Vikan


Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 20.05.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 20, 194S „Það var gleðilegt. Þú kemur með upp á þil- far, að skoða spönsku ströndina ?“ Er upp kom settist hann þétt við hliðina á henni, og sat langa stund hugsi og reykjandi. Svo kom hann allt í einu auga á ættarhring Wynne á hringfingri hennar, laut niður, og tók granna hendi hennar í sína, og horfði lengi á hana og strauk hana blíðlega um leið og hann sleppti henni. „Madeline,“ sagði hann, „ég veit, að þú hefir átt við mikla erfiðleika að stríða, og ætla þess vegna ekki að ásaka þig neitt, en mikið þykir mér sárt, þetta sem kom fyrir í sumar.“ Og Madeline dró slæðuna fyrir andlit sér, til þess að hylja tárin. Er þau voru komin yfir Lyonflóann, kom frú Leach upp og bjóst við samúð og eftirtekt allra. En henni til sárra vonbrigða varð ekki svo, og hún skildi ekkert í, hvernig á þessari breytingu stóð. Gamli maðurinn virtist ekkert sjá nema dóttur sína. Gagnvart frú Leach var hann stuttur í spuna og fráhrindandi, og það af skiljanlegum ástæðum, þar eð hann hafði heyrt alla söguna viðvíkjandi bréfinu. Svo einn dag, er hún hóf máls á því, hversu vel Maddie liti út, og hvað sjóloftið ætti vel við blessaða stúlkuna, leit hann rann- sakandi á hana. Sjóloftið og hið suðræna sólskin getur verið miskunnarlaust, og tíu daga sjóveiki hafði leikið útlit frú Leach grátt. Hún var kinnfiskasogin og djúpar hrukkur höfðu myndast hjá munni henn- ar og augum. Hún virtist hafa elzt um mörg ár. „Er ekki þetta herra Wynne?“ spurði hún með uppgerðar sorgarhreim. „Mér þykir þetta í frek- ara lagi óskammfeilið." „Því þá það ? Hann er eiginmaður Madeline og vinur minn og tengdasonur." Frú Leach lá við köfnun. Það leið löng stund þar til hún gat spurt: „Þér vitið þá allt um þetta?" „Já, mér hefir verið sagt það allt,“ svaraði gamli maðurinn, ósköp rólega. „En þér getið ekki hafa vitað þetta lengi; þér vissuð ekkert um þetta, er við lögðum af stað.“ „Nei, ég komst að þessu seinna en þér, frú Leach," sagði hann með sérstakri áherslu. „Hvað meinið þér?“ „Ég á við, að þær upplýsingar, sem ég hefi fengið komu engar krókaleiðir, og því næst verð ég, frá mannúðarsjónarmiði, að biðja yður að stíga af skipsfjöl í Neapel, þar sem þér hafið verið svo mjög veikar. Það væri miskunnarlaust að ætla að taka yður með, alla leið til Sydney. Þar að auki þarfnast Madeline yðar ekki lengur, nú þegar Wynne er hjá henni." „Já, þvílíkt hneyksli er þetta fréttist til London!" sagði frúin, og hló hæðnislega. „Eg þoli ekki hreyfingar skipsins, vilduð þér ekki gjöra svo vel og fylgja mér niður. Ég er til- neydd að leggjast fyrir aftur." * Frú Leach fór af skipinu I Neapel, og dvaldi i góðu yfirlæti í Róm um veturinn. Það gat hún vegna hinnar ríflegu fjárupphæðar, er Róbert West greiddi henni, að nafninu til fyrir góðsemi hennar í garð Madeline, en í raun og veru ein- göngu til þess að loka munni hennar. Er til Sydney kom, tókst West gamla að rétta svo við fjárhag sinn, að hann snéri jafn ríkur heim aftur til London. Þar keypti hann hið gamla ættaróðal Wynnanna, og lét gera svo vel við það, að það varð nafninu til sóma. Madeline og maður hennar dvöldu oft lang- dvölum á „Rivals Wynne", og þeir dagar munu koma, að í þessari gömlu höll búi börn þeirra og bamabörn. Nú hafa þau eignast annan Harry — lifandi eftirmynd hins látna. Nú skreytir Madeline sjálf leiði hans með krönsum og blóm- um, og þarf nú ekki framar að dylja neitt. „Þetta er legstaður elzta sonar okkar," sagði hún við prestinn, er hún kom þangað í fyrsta sinni, „og systkini hans munu oft koma hingað í framtíðinni." Og ávallt, er presturinn sýnir ókunnum kirkju- garðinn, bendir hann þeim á hvíta marmara- krossinn og segir þeim að áður fyrr hafi karl- maður og kvenmaður komið sitt i hvoru lagi, til þess að hugsa um leiðið, en að nú komi þau alltaf saman og með börnin sín með sér. Vegur Lawrence vex stöðugt. Nú er hann orðinn þingmaður og hefir mikil áhrif, svo að West gamli getur, án minnsta sársauka, hugsað um aðalskórónur þær, er dóttir hans hafi misst. Montcute lávarður er kvæntur ríkri ekkju, tíu árum eldri en hann. Tony lávarður lifir hamingju- sömu hjónabandi og kona hans er bezta vinkona Madeline. Lafði Rachel er guðmóðir Madeline litlu, yndislegrar telpu, sem pabbinn, en þó sér- staklega afinn, sjá ekki sólina fyrir. ENDIR. „Laun“ fyrir að sækja ekki vinnu. Þegar verkamenn eru að ástæðulausu frá vinnu í vei’ksmiðjum Permold Company, Medina, Ohio, er þeim borgað fyrir tímann, sem þeir eru fjar- verandi, — með þýzkum gjaldeyri. „Peningamir,, sem þér fáið umfram,“ stendur á meðfylgjandí seðli, „eru laun yðar fyrir að sækja ekki vinnu. Þeir eru frá landi, sem er ánægt með að þér starfið ekki að framleiðslunni. Þegar þér vinnið ekki, þá vinnið þér fyrir óvinina." Giraud kannar liðsveitir Afríku, eftir að Darlan Bandaríkjanna, skömmu eftir að var myrtur. tók við hinu nýja embætti sínu i hann K A G G I. O G Copr. 1940, King Fcaturcs Syndicate, Inc., World righta rcaerved. 1. Maggi:Bíddu, drengur! Hvað gengur eiginlega á? Erum við að verða vitlausir? Raggi: Nú, hvað meinarðu ? Ég skil þig ekki! 2. Maggi: Því eigum við að hlaupa til Evu, til þess að segja henni frá krókó- dílnum? Við er- um ekkert með henni lengur! Raggi: Ég var nú alveg búinn að gleyma því! 3. Maggi: Því ættuð við • að hjálpa henni ? - Hún er alltaf með þessum strák sín- um. Við kennd- um henni að synda og sitja á hesti — og hvað höfum við upp úr því? Raggi: Nú skil ég þig! Auðvitað drógum við okkur sjálfir í hlé! — En hvað eigum við að gera? 4. Maggi: Komdu! Ég skal segja þér, hvað við gerum, við veiðum krókódílinn fyrir okkur sjálfa!: Raggi: Gerum við hvað?!;

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.