Vikan


Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 27.05.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 21, 1943 Er það var farið, lagði Poirot leið sína að litlu, ryðguðu járnhliði, er á stóð „Byggðar- endi“. Þar var ekki nokkur maður sjáanlegur. Við flýttum okkur í gegnum hliðið. Eftir andartak vorum við komnir á grasflöt- inn, fyrir framan húsið. Þar var enginn maður. Poirot skundaði yfir á klettasnösina og horfði fram af. Síðan gekk hann upp að húsinu. Frönsku gluggamir út á veggsvalimar vom opnir, og við héldum beina leið inn í viðhafnarsalinn. Poirot eyddi engum tíma þar. Hann opnaði dymar og fór fram í anddyrið. Siðan upp stigann og ég ellti hann. Hann fór beint inn í svefnherbergi Nick — settist á rúmstokkinn og laut höfði í áttina til mín, glettnislegur á svip. ,,Þú sérð, vinur minn, að þetta er mjög auð- velt. Enginn hefir séð okkur koma. Enginn mun sjá okkur fara. Við getum ömggir gert hvað sem við viljum. Við gætum, til dæmis, nuddað vírinn í myndinni, þannig að hann slitnaði sund- ur eftir ákveðinn tíma, án þess að nokkuð væri við hann komið. Og þó við gerðum okkur í hugarlund, að af tilviljun væri einhver fyrir fram- an húsið er við kæmum, og sæi okkur, þá höf- um við alveg eðlilega afsökun fyrir veru okkar hér, þar sem við emm góðir vinir ungfrúar- innar.“ „Álítur þú, að enginn ókunnur hafi verið hér að verki?“ „Það er álit mitt, Hastings, að enginn um- renningur hafi valdið öllu þessu. Okkur er betra að líta nær heimilinu." Hann snéri sér við og hélt í áttina út úr herberginu og ég á eftir. Við vomm báðir þungt hugsandi, að ég held, og töluðum ekki orð. Er við komum að beygjunni í stiganum, nám- um við báðir skyndilega staðar. Maður kom upp stigann. Hann nam einnig staðar. Það bar skugga á andlit hans, en á því, hvernig hann stóð, var bersýnilegt að honum brá við. Hann varð fyrstur til að tala, lágri og fremur hræðslulegri röddu. „Hvem djöfulinn sjálfan emð þér að gera hér, það þætti mér gaman að vita?“ „Ohó!“ sagði Poirot. „Herra — Croft, er ekki svo?“ „Það er nafn mitt, en hvað — „Eigum við ekki að koma inn í viðhafnarsalinn og tala þar saman? Ég held, að það verði betra.“ Hann snéri við, og við héldum á hæla honum. Inni í viðhafnarsalnum, eftir að við vorum búnir að loka hurðinni, hneigði Poirot sig. „Ég ætla að kynna mig. Ég heiti Hercule Poirot.“ Það kom undmnarsvipur á hinn. „Ó!‘“ sagði hann hægt. „Þér eruð þessi leyni- lögreglunáungi. Ég hefi lesið um yður.“ „1 St. Loo-dagblaðinu ? “ „Ne-ei ég hefi lesið um störf yðar, á meðan ég var í Ástralíu. Þér eruð franskur?" „Belgiskur. En það gerir engan mismun. Þetta er vinur minn, Ha.stings kapteinn.“ „Mér er ánægja að því að kynnast yður. En segið mér — hvað emð þið að gera hér ? Er eitt- hvað ekki eins og það á að vera?“ „Það er undir því komið, hvað yður finnst um það." Ástralíumaðurinn hneigði höfuðið. Hann var sköllóttur, andlitið stórgert — hálf ruddalegt fannst mér. Hann var mikill að vallarsýn, en þó vom hin stingandi bláu augu hans það, er mað- ur veitti mesta athygli. „Sjáið þið til," sagði hann. „Ég kom hingað til þess að færa litlu ungfrú Buckley dálítið af tómötum og agúrkum. Þessi garðyrkjumaður hennar er ekki góður — hann nennir ekki að rækta neitt. Latur hundur. Við mamma erum æfareið út af þessu, og okkur þykir það ekki nema sjálfsagður náungagreiði að gefa henni þetta. Við eigum miklu meiri tómata en við get- um komizt yfir að borða. Nágrannar eiga að vera góðir félagar, finnst yður það ekki? Ég kom, eins og venjulega, inn í gegnum gluggana og henti körfunni frá mér. Ég var á leið út aftur, er ég heyrði mannamál uppi. Það þótti mér skrítið. Ekki svo að skilja að hér sé mikið um innbrots- þjófa — en þó gat það átt sér stað. Svo ég hugs- aði með mér, að það væri bezt að athuga, hvort allt væri í lagi. Og þá mætti ég ykkur tveim í stiganum. Við það varð ég töluvert undrandi. Og svo segist þið vera leynilögreglumenn. Hvað er hér um að vera?