Vikan


Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 20, 1943 {Ílkk afl fpdím cmg,u - Ljósmynd af listamann- inum, Jóni E. Guðmundssyni. Atvinnubótavinna. Það er gaman að tala við unga og vondjarfa listamenn. Þeir eru með höfuðin full af hugmyndum, vita upp á hár, að framtíðin er þeirra, og ein- mitt þess vegna eru sumir þeirra fær- ir um að rísa upp fyrir fjöldann, skara fram úr. Vér heimsóttum ný- lega einn þeirra, Jón E. Guðmunds- son listmálara. Hann lætur að vísu lítið yfir sér, en er þó fullkomlega ákveðinn i, hvert hlutverk sitt er. Af því að ferill hans er allmerkilegur, inntum vér eftir honum: Jón E. Guðmundsson er fæddur 5. janúar 1915 á Geirseyri við Patreks- fjörð, sonur Guðmundar trésmiðs Jónssonar og konu hans, Valgerðar Jónsdóttur. Guðmundur var hagur maður og mjög listhneigður. Jón byrjaði tiu ára gamall að skera út i tré. Næsta skrefið var, að hann lit- aði með „pastell“krít og varð að nota undanrennu til að festa hana með. Tólf ára hjó hann mannshöfuð út í eik, en þá var honum bent á, að gips væri miklu viðráðanlegra efni til að höggva úr og fékk hann þá hjá lækn- inum á Patreksfirði einn poka af gipsi og rogaðist með það heim, náði í þvottaskál og setti gips í hana, hellti vatni á það og hrærði út og setti það síðan í pappakassa. Þegar gipsið var harðnað, sagaði hann það niður með járnsög og hjó siðan út fyrsta kvenmannslíkamann, sem hann bjó til. Þetta gerði hann allt tilsagn- arlaust, og fór því fram um hríð. Þegar Jón var þrettán ára, skrapp hann til Reykjavíkur og skoðaði safn Einars Jónssonar og tvær málverka- sýningar og fékk sér efni úr helli fyr- ir austan fjall, fór með það til Pat- reksfjarðar og mótaði úr því manns- höfuð. Jón E. Guðmundsson fluttist til Reykjavíkur árið 1927 og hóf teikni- nám hjá Bimi Björnssyni. Ekki gat hann þó haldið þvi stanzlaust áfram, Á plani. því að hann varð að vinna fyrir sér með daglaunavinnu, en málaði þó alltaf í frístundum og gagnrýndu Finnur Jónsson og Jóhann Briem listmálarar myndir hans. Er fróðlegt plagg, sem Jón á í fórum sínum frá þessum tveim velþekktu listamönn- um. Það hljóðar þannig: ,,Hr. Jón Guðmundsson hefir um langt skeíð málað upp á eigin hönd. Hann er mjög áhugasamur og hefir í hyggju að mennta sig i þeirri grein. Það, sem við höfum séð af mynd- um Jóns, ber vott um ótvíræða list- Framhald á bls. 15. Jón Baldvinsson. Vistaskipti. Frú Soffía Gudlaugsdóttir. Framhald af bls. 3. nm frú Soffíu var húsfreyjan mikla á Sól- liaugum jafn heilsteypt í sinni köldu stór- mennsku, er hún dylur logandi harm í fyrsta þættinum, í tryllingslegri baráttu fyrir ást sinni og hamingju, og síðast, er hún gengur út úr hildarleiknum sem brot- in kona, kveður þá hamingju, sem henni finnst lífið hafa svikið sig um, og gengur í klaustur.“ Hlutverk þau, sem frú Soffía hefir leilt- ið, eru orðin svo mörg, líklega uppundir sjötíu, að ógerningur er hér að telja þau fram eða lýsa þeim, enda gæfi það harla litla hugmynd um meðferð hennar á þeim. En svo að nokkur séu nefnd skulu talin fáein þeirrá: Hún hefir leikið Höllu í Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar, Steinunni í Galdra-Lofti eftir sama höf- und, Fríði í Dansinum í Hruna eftir Indriða Einarsson, Guðrúnu í Syndum annarra eftir Einar H. Kvaran, Frú Kald- an í Straumrofum eftir H. K. Laxness, Úlriku í Kinnarhvolssystrum eftir G. Hauch, Fröken Júlíu í samnefndu leikriti eftir Strindberg, Frú Cliveden-Banks í Á útleið eftir Sutton Vane og nú í annað sinn Margréti í Veizlunni á Sólhaugum eftir H. Ibsen. Um það verður ekki deilt, að frú Soffía er í fremstu röð þeirra leikKvenna, sem íslendingar hafa átt. Frú Soffía er, sem vænta má, afburða upplesari. Þeim, sem þetta ritar, er minnis- stætt, þegar hann heyrði hana síðast lesa upp kvæði. Það var á kvöldvöku Blaða- mannafélagsins. Hún las þar kvæði eftir Kamban og þýðingu eftir Magnús Ás- geirsson. Hún gerði það snilldarlega. Hver setning, hvert orð varð lifandi. Þannig tökum þarf að taka tunguna og þau lista- verk, sem á henni hafa verið samin. Og það er vel, að slík leikkona skuli fást við að kenna framburð málsins. Veizlan á Sólhaugum var frumsýnd á mánudagskvöldið, að tilhlutan Norræna félagsins, frú Gerd Grieg var leikstjóri, en Soffía Guðlaugsdóttir lék aðalhlutverkið og gerði það með slíkum tilþrifum, að lengi mun í minnum haft. Henni fataðist aldrei, hún var sár af miskunnarleysi örlaganna, vonbjört í veikleika sínum, mild í tilbeiðslu sinni, sterk í mótþróanum og brotin og göfug í vonbrigðunum. Hún sýndi það enn einu sinni, að hún er mikil leikkona, þegar hún fær verkefni við sitt hæfi. Lok annars þáttar voru einkum sterk og áhrifamikil í meðferð hennar. Annars má í heild um sýninguna segja, að hún tókst afburða vel. Þó að ef til vill mætti þar einhver mistök finna, þá hurfu þau vegna heildaráhrifanna. Valdimar Helgason, sem lék Bengt Gautason, höfð- ingja á Sólhaugum, mann Margrétar (Soffía), náði ágætum tökum á hlutverki sínu. Eins var um Hjörleif Hjörleifsson í hlutverki Knúts Gæsling konungsfógeta. Edda Kvaran var líka tilþrifarík í hlut- verki Signýjar, systur Margrétar. Gestur Pálsson lék Guðmund Álfsson, frænda Margrétar, sem mikið kemur við sögu í leikritinu. Hlutverk hans var erfitt, en á köflum leysti hann það ágætlega af hendi. Um hljómlistina erum vér síst færir að dæma, en það má mikið vera, ef Páll ísólfs- son hlýtur ekki lof fyrir hana. Forleikurinn að 3. þætti snart oss sérstaklega. Annars hefir Páll samið þessa músik sérstaklega fyrir Veizluna á Sólhaugum. Leiktjöld og búninga teiknaði Ferdinant Finne, norskur listamaður, sem nú dvelur í Englandi, og lagt hefir mikla alúð við starf sitt, en Lárus Ingólfsson og Kristinn Friðfinnsson hafa séð um leiksviðsútbúnað. Frumsýningin var tilkomumikil og virðu- leg frá upphafi til enda, hrifning áheyr- enda mikil og lófatakinu ætlaði aldrei að linna og náði hámarki sínu, þegar leik- stjórinn, frú Grieg, kom inn á leiksviðið með norska fánann. Þá var hrópað fjór- falt húrra fyrir Noregi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.