta mér til skrifstofunnar. Oddur: Já, Erla veit, hvað hún Skrifstofustjórinn: Haldið þér, að þér séuð í frii? Því komið þér Oddur: Þetta er stórmerkilegt! Það getur ekki syngur, hún er sko enginn bjáni. ekki fyrr en þetta? Ég hefi aldrei þekkt annan eins fábjána verið að Erla hafi á röngu að standa — og þó og yður-------- — skrifstofustjórinn hlýtur að segja satt, — nei, ég skil ekki neitt í neinu!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.