“ „Það er mjög einfalt," sagði Poirot, brosandi. Það kom dálítið sérstakt fyrir ungfrúna, eina nóttina, nú fyrfr skemmstu. Það datt mynd ofan í rúmið hennar. Hefir hún ekki sagt yður það?“ „Jú, það gerði hún. Sérstakt lán, að hún skyldi vera fjarverandi." „Til frekara öryggis lofaði ég að færa henni nýja festi. — Það er ekki vert að þetta endur- taki sig, ha? Hún sagði mér, að hún ætlaði út, en að ég þar fyrir gæti komið, og mælt, hvað langa festi ég myndi þurfa. — Sem sagt ■— mjög lítilmótleg ástæða fyrir hérveru okkar." Og hann sló út hendinni, mjög bamalega og brosti afar sakleysislega. Croft dró djúpt andann. „Svo að þið áttuð ekkert annað erindi ?“ „Nei — svo hræðsla yðar er ástæðulaus. Við erum mjög löghlýðnir borgarar, ég og vinur rninn." „Sá ég ykkur í fyrradag?" sagði Croft rólega. „I fyrrakvöld var það víst. Þið genguð fram hjá litla húsinu okkar." „Ó! já, þér voruð að vinna í garðinum og við vorum svo kurteisir, að við buðum yður gott kvöld um leið og við fórum fram hjá.“ „Þetta er alveg rétt hjá yður. Ó, já, svo að þér eruð Hercule Poirot, sem ég hefi heyrt svo mikið um. Segið mér, hafið þér mikið að gera ni'rna, herra Poirot? Ef þér hafið það ekki, lang- ar mig til að þér komið heim með mér -— fáið morgunte, á ástralska visu, og heilsið konu minni. Hún hefir lesið allt, sem um yður hefir verið skrifað í blöðin." „Þetta er alltof vingjarnlegt af yður, herra Croft. Við höfum ekkert sérstakt fyrir stafni, og tökum þessu boði yðar með þökkum." „Það er ágætt." „Þú manst málið nákvæmlega, Hastings?" spurði Poirot og snéri sér að mér. Ég fullvissaði hann um að svo væri, og við fylgdumst með hinum nýja vini okkar. Við komumst fljótt að því, að Croft var mjög málgefinn. Hann sagði okkur frá heimili sínu skammt frá Melboume í Ástralíu, frá fyrstu erfiðleikum sínum, frá því er hann fyrst hitti konu sína, sameiginlegri baráttu þeirra, og að lokum frá gæfu sinni og gengi. „Við sem sagt ákváðum að halda af stað,“ sagði hann. „Okkur hafði bæði langað heim til gamla landsins. Og svo komum við og settumst að á þessum slóðum — hér hafði konan mín átt ættingja, — en við höfðum ekki uppi á neinum af þeim. Svo fórum við snöggvast til megin- landsins — París, Róm, Florens, — og víðar. Á meðan við dvöldum á Italíu, lentum við í jámbrautarslysi. Aumigja konan mín meiddist töluvert mikið. Hræðilegt, finnst ykkur það ekki? Ég hefi farið með hana til fjölda af beztu lækn- um heimsins og þeir segja allir það sama — að það sé ekkert, sem lækni hana nema tíminn, — tíminn og að liggja stöðugt. Það er skemmd í hryggnum." „Mikil ógæfa er þetta!“ „111 forlög, ekki satt? En svona fór nú þetta. Hún átti aðeins eina ósk, — og það var að kom- ast hingað. Henni fannst, að ef við eignuðumst, þó ekki væri nema smá kofa, yrði allt öðruvísi. Við skoðuðum fjöldann allan af illa útlitandi kofum, og að lokum fundum við þennan. Erla og unnust- inn. Þjónustustúlkan: Herra Oddur er í símanum. Erla: Ég vil ekki tala við hann — segið honum það. Oddur: Þá það — ekki skal ég hringja oftar til hennar. Ég ætla að gleyma henni — hún skal fá að sjá það. Oddur: Ég tek allt í burtu, sem minnir á hana. Oddur: Nú get ég gleymt Stebbi: Heyrðu! Hvenær ætlarðu að borga okkur blómin, sem henni — ég vil aldrei framar þú sendir Erlu? heyra nafn hennar —. Fína: Það er kominn tími til að þú borgir fyrir öll samtölin við Erlu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.