Vikan


Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 20, 1943 11 Framhaldssaga: ------------ GIFT eða ÓGIFT ................ Eftir Betsy Mary Croker „En hvað eigum við nú að gera? Hvernig eig- um við að tilkynna það, að Madeline hafi í tvö ár leikið á fólk?“ „Við tilkynnum aðeins að við höfum gifst í London, án þess að tilgreina daginn. Fólk undrast í nokkra daga, og svo er það búið. Við getum sent tilkynninguna frá fyrsta viðkomustað hér eftir.“ „Já, það er ágætt. Nú slökkva þeir ljósin, og við sitjum í myrkrinu.“ „En viðkomandi mér .þurfið þér ekki lengur að fálma í blindni." „Þér eruð þá tengdasonur minn?“ „Já, óneitanlega." „Það er undarlegt, að allt frá þvi fyrsta leizt mér vel á yður.“ „Þér lofið því að vera ekki of strangir við Madeline ?“ „Já, já, haldið þér, að ég sé eitthvert ómenni? Fyrst um sinn minnist ég ekki á neitt, þvi skip, fullt af fólki, er ekki réttur vettvangur til þess að ræða um einkamál og þar að auki er hún ennþá lasin, þó mér sýnist henni fara dagbatn- andi.“ „Já, síðan hún fór að geta verið úti á þilfari alla daga, gengur það dálítið betur." „En það var sorglegt, að Harry litli skyldi deyja, og, —.“ Allt í einu slokknuðu ljósin. Þeir gengu nú til hvílu. West gamli lá marga klukku- tíma vakandi og hlustaði á bárugjálfrið við skipshliðina, um leið og hann lét hugann hvarfla frá einu til annars. Hann hugsaði um Madeline og Wynne, sem nú birtust honum í allt öðru ljósi, en mest hugsaði hann um litla hrokkin- kollinn, barnabarnið hans, sem hann aldrei hafði Béð. Þetta sama kvöld kom dálítið einkennilegt fyrir niðri í klefa Maddie. Á meðan Madeline varð hraustari með hverjum -deginum sem leið, hnignaði heilsu frú Leach að sama skapi. Hún neitti einskis, nema kampa- víns og gosdrykkja, og taldi tímana þangað til þau kæmu til Miðjarðarhafsins, þó búast mætti Við vondu veðri þar líka, um þetta leyti árs. Henni leið afar illa, og er Madeline kom niður, bað hún hana að ná fyrir sig í svefndropa, sem Vera ættu í töskunni hennar. „Á ég að rétta yður töskuna?" „Nei, nei, hún er opin. Þetta er grænleit flaska, og er þarna á sama stað og blaðahylkið." Jú, taskan var opin; og allt, sem í henni var kambar, nálar, vasaklútar og skrifpappír, lá þarna hvað innan um annað. Er Madeline var að leita að flöskunni, rak hún augun í bréf, utan á skrifað til ungfrú West, og með rithönd frú Kane. Bréfið hafði verið sent til Belgraviatorgs og þaðan til Brighton. „Eruð þér ekki ennþá búnar að finna flösk- una,“ sagði frú Leach, óþolinmóð. „Jú, hérna kemur hún,“ svaraði Maddie. „Flýtið yður þá að rétta mér hana. Mér líður svo illa, ég held bara að ég deyi.“ Sem betur fór fann Maddie flöskuna rétt í þessu, og eftir að hafa lokað töskunni og stungið á sig bréfinu, rétti hún frúnni hana, ásamt ýmsu öðru, er hana vanhagaði um. Loksins er Madeline var háttuð og búin að draga tjöldin fyrir rekkju sína, gat hún lesið bréfið. Frá því að hún fór frá Harpers-mæðgunum, hafði hún ekki frétt neitt af frú Kane, og þar sem frúin aldrei las nein af stærri og betri blöð- unum, þá vissi hún ekkert, hvað drifið hafði á daga Madeline, eftir að hún fór frá henni. Bréfið var svohljóðandi: Solferinotorg nr. 2. Hæstvirta ungfrú! Ég vona, er þér minnist liðins tíma, að þér fyrirgefið þó að ég snúi mér til yðar. Við eigum svo erfitt, maðurinn minn hefir verið veikur síð- an um páska, og nú langar mig að biðja yður að lána okkur svo sem tuttugu pund. Ég vona að Wynne og drengurinn hafi það gott. Snáðinn hlýt- ur að vera orðinn stór og yður til mikillar ánægju. Veit faðir yðar hvemig þér lékuð á hann, og að þér bjugguð í heilt ár hjá mér í London, meðan hann áleit að þér væruð í skólanum? Ég vona að þér getið hjálpað mér um þessa peninga. Yðar einlæg. Elísa Kane. Póststimpillinn sýndi að bréfið hafði komið til Brighton tveim dögum áður en þau fóru þaðan, og skýrði það framkomu frú Leach. Hún bjóst við að það yrði sér til mikils ágóða. Morguninn eftir, er Madeline kom á fætur, beið Lawrence hennar uppi á þilfari. Hún drógst ekki lengur áfram með erfiðismunum, og á kinnar hennar sló nú léttum roða. „Lawrence,“ ég þarf að segja þér dálítið,“ byrjaði hún. „Við skulum koma inn í tónlistar- salinn, það er þar enginn.“ Er þau kom'u þangað inn, sagði hún honum í fáum orðum, hvers hún hafði orðið vísari, og rétti honum bréf frú Kane. „Nú má ég ekki draga lengur, að segja pabba alla málavöxtu,“ hélt hún áfram. Ég á engin orð til að lýsa fyrir þér, hversu ég skammast mín fyrir, að vera ekki löngu búin að þessu. Frú Leach hefir lengi haft grun um að eitthvað væri leynd- ardómsfullt við fortíð mína, án þess þó að hún, með öllum sínum klækjum, hafi getað fundið það fyrr en nú.“ „Já, þarna sér hún það svart á hvítu.“ „En Lawrence, í júnímánuði var ég búin að ákveða að segja pabba þetta allt, en þá varð ég svo mikið veik og bjóst við dauða mínum á hverri stundu, svo ég áleit að ef til vill væri bezt að ég tæki leyndarmál mitt með mér í gröfina. Barnið var dáið, þú varst mér glataður, og hvað þýddi þá að segja frá þessu.“ „En nú sérðu, að Lawrence er hér ennþá!“ sagði Wynne, mjög hrærður. „Svo tölum við ekki meira um fortíðina. En ég hefi orðið á undan bæði þér, og frú Leach, þar eð ég í gærkvöldi sagði pabba þínum alla málavöxtu. Hann tók þessu mjög rólega. Ég hefi ekki séð hann ennþá í morgun. Hann vill að þetta liggi á milli hluta fyrst um sinn, því eins og þú veist, þá er svona skip ekki heppilegur staður til þess að ræða mikið einkamál. Þú þarft ekki að vera svona hrædd og angistarfull á svipinn! Nú skulum við koma út á þilfar, og vita hvort við sjáum ekki Tarifa. En þarna kemur pabbi þinn!“ West kom inn í þessu, og gekk hægt í áttina til þeirra. Hann' var óvenjulega hátíðlegur á svip, og var nú klæddur svörtum fötum, í stað þeirra gráu, er hann var venjulega í. Hann spurði, og varaðist að líta í augu Madeline; „Hvernig líður þér í dag, barnið mitt?“ „Mér liður betur, miklu betur!" I Minnslu ávallt i = i i z i = I = l = 5 I mildu sápunnar [ I Regum tannpasta hreins- ar fágar og gerir tennurnar hvítar. Skilur eftir hress- andi og frískandi bragð. Heildsölubirgðir: Agnar Norðfjörð & Co.li.f. Sími 3183. íammmmmmmmmmmmi NUFIX varðveitir hár yðar og auðveldar greiðsluna. Byðir flösu og hárlosi. Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Lækjargötu 4. Sími 3183. Avallt fyrirliggjandi. Einkaumboð: Jóh. Karlsson & Co. Sími 1707 (2 linur).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.